Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf 20% afsláttur af hreinsun/ þvotti á gluggatjöldum út nóvember Traust og góð þjónusta í 65 ár Álfabakka 12, 109 Reykjavík • s 557 2400 • www.bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18 Ef lesendur leita að of-beldi, morðum, svikum,framhjáhaldi, mansali,spennu og góðri fléttu þá gæti Fléttubönd önnur bók Stefáns Sturlu Sigurjónssonar, í þríleik um lögreglukonuna Lísu og aðstoðarfólk hennar, hentað. Fyrsta bókin í þríleiknum, Fuglaskoðarinn kom út 2017 auk þess hefur Stef- án Sturla skrifað tvær barna- bækur. Fléttubönd fjallar um lögreglukonuna Lísu sem leggur sig alla fram um að leysa sakamál og vinnur að úrs- lausn þeirra á óaðfinnanlegan hátt. Í lögreglustarfinu er hún örugg en annað er upp á teningnum þegar kemur að samskiptum við aðra ut- an starfs og jafnvel við eigin fjöl- skyldu. Söguþráður Fléttubanda er á þá leið að lík af nýfæddu barni finnst í ruslapoka úti á götu í Lindahverfi í Kópavogi. Erfitt reynist að finna hver hafi skilið barnið eftir. Í leit lögreglunar að foreldri barnsins blandast inn önn- ur mál og að lokum þurfa Lísa og hjálparkokkar hennar að leysa tvö morðmál. Sögufléttan er góð og tekur góð- an sprett í lok bókarinnar. Sögu- þráðurinn er aftur á móti á köflum ruglingslegur og eftir sitja spurn- ingar um hvaða hlutverki konan við sjóinn gegndi og hvað stóð í bréf- inu til Kára. Hugsanlega á það eft- ir að koma í ljós í síðustu bók þrí- leiksins en hvort sem það verður eða ekki þá trufluðu þessi atriði við lestur bókarinnar. Persónusköpun er góð þegar kemur að Tomma og Sigrúnu. En persóna Lísu er ekki sannfærandi og minnir um of á Sögu Norén, sérlunduðu rannsóknarlögreglu- konuna úr sakamálaþáttunum Brú- in. Einnig vantar eitthvað dýpra í persónusköpun Kára til þess að gera hann trúverðugri. Titill bókarinnar, Fléttubönd, fellur vel að söguþræði þar sem all- ir þræðir fléttast að lokum á óvæntan hátt í trúverðugum sögu- lokum. Ofbeldi og grimmd Spenna Fléttubönd er önnur bók Stefáns Sturlu Sigurjónssonar. Glæpasaga Fléttubönd bbbnn Eftr Stefán Sturlu Sigurjónsson Ormstunga, 2018. Kilja, 205 bls. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR BÆKUR Skúli fógeti er líklega í sennþjóðhetja og þjóðsagnaper-sóna í huga þorra lands-manna og áreiðanlega allra þeirra Skagfirðinga sem lærðu Ís- landssögu meðan hún var enn kennd en Skúli var sýslumaður þar í 13 ár. Við munum öll: „Mældu rétt, strákur“ og eiginlega var hon- um þakkað heima í Skagafirði að formæðurnar þurftu ekki að sjóða graut eða baka brauð úr möðk- uðu mjöli. Svo varð hann land- fógeti (rukkari konungs o.fl.) og stríddi við er- lenda kaupmenn og hafði oft sigur. Verslunar- mannafélag Reykjavíkur lét Guðmund í Miðdal höggva af honum styttu sem nú stendur í Fógetagarði svokölluðum, elsta kirkjugarði Reykjavíkur sem senn verður hótelstétt yfir dauðra manna beinum. Skúli er hraustleg- ur og vörpulegur maður á stalli, ágætlega búinn sem kallast á við ljóð Gríms Thomsen, en enginn veit hvernig Skúli var álits. Líklega hefði hann ekki verið áfjáður í að láta mynda sig því að andlit hans var örum sett eftir bólusótt. En þarna stendur hann nú samt – við enda Aðalstrætis sem hann mótaði öðrum fremur. Nú er komin út „Saga frá átjándu öld“ þar sem Skúli Magnússon (1711-1794) er í önd- vegi, sýslumaður, landfógeti, for- stöðumaður fyrirtækja í Reykjavík