Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 6
ERLENT 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2018 Hann var sleginn kaldur íþriðju lotu í góðgerðar-bardaga í úthverfi Bangkok um síðustu helgi og stóð ekki upp aft- ur. Banamein hans var heilablæðing. Í húfi var andvirði ríflega 7.000 ís- lenskra króna. Anucha Tasako var aðeins þrettán ára gamall og and- stæðingur hans í þessum hinsta bar- daga tveimur árum eldri. Tasako hafði lagt stund á sparkbox frá átta ára aldri og tekið þátt í 170 bardögum, að því er fram kemur í taí- lenskum fjölmiðlum. Nú síðast í undir 41 kg flokki. Hann ólst upp hjá frænda sínum eftir að foreldrar hans skildu og notaði launin fyrir bardag- ana til að greiða skólagjöld og taka þátt í útgjöldum heimilisins. Síðasti bardaginn var tekinn upp á síma og hefur málið vakið hörð viðbrögð í Taí- landi og víðar enda staðfestir upp- takan að Tasako var ekki með neinn hlífðarbúnað í hringnum. Upptakan sýnir aðstoðarmenn þyrpast að Ta- sako eftir að hann leið út af eftir þung höfuðhögg en allt kom fyrir ekki. Honum varð ekki bjargað. Ein vinsælasta íþróttin Barnabox, Muay Thai, er ein vinsæl- asta íþróttagreinin í Taílandi, ekki síst í sveitahéröðum landsins. Að- standendur hafa réttlætt fram- kvæmdina með þeim rökum að boxið sé góð leið fyrir börnin til að afla fjár fyrir sjálf sig og fjölskyldur sínar sem geti jafnvel slitið sig varanlega úr fjötrum fátæktar. En reglur eru af skornum skammti og keppendur fara ekki með neinn hlífðarbúnað inn í hringinn. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki síst eftir fráfall Tasakos, enda benda fjölmargar rannsóknir til þess að box án hlífðarbúnaðar geti valdið heila- skaða. Í rannsókn sem vísindamenn við Mahidol-háskóla í Taílandi birtu fyrir skömmu kemur fram að börn undir fimmtán ára aldri séu í sér- stökum áhættuflokki. Taílenska þingið íhugar nú laga- breytingu sem banna myndi börnum yngri en tólf ára að keppa í boxi og eftir dauða Tasakos sagði íþrótta- málaráðherra landsins, Weerasak Kowsurat, brýnt að hraða þeirri vinnu. Læknar hafa stutt frumvarpið en nýju lögin hefðu eigi að síður ekki bjargað Tasako enda var hann orðinn þrettán ára. Mjög hæfileikaríkur Rætt hefur verið um aðrar leiðir og frændi hins látna, Damrong Tasako, sem líka er boxþjálfari, hefur tjáð sig um málið. „Ég myndi vilja sjá lög sem skylda boxara undir fimmtán ára aldri til að vera með hlífðarbúnað,“ sagði hann við dagblaðið Thai Rath en það myndi milda höggin, bæði fyr- ir höfuð og búk. Einnig er haft eftir Tasako að dauði frænda hans hafi verið slys. „Hann var bardagamaður og dó eins og sannur vígamaður. Hann var mjög hæfileikaríkur og ól þann draum í brjósti að berjast á stærstu Muay Thai-leikvöngum landsins. Hann langaði líka að fara í herskóla,“ sagði frændinn. Þrátt fyrir andlát Tasakos sjá að- standendur greinarinnar ekki ástæðu til að breyta löggjöfinni enda myndi það hafa afdrifarík áhrif á keppnina. Algjör undantekning Sukrit Parekrithawet, lögmaður nokkurra æfingabúða fyrir barna- boxara, er þeirrar skoðunar að andlát Tasakos hafi verið algjör undantekn- ing og dregur skipuleggjendur bar- dagans til ábyrgðar. „Þetta hefur aldrei gerst áður og er án hliðstæðu,“ sagði hann við fjölmiðla í Taílandi. „Ýmsum þáttum er um að kenna og þeir hafa ekkert með aldur að gera. Dómarinn var of seinn að stöðva bar- dagann og ekki var læknir á staðnum, sem á alls ekki að gerast.