Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Friðrik Jónsson og fjölskylda hafa tileinkað sér jólasiði frá ýmsum lönd- um. Hann gantast með það að fyrir vikið hefjist jólahaldið í raun í lok nóvember, með þakkargjörðarhátíð- inni, og ljúki ekki fyrr en á þrett- ándanum. „Og ef ég tími ekki að taka jólatréð niður á réttum tíma er freist- andi að segjast ætla að halda jólin líka hátíðleg að hætti rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar,“ bætir Friðrik við. Þetta alþjóðlega jólahald er komið til af því að Friðrik og fjölskylda hafa búið víða. Friðrik og kona hans, Elín- borg Þóra Þorbergsdóttir, stunduðu nám bæði í Þýskalandi og Belgíu, og hefur hann starfað m.a. hjá Alþjóða- bankanum í Washington, hjá sendi- ráðum Íslands í sömu borg og Kaup- mannahöfn, og hjá NATO og Sameinuðu þjóðunum í Afganistan. Í dag er hann fulltrúi Íslands í her- málanefnd Atlantshafsbandalagsins og búsettur í Brussel. „Við höfum haldið jólin í Þýska- landi, Belgíu, Bandaríkjunum, Dan- mörku – og næstum því í Kabúl,“ seg- ir Friðrik en í dag eru eldri börnin þrjú flogin úr hreiðrinu (og tvö barnabörn hafa bæst við) svo að að- eins eru eftir á heimilinu Friðrik og Elínborg, yngsti sonur þeirra, Frið- rik Þór, sem er á táningsaldri, auk hundanna Bjarts og Skugga. Með ótal jólasveina Friðrik minnist þess hvernig það kom sér einkar vel fyrir börnin að fá að upplifa fleiri jólasiði en bara þá ís- lensku. „Öll fengu þau í skóinn þrett- án nætur fyrir jól og íslensku jóla- sveinarnir voru mjög séðir með að geta komið einhverjum litlum glaðn- ingi til skila hvar í heiminum sem var. Svo bættist við gjöf frá þýska jóla- sveininum, á degi heilags Nikulásar 6. desember, og í Bandaríkjunum fengu þau að opna pakkana degi fyrr en skólafélagarnir, að kvöldi 24. des- ember frekar en að morgni jóladags.“ Íslendingar búsettir erlendis reyna oft að gæta þess að börnin þeirra haldi íslensku jólasveinunum leyndum, og freistaði Friðrik þess líka að koma í veg fyrir að sögur af Stekkjastaur og bræðrum hans myndu kvisast út. „En einhvern veg- inn fréttist samt alltaf af þessum við- bótargjöfum og voru börnin mikið öf- unduð af því að fá í skóinn til viðbótar við allt hitt.“ Friðriki leiðist greinilega ekki að hafa fjölbreytt og alþjóðlegt jólahald, enda mikið jólabarn. „Það eru minni- háttar deilur á milli mín og konunnar um það hvenær ég má setja upp jóla- tréð og helst vil ég að það sé komið upp á þakkargjörðardag sem henni þykir fullsnemmt. Ef hún slysast til að fara í ferðalag um þetta leyti er ég vís til að nota tækifærið til að setja upp tréð á meðan og nú veit ég t.d. að hún þarf að bregða sér af bæ strax í byrjun desember svo ég mun sæta færis!“ Allra þjóða jólamatur Meðal þeirra hefða sem Friðrik vill helst ekki sleppa er að heimsækja jólamarkað af þýsku gerðinni: „Að fá gott bratwurst og pretzel, hvað þá sykurristaðar möndlur, og finna ilm- inn af glühwein, segir mér að jólin séu alveg að koma,“ útskýrir hann og bætir við að þýskar jólasmákökur, lebkuchen, séu einnig hið mesta lost- æti. „Af Dönunum lærðum við að bjóða upp á julefrokost, elda jólaönd eða jólagæs, og höldum að sjálfsögðu upp á dansk-íslenskar hefðir í jólamat eins og hamborgarhrygg, bayonne- skinku, purusteik og ris a’lamande. Við höfum að vísu aldrei komist al- mennilega á bragðið með kirsuberja- sósuna og gerum í staðinn karamellu- rjómasósu með eftirréttinum, að hætti mömmu.“ Af bandarískum jólamat heldur Friðrik hvað mest upp á spíralskorna skinku til viðbótar við kalkúninn. „Bandaríska skinkan er í ætt við bay- onne-skinkuna, og er keypt forelduð og hringskorin í fínar sneiðar. Þarf bara að hita steikina upp í ofni, og bera á hana púðursykurbráð sem bragðbætir kjötið. Kalkúninum vilj- um við heldur ekki sleppa, reynum að elda hann á þakkargjörðardag og stundum á gamlársdag.“ Leitar uppi rjúpur Svo þarf vitaskuld líka að halda í íslensku hefðirnar og vill Friðrik helst af öllu hafa villibráð í matinn á aðfangadag. „Aðalatriðið er að fá rjúpur að heiman, en ef íslenskar rjúpur eru ekki fáanlegar má stund- um finna sérstakar verslanir sem sérhæfa sig í villibráð – nema í Am- eríku þar sem er tómt vesen að leita að villibráð til sölu.“ Friðrik hefur gaman af að vera í eldhúsinu, og nýtur sín í jólaveislum með vinum, ættingjum og kollegum. Hann hefur það t.d. fyrir sið að bjóða nokkrum erlendum samstarfs- félögum sínum í mat á Þorláksmessu. „Þá búum við til graflax, reiðum fram bæði hefðbundið og tvíreykt hangi- kjöt með uppstúf og Ora grænum baunum, grafið lamb og laufabrauð, að ógleymdu malti og appelsíni. Gest- irnir kveðja pakksaddir og vel kátir eftir máltíðina.“ Loðbörnin Bjartur og Skuggi taka líka þátt í jólahaldinu. Hefðir Helst verður að vera rjúpa í matinn á aðfangadag. Stuð Friðrik og sonur inn Kristján skemmta á jólaballi í BNA. Alþjóðleg jól á heimili diplómatans  Börn Friðriks Jónssonar og Elínborgar Þorbergsdóttur voru öfunduð af skólafélögum sínum í útlöndum  Þau fengu bæði bandaríska og þýska jólasveininn í heimsókn auk þeirra íslensku Hátíðarskap Friðrik eldri, Friðrik yngri og Elínborg taka sig vel út í litríkum jólafatnaði fjölskyldunnar. Metnaður Friðrik galdrar fram allra þjóða kræsingar. Lífstíðarábyrgð Allar Canada Goose dúnúlpur eru framleiddar úr bestu fáanlegu hráefnum á vistvænan hátt. Okkar verð er sambærilegt eða betra en í flestum öðrum löndum. CANADA GOOSE FÆST Í NORDIC STORE LÆKJARGÖTU www.nordicstore.is Opið kl . 9 -22 alla daga C a n a d a G o o se L a n g fo rd P a rk a k r. 11 9 .9 9 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.