Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 36
Á því herrans ári 1971 kem-ur norrænufræðingurinnJóhanna heim til Íslands frá París ásamt ungum syni sínum til að jarða föður sinn sem búsett- ur var í Flatey. Áform hennar um að hverfa hratt og örugglega út í heim aftur renna hins vegar út í sandinn þegar morð er framið og hún sogast sjálf inn í rannsóknina. Til þess að sanna sakleysi sitt og bjarga sér undan skuggum for- tíðar þarf Jóhanna að leysa Flat- eyjargátuna sem fólgin er í fornu handriti. Sjónvarpsþættirnir Flateyjar- gátan, sem sýndir verða í fjórum hlutum næstu sunnudaga á RÚV, eru lauslega byggðir á samnefndri skáldsögu Viktors Arnars Ingólfs- sonar, sem kom út árið 2002. Ýmsu hefur verið breytt, til að mynda er aðalpersónurnar í þátt- unum ekki að finna í bókinni, en handritshöfundur er Margrét Örnólfsdóttir. „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum,“ segir Björn B. Björnsson, leikstjóri Flateyjargát- unnar. „Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Maður er myrtur, lög- reglan rannsakar málið og við fáum að lokum að vita hver er sekur. Í öðru lagi er þetta fjör- gömul gáta að hætti Da Vinci Code. Gröf síðasta heiðna goðans á Íslandi finnst. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Flatey lítið breyst Afar sjaldgæft er að leiknir ís- lenskir sjónvarpsþættir gerist ekki í samtímanum en árið 1971 varð fyrir valinu svo tengja mætti þráðinn við merkan viðburð úr Ís- landssögunni, afhendingu handrit- anna. Bók Viktors Arnars gerist um áratug fyrr. „Það er ekki auðvelt að gera períóðu á Íslandi,“ segir Björn, „enda blasir samtíminn við hvert sem þú beinir myndavélinni. Flat- ey gerir þetta hins vegar mögu- legt enda hefur lítið breyst þar á þessum tæplega fimmtíu árum. Húsin eru að vísu fínni núna en þá. Hipparnir, sem orðnir eru lög- fræðingar og læknar í dag, voru ekki búnir að kaupa þau og gera upp. En við höfum okkar ráð með það. Sagan gerist að lang- stærstum hluta í Flatey.“ Lára Jóhanna Jónsdóttir fer með aðalhlutverkið í þáttunum, Jóhönnu. „Ýmsir kannast örugg- lega við Láru úr leikhúsinu en ef að líkum lætur munu miklu fleiri þekkja hana eftir sýningu þátt- anna. Mikið mæðir á Láru og frá mínum bæjardyrum séð leysir Lára Jóhanna Jónsdóttir í hlutverki Jóhönnu og Mikael Köll Guðmundsson sem leikur Snorra, son hennar. Glæpur, gáta og metoo Ný íslensk þáttaröð, Flateyjargátan, hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu í kvöld, sunnudagskvöld. Ef að líkum lætur verður hún sýnd víða um heim og segir leikstjórinn, Björn B. Björnsson, okkur Íslend- inga þurfa að nýta betur meðbyrinn sem áhugi heimsins á norrænu sjónvarpsefni hefur fært okkur. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Björn B. Björnsson leikstjóri á tökustað Flateyjargátunnar. 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2018 LESBÓK ANDLÁT Kvikmyndaleikarinn Robert DeNiro brennur í skinninu að lesa minningargreinar um sig; ekki síst eft- ir að hann komst að raun um að hann þyrfti ekki að deyja áður. „Ég rakst einu sinn á mann í kvöldverðar- boði sem skrifar minningargreinar fyrir New York Tim- es,“ segir DeNiro í samtali við breska blaðið The Guard- ian, „og hann tjáði mér að minningargreinarnar um allar helstu persónur samtímans væru tilbúnar fyrir- fram – og að ég væri í þeim hópi. Svo virðist sem allt sé meira og minna klappað og klárt og aðeins þurfi að bæta lítilræði við fyrir birtingu.