Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 595 1000 . heimsferdir.isBókaðuþína ferð á TENERIFE & GRAN CANARIA FEBRÚAR OG MARS BROTTFARIR Íslensk fararstjórn, taska og handfarangur innifalið. BÓKAÐU SÓL ALLUR PAKKINN Turbo Club Innifalið: Flug, Gisting, Ekkert fæði Frá kr. 106.645 Gran Canaria 5. febrúar í 7 nætur Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn eða 120.995m.v. 2 fullorðna IFA Buenaventura Innifalið: Flug, Gisting, Morgunverður Frá kr. 108.945 Gran Canaria 12. febrúar í 7 nætur Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn eða 124.095m.v. 2 fullorðna Las Brisas Innifalið: Flug, Gisting, Ekkert fæði Frá kr. 78.963 Gran Canaria 12. mars í 7 nætur Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn eða 97.995m.v. 2 fullorðna Barcelo Margaritas Innifalið: Flug, Gisting, ALLT INNIFALIÐ Frá kr. 106.645 Gran Canaria 26. mars í 7 nætur Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn eða 131.995m.v. 2 fullorðna Suites at Hollywood Mirage Innifalið: Flug, Gisting, Ekkert fæði Frá kr. 114.745 Tenerife 13. mars í 7 nætur Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn eða 139.195m.v. 2 fullorðna Cristian Sur Innifalið: Flug, Gisting, Ekkert fæði Frá kr. 99.995 Tenerife 20. mars í 7 nætur Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn eða 123.695m.v. 2 fullorðna Parque Santiago Innifalið: Flug, Gisting, Ekkert fæði Frá kr. 124.995 Tenerife 6. febrúar í 7 nætur Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn eða 145.195m.v. 2 fullorðna Castle Harbour Innifalið: Flug, Gisting, Ekkert fæði Frá kr. 112.745 Tenerife 27. febrúar í 7 nætur Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn eða 127.195m.v. 2 fullorðna aaa aa aaaaaaa aaa aaa aaa aaaa Frá kr. 97.995 Frá kr. 78.963 Kópavogskrónika hefstmeð því að móðir byrj-ar á því að útskýra fyr-ir dóttur sinni að ástin hafi leitt hana suður í Kópavog en bætir því við að dóttir hennar skuli forðast sambönd. Þar með er tónninn sleginn fyrir bókina. Sagan er á köflum ótrúlega fynd- in og Kamilla er frábær penni en sagan fjallar að mestu leyti um misheppnuð sambönd og tilfinn- ingar þeim tengdar. Leiftrandi húmor og kaldhæðni á hverri síðu en auðvelt er að greina ein- manaleika brothættrar aðalpersón- unnar. Þessi fyrsta skáldsaga Kamillu Ein- arsdóttur. Kópavogs- krónika er allt í senn snörp, skemmtileg, fyndin og dramatísk. Bókinni er lýst sem skrautlega skrifaðri sögu móður til dóttur og eins og nafnið gefur til kynna er sögusviðið að stórum hluta Kópa- vogur; bærinn sem í bókinni er lýst sem slysi. Samböndum aðalpersónunnar við misspennandi karla, og eina mjög spennandi konu, er lýst en flestir virðast karlarnir ekki hafa margt til brunns að bera. Einn þeirra, sem kallaður er verð- bréfamiðlarinn, veldur sögumanni hjartasorg. Eftir mikla sjálfs- hugsun, sem fólst meðal annars í því að leita leiða til að reyna að ná athygli hans, varð sögumanni ljóst að hún þyrfti að hugsa um einhvern annan til að komast yfir verðbréfamiðlarann. Sem var akkúrat það sem hún gerði. Sagan rennur þægilega áfram en inn á milli rifjar sögumaður upp atvik frá fyrri tímum, eins og til að mynda þegar hún vann sem barþjónn á strippstað. Þrátt fyrir alla fyndnina er undirtónninn þungur enda augljóst að sögu- manni líður ekki vel þó partýin séu mörg og áfengið flæði nánast eins og vatn úr krana. Fyndnin skín í gegn í nokkrum köflum. „Leiðindin“ er til að mynda stórkostlegur kafli og lýs- ir á skemmtilegan hátt öðrum hliðum foreldrahlutverksins en þeim sem mest er talað um: „Hver ákvað að barnaafmæli ættu að vera bjórlaus? Alveg það glórulausasta sem ég hef heyrt um. Þá sjaldan að foreldrarnir fá að hitta aðra á sínu reki, eiga þeir ekki skilið að fá sér nokkra kalda? En nei, nei, þeir skulu ræða endurbætur á baðherberg- inu, íþróttarútur og annað for- heimskandi rugl yfir lapþunnum kaffibolla.“ Eftir nokkur misheppnuð sam- bönd virðist sögumaður fyllast hálfgerðu vonleysi þegar bókin styttist í annan endann. Það virð- ist sem allur hressileikinn, partý- in og hjásvæfurnar hafi ekki ver- ið neitt annað en leið til að fylla upp í tómarúm. Hún kynnist þá ungskáldi í Justin Bieber-jakka og áttar sig endanlega á því á svipuðum tíma að sumir breytast aldrei. Kópavogskrónika er fyndin, sorgleg, skemmtileg og átakanleg – eins konar ástarsaga 21. aldar- innar sem hiklaust má mæla með, þó einhverjir lesendur gætu sop- ið hveljur yfir sumum lýsingum bókarinnar því ekkert er dregið undan. Ástarsaga 21. aldarinnar Morgunblaðið/Hari Kamilla „Kópavogskrónika er fyndin, sorgleg, skemmtileg og átakanleg.“ Skáldsaga Kópavogskrónika bbbbb Eftir Kamillu Einarsdóttur. Bjartur, 2018. 126 bls. innb. JÓHANN ÓLAFSSON BÆKUR Kristín E. Guðjónsdóttir myndlistarkona opnar sýningu í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi í dag kl. 17 sem hún kallar Hulinn heim. Á henni sýnir hún abstraktmálverk og segir í tilkynningu að í ab- straktverkinu birtist myndir tilfinninga sem dags daglega séu okkur huldar. „Litir, form og form- leysi, túlka hér orku þá sem býr hið innra. En allt byggir þetta á persónulegri upplifun,“ segir þar. Kristín nam myndlist hjá myndlistarkonunni og kennaranum Margréti Zóphóníasdóttur, hefur sótt námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni lista- manni og kennara, nám hjá Ignatius í Kaup- mannahöfn og hjá Anne Juul Cristhophersen í Danmörku. Árið 2016 sýndi hún verk sín fyrst opinberlega eftir að hafa um tíma tekið reglulega á móti gestum á heimili sínu á Seltjarnarnesi. Fyrsta sýningin hennar var í Löngubúð á Djúpavogi og hefur hún einnig sýnt hjá Inni og úti arkitektum og í Lágafells- laug. Hulinn heimur Kristínar í Galleríi Gróttu Kristín E. Guðjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.