Morgunblaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Forsætisnefnd Alþingis mun taka
fyrir ummæli þingmanna Miðflokks-
ins og Flokks fólksins á Klaustri bar
á næsta fundi sínum á mánudaginn.
Stundin og DV hafa unnið fréttir úr
ummælum þingmannanna sem náð-
ust á upptöku. Á upptökunni heyrist
í Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, og
þremur öðrum þingmönnum Mið-
flokksins, þeim Gunnari Braga
Sveinssyni, Bergþóri Ólasyni og
Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, ásamt
þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi
Ísleifsyni, þingmönnum Flokks
fólksins, fara m.a. með afar niðrandi
ummæli í garð fjölda þingkvenna.
„Ég er búinn að fá tölvupóst með
þessari beiðni og málið verður á dag-
skrá í forsætisnefnd á mánudag og
þá væntanlega allt sem því tengist,“
segir Steingrímur J. Sigfússon, for-
seti Alþingis, í samtali við mbl.is um
beiðni þingmanna um að siðanefnd
fjalli um mál er varðar niðrandi um-
mæli þingmannahóps sem hefur ver-
ið til umfjöllunar í fjölmiðlum.
Níu þingmenn úr röðum Samfylk-
ingarinnar, Viðreisnar, Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs og Pí-
rata óskuðu í gær eftir því að
forsætisnefnd tæki upp mál er varð-
ar ljót og niðrandi ummæli þing-
mannanna sem fjallað hefur verið
ítarlega um í fjölmiðlum síðasta
sólarhring.
Steingrímur segir að til að byrja
með komi málið inn á borð forsætis-
nefndar, sem skoði málið og ákveði í
framhaldinu hvort það sé þess eðlis
að ákveðið verði að vísa því til siða-
nefndar.
Steingrímur sagði sjálfur í gær að
orðbragðið hjá þingmönnum á barn-
um Klaustri væri „óviðeigandi,
óverjandi og óafsakanlegt“ og væri
hörmung að horfa upp á. Hann vildi í
gær gefa þingmönnunum tækifæri
til að líta í eigin barm og meta hvort
þeir ættu að segja af sér áður en
hann tjáði sig um það.
Hópur kvenna á þingi kom saman
í hádeginu í gær til að ræða um-
mælin. Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins og varaformaður þingflokksins,
sagði í samtali við mbl.is að konur úr
öllum þingflokkum myndu líklegast
sækja fundinn.
Bíður með afsagnir þar til eftir
niðurstöðu forsætisnefndar
„Siðferðiskennd manna er sannar-
lega mismunandi og hvort þeir axli
pólitíska eða siðferðilega ábyrgð er
undir þeim komið,“ segir Inga Sæ-
land, formaður Flokks fólksins, um
þingmenn Miðflokksins og Flokks
fólksins. Á upptökum þingmannanna
er meðal annars talað mjög niðrandi
um Ingu Sæland.
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður
Flokks fólksins, og Bergþór Ólason
báðu Ingu Sæland afsökunar á um-
mælum sínum.
Í gærkvöld sendi stjórn Flokks
fólksins frá sér tilkynningu þar sem
þess er krafist að Ólafur Ísleifsson
og Karl Gauti Hjaltason segi af sér
þingmennsku og öðrum trúnaðar-
störfum fyrir flokkinn. Þar kom jafn-
framt fram að stjórn flokksins kæmi
aftur saman í dag klukkan 14 þar
sem ákvörðun um næstu skref yrði
tekin.
Úrsagnir úr Miðflokknum
Fjórar úrsagnir höfðu borist Mið-
flokknum í gær, að sögn Jóns Pét-
urssonar, aðstoðarmanns formanns
Miðflokksins. Þá hefur Vilborg Han-
sen, sem gegnt hefur varamennsku í
bankaráði Seðlabankans fyrir hönd
Miðflokksins, sagt sig úr flokknum
og bankaráði. Umræddir fjórir þing-
menn Miðflokksins sendu frá sér af-
sökunarbeiðni vegna ummæla sinna
í gær. „Við fjórir þingmenn Mið-
flokksins sem sátum á hótelbarnum
Klaustri í liðinni viku viljum biðja þá
sem farið var ónærgætnum orðum
um í þeim einkasamtölum sem þar
fóru fram einlæglegrar afsökunar.
Það var ekki ætlun okkar að meiða
neinn og ljóst má vera að sá talsmáti
sem þarna var á köflum viðhafður er
óafsakanlegur. Við einsetjum okkur
að læra af þessu og munum leitast
við að sýna kurteisi og virðingu fyrir
samferðarfólki okkar. Jafnframt
biðjum við flokksmenn Miðflokksins
og fjölskyldur okkar afsökunar á að
hafa gengið fram með þessum
hætti,“ segir í undirritaðri yfirlýs-
ingu þingmannanna.
Þá birti DV hluta af hljóðupptök-
unni í gær þar sem þingmennirnir
gera meðal annars grín að fyrrver-
andi þingkonunni Freyju Haralds-
dóttur með því að herma eftir sel.