“ Í sama viðtali kveðst DeNiro vera með fullkomnunaráráttu og að hann hafi ekið leigubíl í nokkrar vikur til að búa sig undir hlut- verkið í Taxi Driver – án þess að þurfa þess í raun. Minningargreinin klár Robert DeNiro Reuters MÁLMUR Klaus Meine, söngvari Scorpions, viðurkennir að Elli kerling sé að ná í skottið á honum en hið sígræna þýska málmband þurfti að aflýsa tónleikum í Ástralíu á dög- unum vegna raddleysis söngvarans sem varð sjötugur fyrr á þessu ári. Ekki er langt síðan Meine viðurkenndi að bandið treysti sér ekki til að koma fram eins oft og áður, auk þess sem líffræðilega ómögulegt væri fyrir hann að syngja sum eldri laganna, svo sem No One Like You og Big City Nights, í upprunalegri tóntegund. Undanfarið hefur Scorpions verið að túra um heiminn með öðru gamalgrónu bandi, Def Leppard frá Sheffield. Elli kerling að ná í skottið á Meine Vel fór á með Klaus Meine og frú og Gerhard Schröder og frú þegar þau hittust á dögunum. AFP Mandy Moore leikur mömmuna. Öss, Us, uss SJÓNVARP SÍMANS Þriðja serían af bandarísku dramaþáttunum This is Us hefur göngu sína í kvöld, sunnudagskvöld. This is Us segir sögu Pearson-fjölskyldunnar og er henni fylgt í gegnum súrt og sætt í fortíð og nútíð og hafa þættirnir notið fádæma hylli vítt og breitt um heiminn. Sjónvarpsáhorfendur mega því gera ráð fyrir að þurfa að gráta talsvert og gnísta tönnum næstu vikurnar og betra að hafa vasaklútinn við höndina. STÖÐ 2 Keppni stendur nú sem hæst í X-Factor í Bretlandi, þar sem söngvurum á öll- um aldri gefst dýr- mætt tækifæri til að koma hæfi- leikum sínum á framfæri. Stöð 2 sýnir þættina á föstudags- og laugardagskvöldum, fyrst söngatriðin sjálf og síðan eru úrslitin kynnt með tilheyrandi álagi á helstu líffæri. Drengbandingj- arnir Louis Tomlinson úr One Di- rection og Robbie Williams úr Take That eru í dómnefndinni, ásamt leikkonunni Aydu Williams og gamla brýninu Simon Cowell. Kynnir er æringinn Dermot O’Leary. Ertu með X-ið? Simon Cowell RÚV Á laugardagskvöldum í vetur sýnir RÚV vel valdar kvikmyndir sem hafa valdið straumhvörfum í kvikmyndasögunni. Í þetta sinn er það Óskarsverðlaunamyndin Fargo frá árinu 1996 í leikstjórn bræðr- anna Joels og Ethans Coen. Myndin segir frá bílasalanum Jerry sem er sokkinn djúpt í skuldafen. Aðal- hlutverk: William H. Macy, Frances McDormand og Steve Buscemi. Joel Coen og Frances McDormand. Straumhvörf Spurður hvað sé á döfinni hjá honum sjálfum kveðst Björn vonast til að gera kvikmynd næst. „Ef Guð og Kvikmyndasjóður lofa eins og sagt er. Að gera kvik- mynd er ekki eins og að setjast við ritvélina,“ segir hann hlæjandi. Krafinn um frekari svör upplýsir Björn að myndin heiti 800 og gerist á Íslandi það ár og að aðalpersónan sé írskur munkur. „Það er orðið tímabært að lengja Ís- landssöguna í hinn endann.“ Aftur til ársins 800 Ljósmynd/Nanna Rúnarsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.