Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Fasteignaþróunarfélagið Festir áformar að hefja uppbyggingu á Héðinsreit á næsta ári. Róbert Aron Róbertsson, fram- kvæmdastjóri Festis, segir verkefnið á lokametrunum í skipulagsferlinu. „Við vonumst til að þessu ferli með borginni ljúki á næstu vikum. Þá færi nýja skipulagið í auglýsingu. Síðan tekur við athuga- semdafrestur en svo ræðst fram- haldið af því hve- nær þeim kafla lýkur. Ég sé fyrir mér að við getum hafið framkvæmd- ir næsta sumar,“ segir Róbert Aron, sem telur raunhæft að upp- byggingin taki fimm ár. Samkvæmt því gæti reiturinn verið fullbyggður 2023. Alls um 20 þúsund fermetrar Héðinsreitur skiptist í tvo hluta, Seljaveg 2 og Vesturgötu 64. Festir, ásamt Mannverki, á Vesturgötu 64. Sá reitur afmarkast af Mýrargötu, Ána- naustum og Vesturgötu. Þar áformar Festir að byggja 230 íbúðir. Bygg- ingarmagnið ofanjarðar er um 20 þús- und fermetrar. Þá verður byggður bílakjallari undir allan reitinn. Bygg- ingarnar munu liggja meðfram ofan- greindum götum með uppbroti og inn- görðum, ásamt ýmsum gönguleiðum í gegn sem tengja reitinn við Vestur- bæinn og Grandann. Róbert Aron segir aðspurður að uppbyggingin verði líklega í áföngum. Á reitnum Seljavegur 2 verða byggðar 100 íbúðir og innréttað 153 herbergja CenterHotel. Það verður m.a. í uppgerðum byggingum við Seljaveg. Sameiginlegur bílakjallari verður undir reitunum tveimur, Selja- vegi 2 og Vesturgötu 64. Samtals verða því 330 íbúðir á reitn- um. Með því verður reiturinn til dæmis höfum neitt á móti því en við ætlum hins vegar að vera með fallegar, hagkvæmar íbúðir. Við höfum gert talsverðar rannsóknir á þessum mark- aði og erum svolítið að horfa á þessi nýju verkefni, hvort sem það er RÚV- reiturinn eða Valssvæðið. Við erum ekki að horfa á þetta sem miðborgar- verkefni, heldur sem fallegt hverfi í Vesturbænum. Við viljum reyna að höfða til sem flestra og þá þýðir ekkert að vera með verð sem er mikið hærra en gengur og gerist,“ segir Róbert Aron. Styrki almenningssamgöngur Hann segir aðspurður að bílastæði muni ekki fylgja öllum íbúðum. Með því sé komið til móts við sjónarmið borgarinnar sem vill með þessum hætti auka veg almenningssam- gangna. Hollenska arkitektastofan Jvant- spijker fer með hönnun Vesturgötu 64. Stofan gerði frumdrög að háhýsum á reitnum en síðan hefur verkefnið þróast. Meðal annars hafa Festir og Mannverk fallið frá hugmyndum um hótel á reitnum. Við sjóinn Nýjasta tillagan gerir ráð fyrir samtengdum húsum með þjónustu á jarðhæð. Teikning/Jvantspijker Áform Byggingar á vegum Festis eru merktar með hvítu. Á gráskyggða svæðinu verða 100 íbúðir og hótel. Reiturinn byggður upp í áföngum  Festir áformar að hefja framkvæmdir við 230 íbúðir á næsta ári  Skipulagsvinnu er að ljúka  Þær verða fyrir breiðan hóp  Jafnframt verða 100 íbúðir byggðar á aðliggjandi byggingarreit Teikning/Jvantspijker Við sjóinn Frá efstu hæðunum verður óhindrað útsýni út á sundin. Róbert Aron Róbertsson Teikningar/Jvantspijker Fyrri drög Á fyrri stigum voru gerð drög að háhýsum á reitnum. Fallið var frá þeim áformum. um 50% stærri í íbúðum talið en Skuggahverfið og 10% stærri en áformaður Kirkjusandsreitur. Rétt að áfangaskipta „Þetta er risaverkefni. Þetta er stór reitur og margt sem mælir með því að skipta þessu niður í áfanga,“ segir Ró- bert Aron. Hann bendir svo á að ekki sé æskilegt að allar íbúðirnar á reit- unum tveimur, á fjórða hundrað, komi á markaðinn á sama tíma. Slíkt gæti enda stuðlað að offramboði. Hann segir aðspurður að meðal- stærð íbúðanna verði 80-90 fermetrar. Skipting íbúða eftir herbergjafjölda liggi ekki fyrir. Íbúðirnar verði ætl- aðar breiðum kaupendahópi. „Við erum ekki að horfa til þess að vera með lúxusvöru. Ef ég get orðað það þannig. Það er ekki svo að við 2017 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.