Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Stúdenta- myndatökur HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Það þarf heilt þorp til að alaupp barn,“ sagði HillaryClinton eitt sinn. En hvaðgerist ef þorpið bregst barninu? Það má segja að svarið við því birtist í bókinni Manneskjusögu sem er skáldævisaga byggð á raun- verulegum atburðum. Manneskju- saga er fyrsta skáldsaga Stein- unnar Ás- mundsdóttur, sem áður hefur gefið út fimm ljóðabækur. Bókin gerist á tímabilinu 1959 til 2008 og fjallar um lífs- hlaup Bjargar, sem er ætt- leidd nokkurra mánaða gömul til góðra hjóna sem fyrir eiga ættleiddan son, Val. Sjö árum síðar eignast hjónin óvænt aðra dóttur, Sigrúnu. Foreldrarnir Matthildur og Guðmundur leggja sig fram við uppeldi barna sinna og sýna Björgu ást og alúð. Fljótlega kemur í ljós að Björg á erfitt með tengsl, lendir í miklu einelti í skóla og afskiptaleysi í stórfjölskyldunni. Ellefu ára fréttir hún af því á leið- inlegan hátt að hún sé ættleidd og í framhaldi af því sækir hún stíft að fá að hitta blóðforeldra sína. Björg hættir ekki fyrr en hún fær að dvelja sumarlangt hjá blóðföður sínum. Sú heimsókn hefur afdrifa- ríkar afleiðingar. Björg fær ekki þá hjálp sem hún þarfnast. Þess í stað mætir hún fordómum og af- skiptaleysi og sekkur dýpra og dýpra. Í Manneskjusögu er góð lýsing á samfélaginu og tíðarandanum á 6., 7. og 8. áratugnum; Lög unga fólksins, Óskalög sjúklinga og Log- ar frá Vestmannaeyjum koma við sögu. Persónusköpun er trúverðug í sögunni þar sem fjölskyldu- meðlimir leika hlutverk sín með prýði í meðvirkni, afneitun, af- skiptaleysi og þöggun. Það kemur skýrt fram í sögunni hversu mikil- vægt það er fyrir börn að mynda tengsl í upphafi og hversu slæm áhrifin geta orðið ef slík tengsl komast ekki á. Skilaboð Manneskjusögu eru skýr: Þöggun er dauðans alvara og fólk og samfélag getur ekki skorast undan ábyrgð þegar illa er komið fram við einstakling sem ekkert hefur annað til saka unnið en að falla ekki alveg í normið. Þegar skaðinn er skeður er samfélagið vanbúið að hjálpa og bregst við með því að vilja sem minnst af ein- staklingnum og aðstæðum hans vita. Þegar samfélagið bregst Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Höfundurinn Steinunn Ásmundsdóttir, höfundur Manneskjusögu. Skáldsaga Manneskjusaga bbbmn Eftir Steinunni Ásmundsdóttur Björt bókaútgáfa, 2018. Innb., 158 bls. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR BÆKUR Hekla Magnúsdóttir þera-mínleikari hefur veriðað sækja í sig veðriðmeð hverri útgáfu síðan hennar fyrsta skífa birtist á band- camp-vefnum árið 2014, og á henn- ar nýjustu plötu er gefið enn frekar í með því að bæta heilmiklum söng og röddum við heiminn. Hekla sendi í haust frá sér plötuna Á, sem er hennar fyrsta í fullri lengd. Fyrir hafði hún gefið út tvær þröngskífur sem báðar hlutu heilmikla athygli fyrir sérstæðan hljóðheim sem blandar saman yfirnáttúrulegri, nær ósnertan- legri, fegurð við dramatík og tilfinningahita. Vissu- lega er erfitt að ímynda sér hvernig þessi ólíku öfl, hið ósnertanlega og hið blóðheita, geti blandast saman en það er hluti af galdri Heklu. Það sem allra, allra fyrst verður að koma fram, áður en farið er í að gera tilraun til að útskýra plötuna, er hve megnug Hekla er á tón- leikum. Undirrituð náði til dæmis tónleikum hennar á Norðanpaunki í ágúst síðastliðnum, þar sem hún spilaði efni af þá óútkominni plötu, og ásamt því að upplifa tónleikana með augum og eyrum voru tára- kirtlarnir virkjaðir, öllum að óvör- um. Það er skrýtið að vera stödd í leðurjakkanum