Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Enda þótt kjör aldr- aða séu gjarnan miðuð við eftirlaunaréttindi þeirra ráðast þau ekki síður af húsnæðiseign. Gögn um íbúðareign aldraðra liggja ekki fyrir, en ráða má af upplýsingum Ríkis- skattstjóra að 60-80% þeirra eigi íbúð. Hag- stofan hyggst í vetur afla sér nánari upplýs- inga um það mál, sem verður fróð- legt. Íbúðareign skiptir sköpum Það eru samt ekki eftirlaunin sem skipta meginmáli varðandi misskipt- ingu meðal aldraðra. Hagur þeirra er mikið jafnari en kjör á vinnu- markaði. Greiðslur Tryggingastofn- unar jafna kjörin upp á við, setja gólf, og skerðingarnar jafna þau niður á við. Á yfirstandandi ári eru ráðstöfunartekjur 80% aldraðra eft- ir skatta frá 204 þús. kr. til 390 þús. á mánuði. Það sem breytir öllu fyrir þennan hóp er hvort viðkomandi á eigið hús- næði og þá skuldlítið eða skuldlaust eða ekki. Með hækkandi húsaleigu á höfuðborgarsvæðinu þar sem meiri- hluti aldraðra býr og verður að búa vegna miðsækni opinberrar þjón- ustu, þarf að gefa þessari staðreynd nánari gaum. Aldraðir sem leigja geta fengið húsnæðisbætur frá Vinnumála- stofnun skv. lögum um húsnæðis- bætur og sérstakan húsnæðisstuðn- ing frá sveitarfélaginu sínu skv. lögum um félagsþjónustu sveitar- félaga. Að hámarki getur sá sem býr einn fengið tæp 65 þús. kr. samanlagt frá báðum þessum aðilum og sam- búðarfólk tæpar 86 þús. kr., en taka veður fram að þessar bætur skerðast með auknum tekjum og jafna því að- stöðu leigjenda niður á við þannig að flestir eru í sömu stöðu. Þess- ar greiðslur nægja fyr- ir helmingi til tveggja þriðju af húsaleigu fé- lagslegs húsnæðis, en ekki þriðjungi af húsaleigu á markaðsverði. Þessar upphæðir eru langt frá öllu lagi og sérstaklega fyrir þá sem leigja einir. Sá hópur aldraðra sem leigir hefur 10-200 þús. kr. lægri ráðstöfunartekjur á mánuði en sá sem á skuldlaust húsnæði sem ekki þarf mikils viðhalds við. Svo virðist sem taka þurfi upp nýjan bótaflokk fyrir aldraða sem búa í leiguhúsnæði. Og taka tillit til þess hvort viðkomandi er á almenn- um leigumarkaði eða í félagslegu húsnæði. Þetta kann að vera brýn- asta réttlætismálið þegar greiðslur ríkisins til aldraðra eru endurskoð- aðar. Einnig þyrfti að einfalda kerf- ið þannig að húsnæðisbætur verði á hendi Tryggingastofnunar, en ekki hjá Vinnumálastofnun og sveitar- félögum, því tvíverknaður er í nú- verandi kerfi. Leigustefna Sú stefna er ríkjandi um þessar mundir að umtalsverður hluti al- mennings eigi að leigja. Sérstök lög gilda um almennar leiguíbúðir fyrir þá sem eru á og undir meðallaunum og ríki og sveitarfélög leggja til stofnfé. Uppbygging slíkra íbúða er að fara af stað. Ástæða er til þess að vekja sér- staka athygli á því að brotthvarf frá séreignarstefnunni mun þýða aukin opinber útgjöld þegar þær kynslóðir sem nú eru á leigumarkaði eldast og valda mismunun í efnahagslegri stöðu milli aldraðra eftir því hvort þeir lögðu til hliðar með íbúðar- kaupum eða leigðu. Þá er rétt að nefna að leiga er ekki lægri en greiðsla af háum lán- um. Einnig hitt að hinn almenni maður mun ekki og getur ekki lagt meira til hliðar á starfsævi sinni en sem nemur lífeyrissjóðsgreiðslum (15,5% af launum), skattgreiðslum (20-40% af launum) og leigu/ afborgunum af lánum (130-300þús./ mán). Eignalaus almenningur Í ljósi þess að einstaklingar eign- ast fyrst og fremst sameignarrétt- indi í lífeyrissjóðum þá verða þeir sem leigja alla ævi ávallt eignalitlir eða eignalausir. Það er félagsvís- indaleg spurning hvaða áhrif það hefur á samfélagið ef drjúgur hluti íbúanna á ekkert. Það má spyrja hvernig fer fyrir samfélagslegri ábyrgð og öðrum stórum hugtökum. Þetta er ekki sú leið sem almennt er farin er í nágrannaríkjunum og er þá einnig átt við ríki þar sem leiga á íbúðarhúsnæði er almenn. Þar sér ríkið um lífeyrismál og kostnaður af þeim er greiddur af skattfé og íbúum gefst því kostur á sparnaði enda þótt leigt sé – og leiguupphæðir eru jafnan mikið lægri en hér gerist. Skattar á lág laun eru ekki hærri á Norðurlönd- unum en hér, raunar lægri í Dan- mörku, en á hærri tekjur eru þeir það. Sennilegt er að í öðrum Norður- landaríkjum séu fram gengnar fjór- ar til fimm kynslóðir sem hafa skilað hluta af afrakstri ævistarfs síns til næstu kynslóðar á eftir. Hér á landi eru þær kynslóðir kannski í eintölu, en við höfum farið í þá átt. Það get- ur skipt sköpun að eitthvað erfist þegar ungt fólk kaupir í fyrsta sinn, þá þarf það fyrir um 10% af hús- næðisverðinu og má segja að 3-5 milljónir séu startgjald við íbúðar- kaup nú um stundir. Fátækt meðal aldraðra í framtíðinni Við þurfum að staldra við og skoða hvort það eignaleysi sem fylgir almennri leigu á húsnæði sem kemur til viðbótar við núverandi réttindakerfi í lífeyrismálum sem ekki ber með sér eignamyndun – sé æskileg leið þegar til lengri tíma er litið. Eignalaus almenningur verður ekki bara íþyngjandi fyrir ríkissjóð þegar kemur að eftirlaunaárunum og tekjur hans minnka að meðaltali um helming, heldur verður hann bláfátækur því leiga þýðir að hann hefur sáralítið milli handanna. Séreignarstefnan og aldraðir Eftir Hauk Arnþórsson » Var séreignarstefn- an við uppbyggingu Breiðholtsins, sem fjölg- aði íbúðareigendum mikið, mesta einstaka kjarabótin sem þeir sem nú eru aldraðir búa að? Haukur Arnþórsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur. haukura@haukura.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningar- ferlinu. Eftir að viðkomandi hef- ur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kenni- tölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.