Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 31
ast. Upplit hans og annarra tók þó að breytast upp úr þessu. Þegar svefnlausir uppreisnarmenn í Íhaldsflokknum heyrðu afsagnarræðu Camerons í morgunsárið breytt- ist sigur þeirra í upplausn. Þeir baráttubræður, John- son og Gove, ákváðu að Johnson skyldi drífa sig í að semja tilkynningu sína um framboð til leiðtoga Íhalds- flokksins. Gove hélt heim til sinnar spúsu, sem rétt eins og væri hún ný árgerð af lady Macbeth, leiddi kauða inn í eldhús og opnaði skúffuna þar sem gaffl- arnir en þó einkum hnífarnir voru geymdir. Og þá var eins og blessuð skepnan skildi og tók Gove án frekari leiðbeiningar að leita að brýninu. Þeir féllu svo báðir í bræðrabyltunni og næsta vonarstjarnan, og for- ingjaefni úrsagnarmanna, mætti í viðtal og sagði þar að við blasti að Theresa May flokks- og kynsystir hennar gæti naumast orðið forsætisráðherra þar sem henni hefði ekki tekist að verða móðir þrátt fyrir langt hjónaband. Þetta óvænta vottorð um eigin dómgreind þessa frambjóðanda dugði til og hún var úr sögunni og May varð forsætisráðherra. Næstu mánuði á eftir var Theresa May margspurð um það, hvað þjóðaratkvæðið um Brexit þýddi. Hún svaraði því alltaf eins frá fyrsta degi: „Brexit means Brexit.“ Ekkert rugl í höllu drottningar Sagan segir að fáeinum mánuðum síðar hafi forsætis- ráðherranum, hefðinni samkvæmt, verið boðið að dvelja með konungsfjölskyldunni í Balmoralhöll í Skot- landi. Elísabet drottning hefur borið krúnuna óaðfinn- anlega í tæpa sjö áratugi. Hún hóf ferilinn, ung að ár- um, með vikulegum fundum, með þáverandi forsætisráðherra, Winston S. Churchill. Draga má í efa að nokkur þjóðhöfðingi, samvisku- samur og greindur, hafi haft annan eins einkakennara í stjórnmálum og Elísabet II. hafði þessi tvö ár eða svo. Undir borðum fyrsta kvöldið gaf drottningin til kynna, án þess að hafa orð á því, að smælkisumræðum, sem eru svo nauðsynlegar, væri nú lokið. Án þess að líta upp spurði hún lágt: Hvað þýðir Brexit fyrir bresku þjóðina og heimsveldið? Forsætisráðherrann svaraði: „Brexit means Brexit.“ Það varð stutt þögn sem heyrðist þó sennilega um heimsveldið allt. Drottningin leit upp og horfði á Theresu May. Við borðið voru tveir langvaldamestu menn Bretlands. Reyndar konur. „Þetta er ekkert svar,“ sagði drottn- inginn. Í hinni frægu sögu H. C. Andersens þorði enginn ráðgjafanna að segja keisaranum að hann væri klæða- laus í skrúðgöngunni. Það þurfti barn til. Nú þurfti drottninguna, konu á tíræðisaldri, barnabarnabarn Viktoríu drotningar og keisara Indlands, húsmóðurina í Balmoralkastala, til að vekja athygli síns fyrsta ráð- gjafa á því að hún hefði sest klæðalaus við kvöldverð- arborðið í höllu drottningar, án þess að gera sér sjálf grein fyrir því. Einkakennarinn einstæði hefur hugsanlega skotið augum stoltur niður úr sínu bjarta horni himnaríkis (hann sagðist aðspurður ætla sér að nota fyrstu milljón árin þar til að mála myndir úr nýju umhverfi) á þennan nemanda sinn sem hann hafði mikið álit á frá fyrsta degi. Þá vitum við það, segja brexit-mennirnir nú, þeir sömu sem studdu May í forsætisráðherrastólinn með vísun til þess hversu illa hún studdi sinn eigin málstað í þjóðaratkvæðinu: „Brexit means Remain.“ Vitnisburður varnarmálaráðherra Michael Portillo, fyrrverandi varnarmálaráðherra Breta, var um skeið talinn helsta foringjaefni Íhalds- manna. Hann sagðist í gær telja framgöngu forystu- manna Evrópusambandsins í garð þjóðar, sem vildi ekki annað en að nýta meintan rétt sinn til að ganga úr ESB, vera stórkostleg mistök: ESB náði því fram að niðurlægja Bretland eins mikið með þessum samningi eins og nokkur kostur hefði verið á. Það eina sem þeir áttu eftir, sagði Portillo, var að reka Theresu May inn í lestarvagninn fræga í Com- piégne skógi (þar sem Þjóðverjar undirrituðu uppgjöf veturinn 1918 og Hitler lét Frakka undirrita sína upp- gjöf). Og Portillo bætti við: „Og sagan segir okkur með af- gerandi hætti að geti menn ekki stillt sig um að nið- urlægja þjóð með slíkum hætti, þá mun sú atburðarás enda mjög illa.“ Það kæmi ekki á óvart þótt sögunni skjátlaðist ekki nú í þessum efnum frekar en fyrri daginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg 18.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.