Morgunblaðið - 30.11.2018, Qupperneq 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2018
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar
Kristín Heimisdóttir, tannlæknir og lektor við tannlæknadeildHáskóla Íslands, á 50 ára afmæli í dag. Hún er tannréttinga-sérfræðingur og er með eigin stofu í Valhöll og hefur yfirum-
sjón með tannréttingum í tannlæknanáminu. Hún var formaður Tann-
réttingafélagsins 2006-2013 og formaður Tannlæknafélagsins
2012-2015.
„Fyrir þremur árum kúventi ég í lífinu þegar við hjónin keyptum
bóndabæinn Hjarðartún sem er í bakgarði Hvolsvallar og er stoltust
af því í dag að vera smali. Ég fer á fjall á hverju hausti með Rangvell-
ingum í Laufaleitir og fór úr þessu félagsmálastússi yfir í að vera
hrossabóndi en við eigum um 60 hross. Það eru einungis tíu ár síðan
ég eignaðist minn fyrsta hnakk svo ég er ekki alin upp í hesta-
mennsku,“ segir Kristín aðspurð.
Hún er þó ekki alveg hætt í félagsmálunum því hún er stjórnar-
formaður Lýðheilsusjóðs og situr í stjórn Hollvinasamtaka MR og er í
stjórn Nemendasambandsins sem heldur utan um júbílantaböll MR.
„Ég er svo mikill MR-ingur. Við hjónin lifum sem sagt tvöföldu lífi, bú-
um í bænum þegar við erum að vinna en erum alltaf í sveitinni þess á
milli. Lífið er í sveitinni.“
Eiginmaður Kristínar er Bjarni Elvar Pétursson, prófessor og
deildarforseti tannlæknadeildar HÍ. Börn þeirra eru Gréta Rut
tannlæknanemi, Heimir kvikmyndagerðarmaður og Tryggvi nemi í
Laugalækjarskóla.
Kristín verður í faðmi fjölskyldunnar í dag en hún hélt upp á af-
mælið í október með því að ferðast með vinkonum sínum. „Við sigld-
um um Miðjarðarhafið og skoðuðum m.a. uppgröft í Pompeii og Her-
kúlaneum á Ítalíu.
Hestakonan Kristín að ríða fjörurnar á Snæfellsnesi á uppáhalds-
hestinum sínum, Ófeigssyninum Kiljan.
Er stoltust af því
að vera smali
Kristín Heimisdóttir er fimmtug í dag
G
uðmundur Jóelsson
fæddist í Reykjavík
30.11. 1948 en ólst upp
í Garði og Sandgerði.
Hann varð gagnfræð-
ingur frá Gaggó Aust 1965, lauk
samvinnuskólaprófi frá Bifröst
1967, hóf nám í endurskoðun haust-
ið 1969, hjá Geir Geirssyni, lögg.
endurskoðanda, og hlaut löggild-
ingu sem endurskoðandi vorið 1975.
Guðmundur var skrifstofumaður
hjá Olíufélaginu hf. 1967-68, starfs-
maður Ríkisábyrgðasjóðs 1969,
starfaði á endurskoðunarskrifstofu
SÍS 1969-74 og vann hjá Bókhalds-
þjónustunni Berg hf. á Egilsstöðum
1975.
Guðmundur hóf rekstur eigin
endurskoðunarstofu í október 1975
en hefur verið einn af eigendum að
Bókun sf. endurskoðun frá 1977,
sem allt til ársloka 2016 var til húsa
í Hamraborg 1 í Kópavogi. Hann
hefur síðan verið í samstarfi við
BDO-endurskoðun í Skútuvogi 1e í
Reykjavík.
Guðmundur átti heima í Garði og
Sandgerði til 1967, í Reykjavík
1967-74, á Egilsstöðum 1975 en hef-
ur síðan búið í Kópavogi.
Guðmundur æfði og keppti með
knattspyrnufélaginu Reyni í Sand-
gerði á yngri árum. Hann hefur
verið virkur félagi í Félagi löggiltra
endurskoðenda frá 1975, sat í
stjórn félagsins 1982-84 og ritstýrði
tímariti þess um skeið. Hann sat í
sóknarnefnd Hjallakirkju í Kópa-
vogi 1997-2007, þar af sem varafor-
maður 2002-2007. Hann hefur frá
árinu 2002 verið félagi í Krumma-
klúbbnum, bridgeklúbbi „heldri
bridgespilara“ sem stofnaður var
árið 1964 og gegnir þar nú forystu-
hlutverki sem „Stórkrummi“. Þá
Guðmundur Jóelsson endurskoðandi – 70 ára
Með konu og dætrum Guðmundur og Anna Margrét með dætrunum þremur, Aldísi, Erlu Dögg og Gunnhildi Ástu.
Ferðagarpur og lífs-
glaður baráttujaxl
Gullmolarnir hans afa síns Þær
Lilja Margrét og Klara Marie.
Egilsstaðir Hafþór Ingi
Sveinbjörnsson fæddist
þann 16. apríl 2018 á
Fjórðungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað. Foreldrar
hans eru Þóra Birgit Jó-
hannesdóttir og Svein-
björn Hrafn Kristjáns-
son og eldri systkini
hans eru Heiðrún Bára,
f. 2013, og Guðni
Kristján, f. 2016.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is