Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Þau eru heldur misvísandi skilaboðin sem berast nú frá alþingi. „Það eránægjuefni að við erum núna að sækja fram á nýjan leik, við erum aðbyggja upp og efla starfsemi þingsins eftir tíu ára hlé …“ Svo komst
forseti þingsins, Steingrímur J. Sigfússon, að orði í fréttum í vikunni þar sem
fjallað var um þau áform að bæta við 17 nýjum aðstoðarmönnum handa þing-
mönnum. Ráðning þessara nýju aðstoðarmanna kemur til með að kosta allt
að 200 milljónir að sögn þingforsetans.
Margir klóra sér eflaust aðeins í höfðinu yfir þessum tíðindum. Annars
vegar er það auðvitað merkilegt að
það eigi að fá 17 nýja starfsmenn á
þing sem telur 63 þingmenn. Hins
vegar er ekki síður áhugaverð sú
yfirlýsing þingforseta að nú sé tími
til að „sækja fram“. Í tíu ár hafi ver-
ið dregið saman, en nú sé lag og nú
séu til peningar í ný verkefni. Þetta
stangast að mörgu leyti á við þau
skilaboð sem fjárlagafrumvarpið
sendir. Þar er alls ekki sami tónn.
„Mikilvægt er nú, þegar gera má
ráð fyrir að í sljákki eftir mikinn
vöxt síðustu ára, að áfram sé tryggð
festa og varfærni í stjórn opinberra
fjármála,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann mælti
fyrir frumvarpinu í þinginu á dögunum. Hvernig þetta tvennt fer saman
verða einhverjir aðrir en undirrituð að svara. Sýnir það sérstaka varfærni í
stjórn opinberra fjármála að bæta 17 manns með óljósa starfslýsingu í að-
stoðarlið stjórnmálamanna?
En einhverra hluta vegna virðast vera til peningar fyrir svona verkefnum,
þrátt fyrir yfirlýsingar um að varfærni skuli höfð að leiðarljósi og fáir stjórn-
málamenn virðast ætla að fetta fingur út í þetta. Enda þægilegt að fá fleiri
aðstoðarmenn. En einhvern veginn langar mig frekar að búa í samfélagi þar
sem eru til peningar til að ráða 17 sálfræðinga á heilsugæslustöðvar eða
framhaldsskóla, 17 nýja sérkennara á leikskóla eða bara 17 manns í skil-
greind verkefni sem skila okkur raunverulegum ábata út í samfélagið.
Kannski gæti 17 manna teymi nýst í að finna lausn á vanda sprautufíkla og
annarra sjúklingahópa sem engar lausnir fá. En að „sækja fram“ í velferð
væri auðvitað alls ekki nógu varfærið.
Morgunblaðið / Hari
17 aðstoðarmenn
óskast í alls konar
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’ Sýnir það sérstakavarfærni í stjórn op-inberra fjármála að bæta17 manns með óljósa
starfslýsingu í aðstoðarlið
stjórnmálamanna?
Pétur Blöndal
Nei. Það er alltaf gaman að horfa á
liðið, hvort sem það vinnur eða tap-
ar. Það mun ná vopnum sínum á ný.
SPURNING
DAGSINS
Hefurðu
áhyggjur
af gengi
íslenska
karlalands-
liðsins í
knatt-
spyrnu?
Snorri Már Skúlason
Eftir sigurlaust ár er ég mjög bjart-
sýnn á undankeppni EM. Það er allt
fyrir hendi til að ná árangri.
Guðmundur Ásgeir Björnsson
Nei. Ég er mjög spenntur fyrir
framhaldinu hjá liðinu. Gaman að
sjá menn sem halda boltanum.
Ólafur Börkur Þorvaldsson
Sá sem leyfir sér að hafa áhyggjur
af íslenska landsliðinu í knattspyrnu
hefur ekki áhyggjur af lífinu.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Hvernig sýning er Kvenfólk?
„Þetta er lokaspretturinn á þríleik Hunds í óskilum
sem byrjaði með Sögu þjóðar, síðan kom Öldin okk-
ar og nú er röðin komin að kvenfólkinu í sögu Ís-
lands. Þessi sýning er stútfull af fróðleik og
skemmtun; drepfyndin sagnfræði með hárbeittum
skilaboðum. Greint er frá stórviðburðum sem
sögubækurnar hafa skautað yfir eins og þeir hafi
aldrei átt sér stað. Tónlistin leikur sem fyrr stórt
hlutverk og í því sambandi fara fáir í föt þeirra
Hjörleifs og Eiríks sem spila meðal annars á
rokk og vefstól, hárblásara, þvottabretti og
þvottavél. Með þeim á sviðinu birtist síðan hin
frábæra kvennahljómsveit Bríet og bomburnar.“
Hvernig er að vinna með þeim?
„Vinnudagar gerast ekki skemmtilegri. Það verður
að segjast. Þeir eru af sérlega góðu kyni, þessir hundar.
Þessar elskur. Enginn skortur á hugviti og innsæi í tali og
tónum og þeir láta líka ljómandi vel að stjórn. Sem er auð-
vitað draumur hvers leikstjóra.“
Hvað er það við þessa gaura sem gerir þá
svona vinsæla?
„Nú vantar mig lýsingarorð (hlær). Þetta eru bara svo fal-
legir og góðir menn bæði að utan og innan, eldheitir fem-
inistar og svo ofboðslega flinkir. Meinfyndnir og hárbeittir
í senn. Það er svo mikil breidd í þeirra listfengi. Það er
ekki bara hugvitið, þeir framkvæma allt sem þeim dettur í
hug og það er líka svo mikil hjartans ástríða sem fylgir því
sem þeir eru að gera. Svo tala þeir svo vel til fólksins – það
er algjör unun að upplifa samband þeirra við áhorfendur.“
Hversu lengi verður sýningin á fjölum Borgar-
leikhússins?
„Það vill svo skemmtilega til að það er að verða uppselt til jóla,
það þurfti að bæta við aukasýningum á milli jóla og nýárs og
janúarsýningar eru komnar í sölu. Fyrstur kemur, fyrstur
fær. Annars höldum við bara áfram þangað til þjóðin er búin
að sjá sýninguna. Er það ekki?“
Ætlið þið að gera fleiri sýningar?
„Það er ekki komið á kortið en ég vona svo sannarlega að
þessi samvinna haldi áfram – endalaust.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Meinfyndnir
og hárbeittir
Forsíðumyndina tók
Eggert Jóhannesson
Sýningar á leikverkinu Kvenfólki hefjast í Borgarleikhúsinu á
fimmtudaginn kemur. Hundur í óskilum (Hjörleifur Hjart-
arson og Eiríkur Stephensen) heldur þar áfram að varpa
óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni. Um
er að ræða gestasýningu frá Leikfélagi Akureyrar en leik-
stjóri er Ágústa Skúladóttir.