Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Tækninýjungar sem bera með sér risavaxna byltingu í samfélögum, 5G farnetið, internet hlutanna og gervi- greind eru meðal viðfangsefna næstu ára í tillögu að nýrri stefnu í fjarskiptum fyrir árin 2019-2033, sem samgöngu- ráðherra hefur lagt fyrir Alþingi. Sett er það mark- mið að Íslend- ingar verði meðal forystuþjóða í hagnýtingu fimmtu kynslóðar farneta, 5G. Í fimm ára fjar- skiptaáætlun, sem lögð var fram samhliða, eru tiltekin verkefni næstu ára um uppbyggingarþörf fastaneta og senda í tengslum við 5G innviði. Endurskoða á kröfur um útbreiðslu farneta, m.a. í ljósi nettengdra tækja og þjónustu sem verði aðgengileg á 5G netum. Segja má að innleiðing 5G teng- inga fyrir fjarskipti sé þegar hafin. Fjarskiptafyrirtækið Ericsson held- ur því fram í nýrri skýrslu að eftir sex ár muni 40% jarðarbúa standa þjónusta á 5G netum til boða. Fjögur stærstu fjarskiptafyrirtæki Banda- ríkjanna hafa lýst yfir að þau muni bjóða 5G þjónustu undir lok þessa árs og á fyrri helmingi næsta árs. Uppboð fjarskiptatíðna fyrir 5G far- net eru hafin í Evrópu og í skýrsl- unni segir að boðið verði upp á fyrstu viðskiptaáskriftir á 5G netum 2019. Farin að smíða búnaðinn ,,Tæknin er að verða stöðluð og fyrirtækin eru farin að smíða bún- aðinn inn á 5G,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjar- skiptastofnunar (PFS). Þetta er hluti af þróun til langs tíma að sögn hans, með fyrri kynslóðum farneta, s.s. 3G og 4G farsímanetunum, en farið er að kalla 4G netið 4,5G net vegna þess að nú þegar er búið að innleiða í þau ýmsa tæknilega getu sem 5G netin eiga að uppfylla. „Þannig að fjarskiptafélögin eru sannarlega byrjuð að skoða þessa tækni og hvernig hægt er að innleiða hana, ekki síst hvaða viðskiptamódel þau geta notað til að hafa upp í þann kostnað sem sannarlega mun leiða af uppbyggingu þessara neta.“ Hafnkell bendir á að með 4G net- inu sem notað er í dag sé þegar búið að leysa tæknileg vandamál varðandi gagnaflutninga á milli internet- tengdra tækja sem fólk notar en með innleiðingu 5G tækninnar sé þróun- inni haldið áfram fyrir allskonar net- tengd tæki og tól. ,,Það er sagt að 5G sé internet hlutanna og þar erum við sem samfélag að fara inn á nýjar brautir.“ Notkunarsvið 5G tækninnar eru nokkur og útfærslurnar ólíkar, m.a. áframhaldandi þróun á sífellt meiri niðurhalshraða tenginga milli tækja í farnetinu og tengingu allskonar int- ernettengdra tækja sem þurfa ekki endilega á mikilli bandbreidd að halda. Að sögn Hrafnkels þarf að setja upp þéttara sendanet fyrir mun hærri tíðnisvið en notuð eru í dag eða upp í allt að 26 gígarið. ,,Vega- lengdin sem sendirinn dregur er mældur í tugum eða örfáum hundr- uðum metra. Það þarf að þétta sendinetið og kannski verða send- arnir settir á ljósastaura,“ segir hann. Sendarnir eru aflminni og skammdrægari en núverandi sendar en geta boðið upp á alveg gríð- arlegan hraða í gagnaflutningum. Hrafnkell á von á að þegar innleið- ing tækninnar fer í gang fyrir alvöru geti hún orðið mjög hröð. ,,Við hjá Póst- og fjarskiptastofnun erum sannarlega byrjuð að huga að tíðni- málunum og það mun ekki standa á því að stjórnvöld muni geta veitt réttar tíðnir fyrir þessar þjónustur. Það þarf að skoða hvernig þjónustur verða útfærðar í þessum netum og allskonar þætti í kringum það, s.s. varðandi sjálfkeyrandi bíla.“ Að sögn hans eru íslensk fjar- skiptafyrirtæki þegar farin að inn- leiða svonefnda Narrowband-IoT tækni, sem nefnd hefur verið létt- bandstækni, fyrir farsímakerfin, sem tengja saman mæla og vökt- unarbúnað fyrir internet hlutanna inn í ákveðið kerfi. ,,Það má því kannski segja að að mörgu leyti séum við bara byrjuð á 5G. Þróun 5G tækninnar sé því í raun og veru þeg- ar farin að síast inn í fjarskiptakerf- ið.