Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 28
Það er alltaf auðvelt að finna af-sakanir fyrir því að fara ekki íræktina og stundum er það einfaldlega ekki hægt. Eftir langan vinnudag þarf mikið að ganga á til þess að maður rífi sig upp úr sóf- anum eftir kvöldmatinn og reimi á sig skóna. Stundum er maður bund- inn heima því frúin er að heiman. Allt er þetta veruleiki sem ég hef kynnst eftir að ég tók að auka hreyfinguna og ná fleiri æfingum en þeim sem ég mæti á tvisvar í viku undir hand- leiðslu Ívars Guðmundssonar, einka- þjálfara. Og hvað er við því að gera? Í fyrsta lagi þarf maður að ákveða það með sjálfum sér að láta ekki úrtöluradd- irnar hið innra stöðva mann. Ein besta röksemdin fyrir því er sú stað- reynd að maður sér aldrei eftir því að hafa farið af stað. En svo er það úr- lausnarefnið sem felst í þeim dögum og kvöldum þegar maður kemst ekki að heiman. Leitað til reynslu- og vöðvabolta Til að finna lausn á þessu rölti ég til feðganna Gunnars Emils og Eggerts Stefáns í Hreysti. Hef þekkt þá lengi og haft góða reynslu af þeim, bæði þegar ég hef leitað í smiðju þeirra varðandi æfingar, fæðubótarefni (orkugelin sem ég notaðist við á hlaupagikksárunum) og ekki síður á næstum árlegri göngu okkar saman frá Vífilsstöðum og suður að Strandarkirkju.Það voru nokkur at- riði sem ég bar upp við þá en ég hafði þá þegar fjárfest í handlóðum hjá þeim sem ég hef notað um nokkurra ára skeið. Þau eru góð til síns brúks en ég sá fyrir mér að geta tekið lengri þolæfingar en þá getur verið gott að fá öflugan búnað til þess. Margir vina minna hafa farið þá leið að setja upp svokallaða „trainera“ en þá er afturdekki á götuhjóli skipt út fyrir búnað sem gerir manni kleift að hjóla innandyra án þess að færast úr stað. En mig langaði til að feta mig í aðra átt og það sem kveikti í mér í þeim efnum eru hraðaæfingar sem Ívar hefur látið mig og ónefnda æf- ingafélagann taka öðru hvoru í lok æfinga. Það er 1 kílómetra róður á þar til gerðri róðrarvél. Range Rover róðrarvélanna Ég vissi að feðgarnir í Hreysti eru með slíkan búnað á sínum snærum en atburðarásin tók þó óvænta stefnu þegar ég leit við hjá þeim. Þegar ég fór að ræða við þá um hvaða tæki af þessu tagi gæti hentað mér sagði sá yngri: „Það er skemmtileg tilviljun að þú skulir nefna þetta núna því í næstu viku erum við að taka inn fyrstu sendinguna af WaterRower sem við vorum að fá umboðið fyrir.“ En hvaða tæki eru það? Það er Range Roverinn í róðr- arvélum sem kom á sínum tíma fram með byltingarkennda leið til þess að gera fólki kleift að róa „í vatni“ heima fyrir. Það er róðrarvél sem byggir mótstöðuna, sem nauðsynleg er, upp með stórum vatnstanki og stórum blöðkum sem skófla vatninu innan tanksins af meiri krafti eftir því sem róið er af meiri áfergju. Einhverjir kannast við þessi tæki úr þáttunum House of Cards en þegar Claire Un- derwood gerði tilraun til þess að fá hinn slóttuga eiginmann sinn, stjór- málamanninn Frank, til að hætta tölvuleikjaspilinu endalausa, fjárfesti hún einmitt í róðrarvél frá WaterRo- wer. Vinsældirnar jukust gríðar- lega vegna House of Cards Þótt enginn vilji tengja sig við Frank Underwood eða manninn sem lék hinn ógurlega karakter, þá hefur notkun þess fyrrnefnda í House of Cards dúndrað upp sölunni á þessum búnaði og þurfti framleiðandi Wa- terRower-vélanna að þrefalda fram- leiðslu sína til að anna aukinni eft- irspurn sem einvörðungu var rakin til þáttanna vinsælu. Ég gat ekki annað en tekið í þessa forvitnilegu græju þegar hún var komin í hús í Hreysti. Mest hlakkaði ég til að finna hvort það væri með einhverju móti öðruvísi að „róa“ á henni en hinum hefðbundnu vélum sem maður þekkir úr líkamsrækt- arstöðvunum en þær mynda viðnám með loftmótstöðu í stað vatns. Í fyrsta lagi er það vatnsniðurinn sem myndast sem gerir notkunina mjög sérstaka. Í öðru lagi gerir vatnsmótstaðan það að verkum að viðnámið byggist strax upp, alveg frá fyrstu sekúndu eftir að tosað er í handfangið (árina). Þegar notast er við búnað sem byggist á vindmót- stöðunni þarf hins vegar að koma spólunni af stað til að byggja upp mótstöðuna. Þessi munur gerir það að verkum, ásamt hljóðinu, að róð- urinn á WaterRower líkist mun meira raunverulegum róðri en á öðr- um vélum. Auðvelt að grípa í Nú er ég búinn að vera með vélina góðu við höndina í rúma viku. Þar sem ég hef verið að taka róðraræf- ingar öðru hvoru í ræktinni hef ég byggt upp þokkalegt þol til að tosast á við græju af þessu tagi. Þannig hef ég tekið þrjár 40 mínútna æfingar sem hafa reynt verulega á en komið vel út, m.a. með tilliti til hjartsláttar og brennslu. Þessar æfingar hef ég tekið á kvöldin og í eitt skiptið þegar ég átti þess ekki kost að komast úr húsi. Núna stefni ég á að setjast að minsta kosti tvisvar í viku og róa. Það þurfa ekki endilega að vera langar æfingar til að það hafi áhrif og færi mig nær markmiðunum sem ég hef sett. En 40 mínútur með góða hljóð- bók í eyrunum eða skemmtilega músík, eru fljótar að líða á jafn skemmtilegu tæki og þetta er. Með WaterRower hef ég færst nær því að flytja ræktina heim – að minnsta kosti að hluta til. Leið til að sneiða hjá hreyfingarleysi Það getur reynst erfitt að koma hreyfingunni að í erli daganna. Það er eitt af því sem ég hef rekið mig á, ekki síst eftir að fjölga tók í fjölskyldunni. Ég fór í leiðangur til að finna lausnir á því enda ekki nóg að lyfta tvisvar í viku. Almennar brennsluæfingar skipta einnig sköpum. Það getur tekið dálítinn tíma að venjast hreyfingunni á róðrarvélinni og mikilvægt er að teygja á baki og maga eftir æfingar. Morgunblaðið/Eggert Vélin tekur í raun ótrúlega lítið pláss þegar henni er stillt upp á endann. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2018 HEILSA Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 83,4 kg 84,4 kg Upphaf: Vika 9: Vika 10: 33.324 50.521 12.641 14.679 4 klst. 2 klst. HITAEININGAR Prótein 25,6% Kolvetni 37,2% Fita 37,2% Spiced Honey litur ársins 2019 Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.