Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 35
18.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 7.-13. NÓVEMBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Stúlkan hjá brúnniArnaldur Indriðason
2 Ungfrú ÍslandAuður Ava Ólafsdóttir
3 BrúðanYrsa Sigurðardóttir
4 HornaugaÁsdís Halla Bragadóttir
5 ÞorpiðRagnar Jónasson
6 Jól í litla bakaríinuJenny Colgan
7 Þitt eigið tímaferðalagÆvar Þór Benediktsson
8 KrýsuvíkStefán Máni
9 Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason
10 Fíasól gefst aldrei uppKristín Helga Gunnarsdóttir
1 Þitt eigið tímaferðalagÆvar Þór Benediktsson
2 Fíasól gefst aldrei uppKristín Helga Gunnarsdóttir
3 Jólalögin okkarÝmsir höfundar
4 Dagbók Kidda klaufa 10Jeff Kinney
5 Siggi sítrónaGunnar Helgason
6
Handbók fyrir
ofurhetjur 3
Elias/Agnes Vahlund
7
Næturdýrin
Bergrún Íris Sævarsdóttir /
Ragnheiður Gröndal
8 Lára fer til læknisBirgitta Haukdal
9 MiðnæturgengiðDavid Walliams
10 Múmínálfarnir – stórbókTove Janson
Allar bækur
Barnabækur
Í vikunni kom út skáldsagaFríðu Bonnie Andersen semnefnist Að eilífu ástin. Í bók-
inni segir frá Elínu, ungri stúlku
sem send er til Kaupmannahafnar
að læra kjólasaum í lok þriðja ára-
tugar síðustu aldar. Færni hennar
með nálina verður til þess að henni
býðst að fara í frekara nám í París
og kynnist þar öðrum heimi og
frjálslyndari en heima fyrir, en ör-
lögin færa hana heim til Íslands
aftur. Þar kynnist hún ljósmóður-
nema og þau kynni draga dilk á
eftir sér.
Fríða segist hafa verið að skrifa
alllengi en Að eilífu ástin sé henn-
ar fyrsta skáldsaga. „Ég gaf út
barnabók fyrir fimm árum, Meist-
ari Tumi hét hún og lenti í töfum,
kom ekki út fyrr en tíu dögum fyr-
ir jól. Ég hef verið að skrifa frá
því ég var krakki, var alltaf að
skrifa frá því ég fór að lesa að
gagni, þá fannst mér sjálfsagt að
skrifa mínar útgáfur af sögum eins
og Beverly Gray þar sem ég og
vinkonur mínar voru í aðal-
hlutverkum.“
– Hvernig kom sagan í Að eilífu
ástin til þín?
„Hún var að læðast til mín á
mjög löngum tíma. Það er sena í
bókinni sem ég man eftir að kom
til mín árið 1995, en þá var ég
ekkert farin að hugsa um þessa
bók. Ég sat oft með tölvuna í
kjöltunni fyrir framan sjónvarpið
með sökkt á hljóðinu. Eitt sinn leit
ég upp frá tölvunni og sá eitthvað í
sjónvarpinu sem kveikti á senu
sem ég skrifaði niður. Síðan hef ég
verið að gera ýmislegt annað,
skrifa örsögur, lítil leikrit og fleira,
alltaf eittvað að skrifa. Ég reyndi
að skrifa leikrit, sem ég var ekki
ánægð með, og svo ýmislegt fleira,
en eftir að Meistari Tumi kom út
setti ég kraft í að skrifa skáld-
sögu.“
– Þetta er ástarsaga og eins og
allar góðar ástarsögur er hún líka
svolítið harmræn.
„Já, þetta er ægilegt drama,“
segir Fríða og hlær.
– Ástarsaga, segi ég, þetta er
líka samfélagssaga. Til viðbótar við
þær þrengingar sem elskendurnir
þurfa að þola, þá ertu einnig að
segja sögu ríkjandi viðhorfa á
hverjum tíma, hvernig þau hafa
breyst og ekki breyst að sumu
leyti frá því Elín er ung og til þess
að nútíminn birtist í Siggu trans-
konu.
„Ég horfi á transfólkið í dag og
mér finnst það vera að glíma við
svipaða hluti og við vorum að gera
fyrir þrjátíu til fjörutíu árum. Mér
fannst svolítið gott að geta talað
um þetta eins og það var, að finna
einhverjar ímyndaðar huldukonur
sem voru kannski uppi. Þetta gat
alveg verið saga einhverra kvenna
sem fengu aldrei að vera frjálsar í
sínum samskiptum.“
– Í þessu sambandi þá má lesa
það í nýútkomnum dagbókum
Ólafs Davíðssonar, sem lést 1903,
að þótt hann hafi hneigst til karl-
manna og átt í ástarsambandi við
stallbróður sinn, þá var hann alltaf
að bíða eftir því að hann yrði ást-
fanginn af konu sem hann myndi
síðan stofna heimili með og eignast
börn.
„Ég man að þegar ég var að
koma út, ætli það hafi ekki verið
1987 eða ’88, þá hafði ég engar
fyrirmyndir og hvernig gat maður
þá vitað hvernig þetta var? Þau
örfáu sem ég þorði að nefna þetta
við í hálfum hljóðum svöruðu: já,
en það er svo mikil óhamingja í
kringum þetta.“
– Þöggunin er gegnumgangandi
í sögunni og hvernig það að þurfa
að þegja um það hver þú ert eitrar
lífið, sem sést einna best í örlögum
Elínar og hvernig það eitrar allt líf
Þórhöllu.
„Maður veltir því stundum fyrir
sér af hverju fólk er svo biturt og
það getur legið alls konar á bak
við að. Ég umgengst mjög mikið
gamalt fólk í minni vinnu og þekki
það að það er svo margt sem mátti
ekki tala um. Þetta var eitt af því.
Það sem hjálpaði mér, þegar ég
var að koma út úr skápnum, var
að hugsa um að sannleikurinn
myndi frelsa mig, eins og ég læt
Siggu hugsa. Um leið og ég segi
minn sannleika er ég hætt að ljúga
og það er svo mikil frelsun; að
geta hætt að ljúga að sjálfum sér
og öðrum. Það er ótrúlega mikill
léttir að geta hætt þessum feluleik.
Kjarninn í bókinni er að ef maður
hefur ekki kjarkinn þá bíður
manns bara biturleikinn.“
Sannleikurinn frelsar
Ný skáldsaga Fríðu Bonnie Andersen, Að eilífu ástin, er ástarsaga, en líka samfélagssaga. Fríða segir
kjarnann í bókinni vera að ef maður hafi ekki kjarkinn þá bíði manns ekkert nema biturleikinn.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Fríða Bonnie Andersen
hefur verið að skrifa frá
því hún var krakki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
--- ALLT A EINUM STAD �
HÓT E L R E K S T U R
Komdu og skoðaðu úrvalið í
glæsilegri verslun að Hátúni 6a
Hágæða rúmföt,
handklæði
og fallegar
hönnunarvörur
fyrir heimilið
Eigum úrval
af
sængurvera
settum
Percale ofin –
Micro bómul
l,
egypskri og
indverskri bó
mull
Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is