Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sjúklega súr saga: Íslandssaga frá öndvegissúlum til Internetsins nefnist nýútkomin bók eftir Sif Sig- marsdóttur, blaðamann og rithöf- und, og Halldór Baldursson teikn- ara. Eins og sjá má af titlinum er Íslandssagan viðfangsefni þeirra Sifjar og Halldórs og markmiðið að gera hana skemmtilega og áhuga- verða þannig að hún höfði til ung- linga. „Þeir einu sem hafa áhuga á sögu eru rykfallnir kennarar með köngulóarvef í handarkrikunum og flösu,“ segir í inngangi bókarinnar en sagan er sjúklega súr og einmitt þess vegna eiga unglingar að lesa bókina og foreldrar þeirra auðvitað líka, hafi þeir áhuga. Í bókinni er m.a. fjallað um myglaðar miðaldir, sturlaða Sturlunga, óhlýðna bisk- upa og ropandi yngismeyjar, svo fátt eitt sé nefnt. Fimmta unglingabókin Bókin er sú fimmta sem Sif skrif- ar fyrir unglinga á íslensku en hún hefur einnig skrifað bækur á ensku, er með útgefanda á Englandi þar sem hún hefur búið og starfað í 16 ár. „Ég bara fíla Bretland svo vel að ég gat ekki farið,“ segir Sif, sem nam sagnfræði á Íslandi og fór í meistaranám í barnabókmenntum við Háskólann í Reading. Meistara- gráðuna hlaut hún árið 2003. Sif er spurð að því hvers vegna hún hafi alltaf skrifað fyrir þennan aldurshóp, unglinga. „Ég vissi alltaf að mig langaði til að verða rithöf- undur og þegar ég fór að velta fyrir mér fyrir hverja ég vildi skrifa og hvað mér þætti gaman að lesa var ofsalega mikil gerjun í unglingabók- um. Á þeim tíma var að verða til þessi „young adult“ bókmennta- grein með rithöfundum á borð við Phillip Pullman og J.K. Rowling og Twilight-vampíruseríunni og því öllu. Ég féll fyrir þessu öllu saman og því lá beint við að skrifa eitthvað sambærilegt,“ svarar Sif. „Það er alltaf sagt að maður eigi að skrifa sögur sem maður vill sjálf- ur lesa og það er það sem ég var að gera þá. Ég geng auðvitað með margar sögur og bækur í maganum og aldrei að vita nema ég skrifi ein- hvern tíma fyrir annan aldurshóp en hingað til hef ég verið í unglinga- bókmenntunum af hreinni ástríðu.“ Segja það sem þau hugsa – Er þessi lesendahópur ekki sá sem er hvað mest ógnvekjandi að skrifa fyrir? „Jú, þetta er lesendahópur sem segir sannleikann. Krakkar segja nákvæmlega það sem þeim finnst og ef þeim finnst eitthvað leiðinlegt neita þeir að lesa það,“ segir Sif kímin. – Og þar að auki finnst ungling- um kannski fleira leiðinlegt en fólki á öðrum aldri. Við munum nú sjálf eftir leiðindum unglingsáranna … „Ójá, klárlega og þess vegna er í raun mjög mikilvægt að það séu höfundar að skrifa sérstaklega fyr- ir unglinga og að reyna að skrifa eitthvað sem þeir hafa áhuga á að lesa. Ekki bækur sem eiga að kenna unglingum eitthvað gagn- legt heldur einfaldlega það sem þeim finnst skemmtilegt. Við erum að keppa við Netflix, tölvuleiki og fleira þess háttar.“ Leiðinlegur hátíðleiki – Þú velur þér umfjöllunarefni sem margir minnast eflaust með hryllingi úr námsefni unglings- áranna. Hvers vegna valdirðu þér þetta umfjöllunarefni, Íslandssög- una? „Ég er sagnfræðingur og mér finnst sagan rosalega skemmtileg þó ég kalli hana „sjúklega súra sögu“. Ég held að fleirum myndi finnast saga skemmtileg ef við matreiddum hana með öðrum hætti. Mér finnst við fara dálítið illa með söguna, klæða hana upp í hátíðleika og þá verður hún svo leiðinleg og geld. Þegar maður sviptir söguna hátíðleikanum sér maður hvað hún er fyndin, skemmtileg, mannleg og fjölbreytt og með þessari bók vildi ég kveikja áhuga unglinga á sögunni með því að sýna þeim hvað hún er fyndin og hvað þeir eiga í raun margt sam- eiginlegt með fólki úr fortíðinni.“ Galdrar, særingar og saur – Einn af útgangspunktum bók- arinnar er þessi frasi þeirra sem eldri eru um að allt hafi verið betra í gamla daga. Þú ert að afsanna þessa kenningu með þessari bók? „Já, tilgangur bókarinnar er að afsanna þá kenningu. Mér finnst hún verða vinsælli og vinsælli með hverju árinu þessa blessaða kenn- ing um að allt hafi verið betra í gamla daga. Maður sér það bæði á Íslandi og hérna í Bretlandi með Brexit til dæmis, Bretar vilja ganga úr Evrópusambandinu af því þeir sjá fyrir sér einhverja fal- lega fortíð sem er bara uppspuni og átti sér aldrei stað,“ svarar Sif. Gaman sé að líta til baka og skoða hversu súr fortíðin hafi í raun verið. „Þeir sem segja að hún hafi verið eitthvað betri eru að bulla svo mikið. Verkjalyf miðalda voru til dæmis galdrar, særingar og faðirvorið, blóðtaka og jurtir blandaðar í saur og þvag. Ég meina, má bjóða fólki upp á það aftur?!