Eiga að taka pokann sinn
„Þetta er það sem má almennt
kalla hatursorðræðu, sem er ólíð-
andi, og kjörnir fulltrúar eiga að
taka pokann sinn ef þeir haga sér
svona,“ segir Bryndís Snæbjörns-
dóttir, formaður Landssamtakanna
Þroskahjálpar, um hegðun þing-
manna sem gerðu grín að Freyju
Haraldsdóttur.
„Mér finnst það mjög alvarlegt
mál að kjörnir fulltrúar okkar skuli
haga sér svona. Freyja Haralds-
dóttir hefur aldeilis fengið að heyra
það í gegnum tíðina frá virkum í at-
hugasemdum og kannski er það
meðal annars þess vegna að þing-
menn leyfa sér að tala svona. Hvers
getum við þá ætlast til af almenn-
ingi?“ spyr Bryndís, sem var auð-
heyranlega hneyksluð yfir háttsemi
þingmannanna.
Framhaldið í höndum
forsætisnefndar Alþingis
Hörð viðbrögð við ummælum þingmanna úr Miðflokknum og Flokki fólksins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sameiginleg yfirlýsing Oddný G. Harðardóttir, Inga Sæland og Silja Dögg Gunnarsdóttir lásu sameiginlega yfir-
lýsingu í Alþingishúsinu í kjölfar ummæla um þær, en þær voru allar nafngreindar á hljóðupptökunum.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Gunnar Bragi
Sveinsson
Bergþór
Ólason
Anna Kolbrún
Árnadóttir
Ólafur
Ísleifsson
Karl Gauti
Hjaltason
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Spurður hvort fólk megi búast við
því að vera hljóðritað á opinberum
vettvangi segir lögmaðurinn Hörð-
ur Helgi Helgason að það fari eftir
því í hvaða tilgangi það sé gert.
„Tilgangurinn er meginstefið í nýju
persónuverndar-
lögunum, sem
skerpa mikið á
því að ávallt þurfi
að vera lögmæt-
ur, skýr og yfir-
lýstur tilgangur
fyrir allri vinnslu
persónuupplýs-
inga,“ segir
Hörður Helgi og
bendir á að í
þessu tilviki sé
tilgangurinn „fjölmiðlun“ sem komi
til skoðunar.
„Svarið við því hvort það er heim-
ilt að vinna með upptökur, í hljóði
eða mynd, af einhverjum að
skemmta sér niðri í bæ, ræðst af til-
ganginum. Maður sér ekki fyrir sér
að það sé neinn augljós tilgangur
með að vinna með slíkar upptökur
nema í einhverjum einstökum af-
mörkuðum tilvikum, eins og til
dæmis þetta, þegar þjóðþekktir ein-
staklingar eru að ræða á almanna-
færi um einhver mál sem má halda
fram að kunni að eiga erindi inn í
þjóðmálaumræðuna, þá kemur til
skoðunar sá tilgangur að slíkt sé
gert í þágu fjölmiðlunar.“
Þjóðþekktir einstaklingar
Spurður hvort það skipti ein-
hverju máli að hér sé um opinberar
persónur að ræða segir Hörður
Helgi það vissulega eitt af því sem
komi til greina. „Þetta eru þjóð-
þekktir einstaklingar að tala um at-
riði sem eru rök með því að eigi er-
indi til almennings. Þarna vegur á
móti að einhvers staðar hljótum við
að draga línuna og segja að menn
eigi einkalíf. Það getur ekki verið
þannig að ef menn taka þátt í þjóð-
félagslegri umræðu eða bjóða sig
fram til Alþingis þá eigi þeir þar
með ekkert einkalíf. Við erum að
eiga við það að þarna er verið að
fara skrefinu lengra með að sneiða
meira að einkalífi en við höfum
hingað til gert. Menn hafa kannski
talið sig geta fengið að vera í friði
sitjandi einir saman að einhverju
spjalli.“
Tilgang-
ur skipt-
ir máli
Hörður Helgi
Helgason
Hljóðritun á op-
inberum vettvangi
Hin árlega þingmannaveisla forseta
Íslands var haldin á Bessastöðum í
gærkvöldi. Um er að ræða kvöld-
verðarboð forsetahjóna Íslands fyrir
alþingismenn og maka þeirra. Hófst
boðið klukkan 18.30 en áður höfðu
þingmenn sótt móttöku í skála Al-
þingis þar sem fyrrverandi þing-
mönnum var líka boðið.
Veislan var að þessu sinni haldin í
skugga umdeildra ummæla sem féllu
á veitingastaðnum Klaustri og greint
hefur verið frá í fjölmiðlum. Það mál
hindraði ekki þingmenn í að sækja
veisluna og tíndust þeir inn hver á
fætur öðrum í hávaðaroki í gær-
kvöld.
Þingmenn sóttu kvöld-
verðarboð á Bessastöðum
Árleg þingmannaveisla forseta Íslands haldin í gærkvöldi
Morgunblaðið/Hari
Á Bessastöðum Ólafur Ísleifsson,
þingmaður Flokks fólksins.
Morgunblaðið/Hari
Veisla Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Miðflokksins.