Morgunblaðið - 30.11.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 30.11.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útlit er fyrir að framkvæmdir við veginn um Berufjarðarbotn á Aust- fjörðum dragist fram á vor. Þetta er síðasti malarkaflinn á hringveginum og því verður hann ekki að fullu kominn á bundið slitlag fyrr en fram- kvæmdum lýkur. Lagning og endurgerð nýs vegar um Berufjarðarbotn nær til um fimm kílómetra kafla. Mesta fram- kvæmdin er nýbygging vegar og brúar um sjávarvog. Framkvæmdin er langt komin. Brúin er tilbúin og slitlag komið á stóran hluta vegarins. Hins vegar hafa orðið tafir vegna óvænts sigs í vegfyllingunni yfir ál- inn í vognum norðanverðum. Vegagerðin hefur brugðist við með því að láta verktakann aka sí- fellt meira fyllingarefni og fargi á veginn og er búið að taka meira magn úr Svartagilsnámu en gert var ráð fyrir í umhverfismati og fram- kvæmdaleyfi. Vegagerðin óskaði eft- ir framkvæmdaleyfi hjá Djúpavogs- hreppi til að taka meira efni úr námunni. Sveitarstjórn taldi álita- mál hvort notkun námunnar sam- rýmdist gildandi aðalskipulagi og bannaði frekara efnisnám þar og annars staðar. Ræða við Skipulagsstofnun Sigurþór Guðmundsson verkefnis- stjóri segir að þá hafi ekki annað ver- ið að gera en að stöðva verkið. Hann segir að tiltölulega lítið sé eftir af verkinu. Duga myndi að fá leyfi til að taka 10 þúsund rúmmetra til við- bótar til að ná fyllingunni í rétta hæð og fá efni í farg ofan á til að flýta skammtímasigi. Sveitarstjórn beindi þeim tilmæl- um til Vegagerðarinnar að breyting- ar á framkvæmdinni yrðu bornar undir Skipulagsstofnun og óskað eft- ir ákvörðun stofnunarinnar um matsskyldu þeirra. Sigurþór segir að það mál sé nú í vinnslu. Kostnaðaráætlun fyrir lagningu vegarins hljóðaði upp á um 1.300 milljónir króna en Sigurþór segir að búast megi við að sigið valdi 200 milljóna króna aukakostnaði. Ætlunin var að taka veginn í notk- un 1. september síðastliðinn en Sigurþór telur ljóst að það dragist til vors. Erfitt geti orðið að vinna við fyllingar og klæðningu vegarins í vetur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nýi og gamli Umferðinni um Berufjarðarbotn er beint á gamla veginn sem er úr sér genginn. Vegfarendur verða að láta hann duga í vetur. Nýi vegurinn er gerður samkvæmt nútímakröfum en vegna sigs náðist ekki að klára hann. Umferðin fer um gamla veginn fram á vor  Tafir á lagningu nýs vegar um Berufjarðarbotn vegna sigs Amnesty International ýtir árlegri herferð úr vör í dag kl. 17 við Hall- grímskirkju með gagnvirkri ljósa- innsetningu er nefnist „Lýstu upp myrkrið“. Eliza Reid forsetafrú opnar ljósainnsetninguna formlega. Tilgangurinn er að vekja athygli á undirskriftaherferð Amnesty Int- ernational, Bréf til bjargar lífi, sem í ár er helguð tíu baráttukonum fyrir mannréttindum um heim allan sem sæta grófum mannréttinda- brotum. Hægt er að skrifa undir öll málin 10 á www.amnesty.is. Myrkrið lýst upp í dag við Hallgrímskirkju Ljósmynd/Amnesty Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Nóvemberveiðum á hreinkúm lauk 20. nóvember og náðist að veiða upp í öll leyfin nema eitt. Leyft var að veiða 40 hreinkýr á svæði 8, sem nær yfir Lónið og Nes í Hornafirði. „Það snjóaði rétt um mánaðamót október og nóvember og þá komu dýr niður, en menn töluðu um að þeir hefðu viljað sjá fleiri dýr. Fannst ekki vera mikið úrval. Tíðin var góð og lík- lega enn dýr til fjalla. Veiðimenn fara ekki mikið til fjalla á þessum árs- tíma,“ sagði Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum, sem heldur utan um hreindýraveiðarnar. Hann sagði það hafa gilt um veið- arnar nú líkt og oft áður að of margir veiðimenn hafi dregið það að fara til veiða fyrr en í síðustu lög. Með nóvemberveiðinni lauk hrein- dýraveiðum ársins. Kvótinn á þessu ári var 1.450 dýr og tókst að ná þeim öllum nema 65 dýrum sem leyfi voru fyrir. Alls voru því felld 1.385 hrein- dýr á árinu. Í fyrra gengu af 11 hrein- dýr. gudni@mbl.is Hreindýraveiðum er lokið í ár  Felld voru 1.385 hreindýr  Ekki náðist að fella 65 dýr Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hreintarfur Þessi tarfur var nýlega sunnan við Hvalnesskriður að safna kröftum eftir annasaman fengitíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.