sínum, umvafin pönkurum og rokkurum og hrein- lega láta bræða sig, (ég geng ekki svo langt að segja bræða íshjarta sitt, svo forhert er ég vart orðin). Ásamt því að vera afar nákvæm og öguð í vinnubrögðum, bæði í hljóð- veri og á sviði, er Hekla með þetta „eitthvað“ sem enginn veit hvað er en allir vilja hafa. Hún hefur mikla næmni á spennandi laglínur sem ramba á milli hins grípandi og hins ómstríða og halda því athygli manns óskiptri, enda var hún fyrir sólóferil sinn búin að sjóast all- rækilega með sörf-metal-hljóm- sveitinni Bárujárni. En aftur að nýju plötunni: Á er tíu laga að mestu sungin plata, þar sem finna má níu frumsamin lög og texta, ásamt gullfallegri útgáfu af sálminum „Heyr himna smiður“. Platan hefst með þremur ólíkum en gríðarsterkum frumsömdum lögum á undan sálminum, sem hér er sunginn eingöngu með þeramín- röddum. Fyrsta lagið, „Hatur“, er kalt og draugalegt og á meðan ískaldur hrollur liðast niður bakið hitnar manni að innan af tilfinn- ingum. Næsta lag heitir „Í Hring“ og endurómar poppsveitir tíunda áratugarins á borð við Portishead, þar sem undiraldan togar mann niður og skolar manni svo lengst uppá strönd áður en maður veit af. Þriðja lag plötunnar heitir „Muddle“ og er mitt uppáhalds. Lagið þróast frá því að vera ein- hverskonar flugeldasýning niðri í fjöru yfir í pjúra þungarokk með dimmum og svölum riffum sem minna á kuldarokk eða svartmálm, og þarna syngur Hekla dýpra sem eykur enn á áhrifin. Með þessum lýsingum mætti auð- veldlega halda að hér skorti fókus og platan hlypi út um víðan völl en svo er alls ekki. Það er hinn sér- stæði hljóðheimur, hljómur plöt- unnar ásamt rödd Heklu, sem er límið sem staðsetur allt á nákvæm- lega rétta staði svo útkoman er grafkyrr einbeiting án þess að vera nokkurn tíma leiðigjörn eða of- hugsuð. Eftir sálminn er ferðinni heitið á enn óvæntari slóðir með laginu „Arms“ sem gæti hreinlega verið Phil Collins-lag ef því væri að skipta. Grípandi laglína í dúr, en svo ótrúlega skuggalegt undirspil að manni detta helst í hug ærsla- draugar eða illir trúðar sem hafa ekkert gott í hyggju. „Ekki er allt gull sem glóir“ er áframhaldandi hættulegur sirkus, en nú er lýru- kassaleikarinn andsetinn og reynir að fanga sálir okkar með spili sínu. Það er helsti galli (og sá eini) við breiðskífuna Á að hún er svo feiknasterk framanaf að þegar síð- ustu lög hennar hljóma dettur dampurinn aðeins niður, en það þýðir alls ekki að þau lög séu eitt- hvað slöpp, bara ekki eins grípandi eða dáleiðandi og þau á fyrri hlut- anum. Það hefði verið hægt að leysa þetta með því að hafa ósungnu lögin (nr. 8 og 9) inn á milli hinna sungnu til að skapa betra flæði. Það er hins vegar styrkur plötunnar hve rödd Heklu Magnúsdóttur er framúrskarandi hvort sem hún syngur háar, brot- hættar nótur með miklu bergmáli eða djúpar og dularfullar. Hér er á ferðinni nánast full- komið verk sem sameinar hið ómstríða og óaðgengilega með því tælandi og grípandi og því er út- koman eins og góð bók: Erfitt að láta hana frá sér þegar byrjað er að njóta. Hér sannar Hekla jafnframt að hún er flinkur lagasmiður og einn færasti þeramínleikari í heimi! Ég mæli eindregið með þessari plötu. Grafkyrr einbeiting Nær fullkomið „[N]ánast fullkomið verk sem sameinar hið ómstríða og óað- gengilega með því tælandi og grípandi,“ segir m.a. um plötu Heklu, Á. Hljómplata Hekla Magnúsdóttir – Á bbbbm Hekla Magnúsdóttir þeramínleikari gef- ur út plötuna Á hjá breska útgáfu- fyrirtækinu Phantom Limb. Platan inni- heldur tíu lög. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.