og frumkvöðull í byggingamálum og atvinnulífi, skjalasýslari og mætti fleira telja honum til ágætis. Á hinn bóginn reyndist hann konu (m?) vafasamur fylginautur eða ást- maður og hann var eyðslusamur, oft umfram efni, harður sýslumað- ur eins og öldin bauð (þótt höf- undur gefi í skyn milli lína að hann hafi vorkennt hungursnauðum þjóf- um sem hann lét strýkja og brenni- merkja), fullur frændhygli, ölkær svo að stundum varð úr ofdrykkja og verður nú staðar numið. „Hefir hver sér til ágætis nokkuð“ segir í Njálu, en að vísu að gefnu tilefni. Höfundur rekur sögu Skúla frá vöggu norður í Kelduhverfi til graf- ar bak við altari Viðeyjarkirkju í röð tímans rásar. Það hafa fræði- menn áður gert (Jón Aðils, Lýður Björnsson o.fl.) og Þórunn endur- tekur lítt það sem þeir hafa skrifað, vísar í ritin en hnippir í það sem stangast á við heimildir hennar. Það er eftirbreytni vert. Eftir- tektarvert er að Skúli var bráð- hress fram í andlátið hjá Aðils en skv. traustum heimildum Þórunnar bagaði Skúla gikt síðustu árin. Á tímum þjóðfrelsisbaráttu urðu þjóð- hetjur ekki giktveikar, einungis lurðulegar síðustu dagana. Og hvernig hefur þá til tekist um þessa nýju frásögn af viðburða- ríkum ferli Skúla? Frásögn, segir rýnir sem er þó saga því bak við bókina þrumir mikið heimildasafn á netinu og er til þess vísað við bók- arbyrjun. Á netinu er greinargóð heimildaskrá, heimildalykill og -safn, mikill bálkur með tryggileg- um tilvísunum að því er þessi rýnir fær séð við snögga athugun. Frá- sögnin er reist á þessum heim- ildum. Þessi aðferð fellur í ljúfa löð því að bókin er skrifuð handa al- þýðu manna sem er ósárt um að tilvísanir séu á netinu. Menn geta svo þrasað um hvort bókin sé fræðirit. Hér eimir ekki af ‚ritrýnd- um stíl‘ sem svo er kallaður og tröllríður t.d. tímaritum sem í eina tíð voru ætluð almenningi en eru honum nú að mestu lokuð bók. Þar er öll röksemdafærsla orðuð svo varfærnislega að þar glittir ekki í gildishlaðin lýsingarorð og niður- stöður eru hjúpaðar tilvísunum og slegnar slíkum varnöglum að Jón og Gunna vita ekki sitt rjúkandi ráð. Dó hann eða dó hann ekki? Aðal góðra vísindamanna á akri fræðanna er að skila rannsóknum sínum til fólksins á máli sem það skilur. Það er ‚kort‘ um það um þessar mundir, svo slett sé dönsku í tilbreytingarskyni. Vísinda- samfélagið er eiginlega farið að hverfast um sjálft sig, stundum í launakroppi. Það er óheppilegt og skaðlegt. Skúli fógeti er bráðskemmtileg bók og grípur lesandann. Stíllinn er ágengur, samsamandi: „Við munum að Skúli“, „gleymum ekki að“, „höf- um hugfast aldarfarið“ o.fl. Les- andinn kemst ekki upp með neitt sjúsk. Frásögnin er að jafnaði hröð, málsgreinar víða stuttar, orðafar fjörlegt eins og t.d. þar sem lýst er starfsfólki innréttinganna, um 100 manns: „Alvöru fólk er bak við þessar tölur, skrautlegt lið með dúndrandi hjörtu og mismikla lús, útlendingar í kúltúrsjokki, skip- stjórar, skipshafnir, vefarar, ker- aldasmiðir, járnsmiður, kaðlari og sútari, spinnerskur og pillerskur, sem ei komust í tölu sveina“ (187). Hún lýsir því hvernig Reykjavík stækkaði: „Svo kom dómsvaldið, latínuskólinn, alþingi, háyfirvaldið, fógeti, landlæknir og allir. Nema þeir sem aldrei fóru suður“ (187). Meðal þess sem innréttingarnar framleiddu voru fjörlega lituð efni: „Rauðar buxur og bláar, skærar eins og Megas gekk hér í fyrstur manna eftir að dökka og litlausa