Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Friðrik Jónsson og fjölskylda hafa
tileinkað sér jólasiði frá ýmsum lönd-
um. Hann gantast með það að fyrir
vikið hefjist jólahaldið í raun í lok
nóvember, með þakkargjörðarhátíð-
inni, og ljúki ekki fyrr en á þrett-
ándanum. „Og ef ég tími ekki að taka
jólatréð niður á réttum tíma er freist-
andi að segjast ætla að halda jólin
líka hátíðleg að hætti rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunnar,“ bætir Friðrik
við.
Þetta alþjóðlega jólahald er komið
til af því að Friðrik og fjölskylda hafa
búið víða. Friðrik og kona hans, Elín-
borg Þóra Þorbergsdóttir, stunduðu
nám bæði í Þýskalandi og Belgíu, og
hefur hann starfað m.a. hjá Alþjóða-
bankanum í Washington, hjá sendi-
ráðum Íslands í sömu borg og Kaup-
mannahöfn, og hjá NATO og
Sameinuðu þjóðunum í Afganistan. Í
dag er hann fulltrúi Íslands í her-
málanefnd Atlantshafsbandalagsins
og búsettur í Brussel.
„Við höfum haldið jólin í Þýska-
landi, Belgíu, Bandaríkjunum, Dan-
mörku – og næstum því í Kabúl,“ seg-
ir Friðrik en í dag eru eldri börnin
þrjú flogin úr hreiðrinu (og tvö
barnabörn hafa bæst við) svo að að-
eins eru eftir á heimilinu Friðrik og
Elínborg, yngsti sonur þeirra, Frið-
rik Þór, sem er á táningsaldri, auk
hundanna Bjarts og Skugga.
Með ótal jólasveina
Friðrik minnist þess hvernig það
kom sér einkar vel fyrir börnin að fá
að upplifa fleiri jólasiði en bara þá ís-
lensku. „Öll fengu þau í skóinn þrett-
án nætur fyrir jól og íslensku jóla-
sveinarnir voru mjög séðir með að
geta komið einhverjum litlum glaðn-
ingi til skila hvar í heiminum sem var.
Svo bættist við gjöf frá þýska jóla-
sveininum, á degi heilags Nikulásar
6. desember, og í Bandaríkjunum
fengu þau að opna pakkana degi fyrr
en skólafélagarnir, að kvöldi 24. des-
ember frekar en að morgni jóladags.“
Íslendingar búsettir erlendis
reyna oft að gæta þess að börnin
þeirra haldi íslensku jólasveinunum
leyndum, og freistaði Friðrik þess
líka að koma í veg fyrir að sögur af
Stekkjastaur og bræðrum hans
myndu kvisast út. „En einhvern veg-
inn fréttist samt alltaf af þessum við-
bótargjöfum og voru börnin mikið öf-
unduð af því að fá í skóinn til viðbótar
við allt hitt.“
Friðriki leiðist greinilega ekki að
hafa fjölbreytt og alþjóðlegt jólahald,
enda mikið jólabarn. „Það eru minni-
háttar deilur á milli mín og konunnar
um það hvenær ég má setja upp jóla-
tréð og helst vil ég að það sé komið
upp á þakkargjörðardag sem henni
þykir fullsnemmt. Ef hún slysast til
að fara í ferðalag um þetta leyti er ég
vís til að nota tækifærið til að setja
upp tréð á meðan og nú veit ég t.d. að
hún þarf að bregða sér af bæ strax í
byrjun desember svo ég mun sæta
færis!“
Allra þjóða jólamatur
Meðal þeirra hefða sem Friðrik vill
helst ekki sleppa er að heimsækja
jólamarkað af þýsku gerðinni: „Að fá
gott bratwurst og pretzel, hvað þá
sykurristaðar möndlur, og finna ilm-
inn af glühwein, segir mér að jólin
séu alveg að koma,“ útskýrir hann og
bætir við að þýskar jólasmákökur,
lebkuchen, séu einnig hið mesta lost-
æti.
„Af Dönunum lærðum við að bjóða
upp á julefrokost, elda jólaönd eða
jólagæs, og höldum að sjálfsögðu upp
á dansk-íslenskar hefðir í jólamat
eins og hamborgarhrygg, bayonne-
skinku, purusteik og ris a’lamande.
Við höfum að vísu aldrei komist al-
mennilega á bragðið með kirsuberja-
sósuna og gerum í staðinn karamellu-
rjómasósu með eftirréttinum, að
hætti mömmu.“
Af bandarískum jólamat heldur
Friðrik hvað mest upp á spíralskorna
skinku til viðbótar við kalkúninn.
„Bandaríska skinkan er í ætt við bay-
onne-skinkuna, og er keypt forelduð
og hringskorin í fínar sneiðar. Þarf
bara að hita steikina upp í ofni, og
bera á hana púðursykurbráð sem
bragðbætir kjötið. Kalkúninum vilj-
um við heldur ekki sleppa, reynum að
elda hann á þakkargjörðardag og
stundum á gamlársdag.“
Leitar uppi rjúpur
Svo þarf vitaskuld líka að halda í
íslensku hefðirnar og vill Friðrik
helst af öllu hafa villibráð í matinn á
aðfangadag. „Aðalatriðið er að fá
rjúpur að heiman, en ef íslenskar
rjúpur eru ekki fáanlegar má stund-
um finna sérstakar verslanir sem
sérhæfa sig í villibráð – nema í Am-
eríku þar sem er tómt vesen að leita
að villibráð til sölu.“
Friðrik hefur gaman af að vera í
eldhúsinu, og nýtur sín í jólaveislum
með vinum, ættingjum og kollegum.
Hann hefur það t.d. fyrir sið að bjóða
nokkrum erlendum samstarfs-
félögum sínum í mat á Þorláksmessu.
„Þá búum við til graflax, reiðum fram
bæði hefðbundið og tvíreykt hangi-
kjöt með uppstúf og Ora grænum
baunum, grafið lamb og laufabrauð,
að ógleymdu malti og appelsíni. Gest-
irnir kveðja pakksaddir og vel kátir
eftir máltíðina.“
Loðbörnin Bjartur og Skuggi taka líka þátt í jólahaldinu. Hefðir Helst verður að vera rjúpa í matinn á aðfangadag. Stuð Friðrik og sonur inn Kristján skemmta á jólaballi í BNA.
Alþjóðleg jól á heimili diplómatans
Börn Friðriks Jónssonar og Elínborgar Þorbergsdóttur voru öfunduð af skólafélögum sínum í
útlöndum Þau fengu bæði bandaríska og þýska jólasveininn í heimsókn auk þeirra íslensku
Hátíðarskap Friðrik eldri, Friðrik yngri og Elínborg taka sig vel út í litríkum jólafatnaði fjölskyldunnar.
Metnaður Friðrik galdrar fram
allra þjóða kræsingar.
Lífstíðarábyrgð
Allar Canada Goose dúnúlpur eru framleiddar úr bestu
fáanlegu hráefnum á vistvænan hátt. Okkar verð er
sambærilegt eða betra en í flestum öðrum löndum.
CANADA GOOSE FÆST Í NORDIC STORE LÆKJARGÖTU
www.nordicstore.is
Opið kl . 9 -22 alla daga
C
a
n
a
d
a
G
o
o
se
L
a
n
g
fo
rd
P
a
rk
a
k
r.
11
9
.9
9
0