“ segir Sif og hlær innilega. Nintendo eitthvað betri? – Minnisleysið er líka algert. Við fussum yfir því að börnin okkar séu alltaf í Playstation en vorum sjálf alltaf í Sinclair Spectrum eða öðrum leikjatölvum! Sif hlær. „Já, ég veit það! Minnis- leysið er algjört og okkur finnst ein- hvern veginn Nintendo orðið miklu saklausari skemmtun en leikirnir sem krakkarnir eru að spila í dag. Þetta á eftir að verða nákvæmlega eins þegar börnin okkar eru orðin fullorðin, þá líta þau til baka og spyrja börnin sín af hverju þau séu ekki bara í Snapchat eða á Netflix.“ – Vannstu mikla heimildarvinnu fyrir þessa bók eða mundi sagn- fræðingurinn þetta allt saman, meira eða minna? „Nei, ég vann mikla heimildar- vinnu. Ég vildi nálgast söguna með nýjum hætti, vildi alls ekki að þetta væri upptalning á atburðum og ár- tölum. Þannig að hver kafli er í rauninni einn stakur pistill með byrjun, miðju og enda og kannski nýjum vinkli og sjónarhorni af því það er engin ástæða til að endurtaka allt sem stendur í skólabókunum sem krakkarnir eru að lesa. Ég vildi að þeir myndu sjá þetta frá nýju sjónarhorni og með nýjum hætti.“ Halldór kom einn til greina Sif og Halldór starfa bæði fyrir Fréttablaðið, Sif skrifar vikulega pistla í blaðið og Halldór teiknar skopmyndir í það á virkum dögum. „Ég leitaði til hans,“ segir Sif um samstarf þeirra Halldórs, „ég vildi bara gera þessa bók ef hann væri til í að vera með. Ég sá bókina alltaf fyrir mér með myndum eftir hann.“ Hún segist skoða skopmyndir Halldórs á degi hverjum. „Mér fannst textinn minn og myndirnar hans eiga ákveðna samleið, fannst þetta bara eina valið og hefði ekki viljað fá neinn annan í að teikna. Ég fór til Forlagsins og sagði að ef hann væri til í þetta langaði mig til að gera bókina, annars ekki.“ Bull að allt hafi verið betra í gamla daga  Íslandssagan er sjúklega súr í bók Sifjar og Halldórs Samstarf Sif Sigmarsdóttir með sjálfsmynd Halldórs Baldurssonar og nokkrum sögupersónum. Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Fokkað í fullveldinu (Stóra sviðið) Lau 1/12 kl. 22:00 Frekar vandræðaleg kvöldstund á Stóra sviðinu Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 1/12 kl. 19:30 21.sýn Fös 7/12 kl. 19:30 20.sýn Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. Insomnia (Kassinn) Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 5/12 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Elly (Stóra sviðið) Fim 29/11 kl. 20:00 175. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s Sun 16/12 kl. 20:00 183. s Lau 1/12 kl. 20:00 176. s Sun 9/12 kl. 20:00 180. s Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Sun 2/12 kl. 20:00 177. s Fim 13/12 kl. 20:00 181. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Fim 6/12 kl. 20:00 178. s Lau 15/12 kl. 20:00 182. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 30/11 kl. 20:00 22. s Fös 14/12 kl. 20:00 24. s Fös 7/12 kl. 20:00 23. s Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tvískinnungur (Litla sviðið) Sun 2/12 kl. 20:00 6. s Fim 6/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 Lokas. Aðeins þrjár sýningar eftir! Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Lau 22/12 kl. 13:00 9. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Lau 15/12 kl. 13:00 7. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 16/12 kl. 13:00 8. s Aðeins sýnt á aðventunni. Ríkharður III (Stóra sviðið) Lau 29/12 kl. 20:00 Frums. Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Ég, tveggja stafa heimsveldi Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 30/11 kl. 20:00 69. s Lau 8/12 kl. 20:00 70.s Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.