“ Innleiðing 5G getur orðið mjög hröð  „Það þarf að þétta sendinetið og kannski verða sendarnir settir á ljósastaura,“ segir forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar  Endurskoða á kröfur um útbreiðslu farneta á næstu fimm árum Morgunblaðið/Golli Innleiðing 5G tenginga Þétta þarf sendinetið fyrir uppbyggingu 5G far- neta og er talið ákjósanlegt að setja senda á ljósastaura með stuttu millibili. Hrafnkell V. Gíslason Fóður með aukefni frá Kína sem ekki hefur hlotið samþykki Evrópu- sambandsins var notað í fiskeldi hér á landi og í dýrafóður í löndum Evr- ópu. Þegar Matvælastofnun fékk til- kynningu frá ESB var búið að nota fóðrið. Ekki þótti ástæða til að grípa til sérstakra ráðstafana enda neyt- endum ekki hætta búin. Aukefnið er B2 vítamín sem fram- leitt er úr erfðabreyttum bakteríum í Kína. Framleiðslan hefur ekki farið í gegn um öryggisprófun heilbrigðis- yfirvalda í Evrópu og því ekki leyfi- legt að nota hana í fóður. Vítamínið er notað sem aukefni í fóður. Tiltölulega lítið magn hefur því áhrif á stóra farma, sennilega yf- ir milljón tonn alls. Stórt fyrirtæki í Hollandi sem blandar saman aukefn- um og selur til fóðurframleiðanda notaði þetta vítamín. Fóðrinu var dreift víða um Evrópu. Þegar málið kom upp voru birgðir innkallaðar. Hingað kom sending frá norska fóðurframleiðandanum Skretting og var fóðrið notað við fiskeldi hjá tveimur fyrirtækjum, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Valgeir Bjarnason fagsviðsstjóri segir að tilkynning hafi nýlega borist um þessar sendingar. Málið hafi ver- ið kannað hjá fyrirtækjunum og þá komið í ljós að búið væri að gefa fóðr- ið og nýjar sendingar komnar þannig að engar birgðir voru til. Annað hafi ekki verið hægt að gera. Ekki lagagildi hér Valgeir segir ekki hægt að full- yrða um hættuna af þessum aukefn- um þar sem prófanir hafi ekki farið fram. Hann segir að það dragi úr hættunni að fóðrið hafi verið með- höndlað í fóðurverksmiðjunni. Þá sé fóðrið búið að fara í gegnum fiskinn og skolast út. Telji Matvælastofnun fátt hægt að gera, úr því sem komið var, enda neytendum ekki hætta búin. Valgeir bætir því við að umrætt aukefni sé bannað í Evrópusam- bandinu með vísan til reglugerða um erfðabreytt fóður og matvæli. Reglu- gerðirnar hafi ekki verið innleiddar hér og því hæpinn lagagrundvöllur til aðgerða á grundvelli þeirra. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíar Óprófuðu aukefnin reyndust vera í fiskeldisfóðri frá Skretting. Ósamþykkt auk- efni í fiskeldisfóðri  Ekki talin ástæða til aðgerða TINDUR FÆST NÚ Í SNEIÐUM „Ég tel að fjarskiptafélögin séu með nægjanlegar tíðniheimildir þannig að þau geta farið af stað með þær prófanir sem þau vilja ráðast í og það mun ekki standa á okkur að útvega tilraunaleyfi og annað sem þarf til að fara út í prófanir. Ef fjarskiptafélögin vilja að við úthlutum frekari tíðni- sviðum varðandi 5G þá munum við einfaldlega fara í það verkefni. Það mun ekki standa á okkur,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS. Annað stórverkefni í fjarskiptamálum er að ljúka ljósleiðaratengingu um landið þannig að allir landsmenn geti notið a.m.k. 100 Mbit/sek. fastanetstengingar innan fárra ára. Í dag njóta um 50% þjóðarinnar þess að hafa ljósleiðaratengingu, að sögn Hrafnkels. „Ekki mun standa á okkur“ ÚTHLUTUN FREKARI TÍÐNISVIÐA FYRIR 5G-VÆÐINGUNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.