tískan heltók karlkynið í París um miðja nítjándu öld“ (188). Víðar er nótin dregin alveg til nútímans: „Hvað ef Skúli elskaði Guðrúnu fögru meira en Steinunni? Hann hefur þá borið harm sinn í hljóði. Embætti hans og heiður var í hættu. Í samtímanum getur maður í þessari stöðu látið hjartað ráða för, en þessir tímar leyfðu ekki slíkan munað“ (114) og litlu síðar um óléttu þeirra beggja, Guðrúnar og Steinunnar: „Skúli hlýtur að hafa haft stofu eða hús að búa í, sýslumaðurinn. Og hvernig komu þessi börn undir? Læddust þær til hans til skiptis? Vissu þær hvor af annarri? Keppnin trekkir upp löng- unina. Þetta var spurning um lífs- metnað, að eignast háttsettan emb- ættismann“ (115). Höfundi eru þessi mál hugstæð, enda voru kvennamál Skúla mjög sérstæð: „Við erum mannleg og náttúran segir til sín. Heldur betur. Ástin blindar og brjálar, á öllum öldum“ (118); þau Steinunn og Skúli komu sjö börnum til manns. Sögusamúðin er með hinum smæstu, þeim sem Skúli var að hýða heima í Skagafirði, þeim sem hnupluðu fiski, þeim sem fengu laun skorin við nögl í nýju stofn- unum syðra, konunni sem Skúli skildi eftir á köldum klaka. Skúli er samt í uppáhaldi höfundar þótt Þórunn sjái manna best galla hans og höndli þá með miskunnsemi. Það er enn dýrðarljómi yfir honum í þessari bók þótt hann sé daufur miðað við bjarmann í gömlum kennslubókum í sögu. Þórunn svið- setur atburði eins og í fyrri bókum sínum og gerir það býsna djarflega: „Maddama Oddný kíkir á hann yfir glas af púrtvíni, sér hann hýrgast, tekur að hýrna sjálf og brúin milli þeirra er þá stund úr bláklukkum“ (55). Stundum tekur skáldið völdin eins og þegar Skúli ríður suður til þess að taka við embætti landfóg- eta: „Fari nú Skagafjörður ætíð vel. Menn sáu og heyrðu og sögðu frá. Stundin varð vængjuð. Fugl úr bláu silki flaug úr rekkjurefli og settist“ (164). Eggert Ólafsson og Björn í Sauðlauksdal kallar hún landreisnarmenn (88) og fer vel á því. Hins vegar kallar hún alþingi á Þingvöllum jafnan landsþing, kannski til þess að marka mismun- inn á alþingi til forna og þinghald- inu á dögum Skúla. Bókin er fallega heiman búin. Allar litmyndir eru í einni örk um miðbik bókar, væntanlega í sparn- aðarskyni, skýringartextar spar- legir, en betur fer á að dreifa myndum eins og frásögninni hent- ar. Rýni finnst jafnan betra að myndartextar séu prentaðir hjá viðkomandi mynd, ekki aftast einir og sér. Nafnaskrá fylgir ritinu, þó þannig að hvergi er getið heim- ilisfesti sem er galli. Mörg orð koma fyrir um mál, vog og mynt í textanum sem eru fjarlæg nútíma- mönnum; (kirkju)kúgildi, hundrað í jörðum (sjá þó bls. 199) eða varn- ingi, alin, dalur, kúrantmynt o.fl. Það er lítil fyrirhöfn jafn sjóuðum höfundi og Þórunn er að taka sam- an stuttar skýringar handa ókunnum lesanda; slíkur orðalisti er lykill að skilningi. Skúli Magnússon var kræfur karl og hraustur, jafnvel eftir að giktin tók að ergja hann. Saga hans er einkar grípandi og vissulega skír- skotar hún ríkulega til samtímans. Kræfur karl og hraustur Morgunblaðið/Ómar Grípandi Saga Skúla fógeta, rituð af Þórunni Valdimarsdóttur, er einkar grípandi og skírskotar ríkulega til samtímans, að mati gagnrýnanda. Ævisaga Skúli fógeti – Faðir Reykjavíkur. Saga frá átjándu öld bbbmn Eftir Þórunni Valdimarsdóttur. JPV útgáfa, 2018. Innb., 256 bls.; myndaskrá, nafnaskrá. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.