“ Samfélagsmiðlanotandi, sem dag- blaðið Daily Monitor í Úganda vitnar til, tekur í sama streng. „Hann stóð varla í fæturna. Hvers vegna í ósköp- unum stöðvaði dómarinn ekki bar- dagann, heldur leyfði höggunum að dynja á honum þangað til hann féll í gólfið?“ Parekrithawet lögmaður óttast um framtíð íþróttarinnar, taki nýju lögin gildi. „Þeir sem sömdu frumvarpið hafa ekki hundsvit á taílensku boxi. Ef menn leyfa ekki ungum boxurum að taka þátt, hvernig eiga þeir þá að verða nógu sterkir og reynslumiklir til að berjast? Við köllum þetta „box- arabein“ og þau byggja menn upp frá mjög ungum aldri.“ Keppinauturinn iðrast Útför Anucha Tasako var gerð frá Búddahofi í Samutprakarn-héraðinu á miðvikudag og lík hans brennt degi síðar. Meðal þeirra sem vottuðu hon- um virðingu sína var drengurinn sem barðist við hann um liðna helgi en hann hafði áður lýst því yfir á Face- book að hann harmaði atvikið. „Ég sé eftir þessu en ég verð að gera mitt besta til að vinna bardagana svo ég geti borgað fyrir skólagöngu mína,“ skrifaði hann. Í samtali við CNN viðurkenndi drengurinn að hafa fengið dembu yfir sig á samfélagsmiðlum en einnig mik- inn stuðning. Spurður hvort atvikið breytti einhverju um framtíðaráform hans hristi drengurinn höfuðið. „Mig langar að halda áfram sem Muay Thai-boxari og sjá hversu langt ég get náð.“ „Hann dó eins og víga- maður“ Dauði þrettán ára drengs í sparkboxkeppni í Taí- landi hefur vakið hörð viðbrögð og kallað er eftir banni við bardögum, þar sem börn koma við sögu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is AFP Ljósmynd af Anucha Tasako við hlið kistu hans meðan útför drengsins var gerð frá Búddahofi í Samutprakarn-héraði. Boxþjálfarinn Somsak Deerujijaroen horfir á bardagann örlagaríka í símanum sínum. RÚSSLAND Maður sem fór með eiginkonu sína út í skóg og hjó af henni hendurnar með öxi hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Ýmsum þykir þetta væg refsing og aðgerðasinnar óttast að ný og vægari löggjöf um heimilisofbeldi, sem tók gildi í landinu í fyrra, sé til þess fallin að hvetja ofbeldismenn til illra verka. DANMÖRK Greint var frá því fyrir helgi að Danir hefðu frestað aðstoð að andvirði 1,2 milljarða íslenskra króna til Tansaníu vegna ummæla háttsetts stjórnmálamanns um samkynhneigð. Stjórnmálamaðurinn var ekki nafngreindur en í síðasta mánuði hvatti háttsettur embættismaður fólk til að tilkynna karla sem það grunar um samkynhneigð til lögreglu. JAPAN ONOMICHI Tveir kettir, sem hafa um tveggja ára skeið reynt að komast inn á lista- safn í borginni, eru orðnir frægir í netheimum. Köttunum er alltaf snúið vingjarnlega við í gættinni en nú hefur hópur fólks, réttnefndir aðdáendur kattanna, mælst til þess að þeim verði hleypt inn til að skoða eina sýningu hið minnsta. Safnið mun vera að hugsa málið. MAROKKÓ Breti nokkur er látinn eftir að hann smitaðist af hundaæði í Marokkó. Það mun hafa gerst þegar köttur beit hann. Þetta staðfestu heil- brigðismálayfi rvöld í Bretlandi í vikunni. Frekari upplýsingar fengust ekki en almenn- ingur var þó fullvissaður um að engin hætta væri á ferðum. Allir sem hlúðu að manninum hafa fengið viðeigandi meðferð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.