Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2018
T
heresa May var í hópi þeirra forystu-
manna breska Íhaldsflokksins sem
studdu áframhaldandi aðild að Evr-
ópusambandinu. Þegar þjóðin til-
kynnti að þessi sambúð væri „orðin
ágæt“ og tímabært að kveðja þennan
söfnuð hlaut forsætisráðherrann David Cameron að
segja af sér samstundis.
Óviðbúnir skátar
Daginn eftir þjóðaratkvæðið var tilfinningaólga í
Íhaldsflokknum og skyldi engan undra eftir stórátök
um svo þýðingarmikið mál.
Eina málið sem þeir gátu þó sameinast um var að
Cameron flokksleiðtogi tæki poka sinn, en þar á botni
lá „sigursamningur“ ráðherrans við Merkel kanslara
og tók ekki í, hvorki að þyngd né umfangi.
Allir „kyrrsetumenn“ vildu nú Cameron burt af ýms-
um ástæðum, en þó helst þeirri, að þeir voru honum
reiðir mjög fyrir að hafa léð máls á þessari ólukkans at-
kvæðagreiðslu.
Flestir þeirra höfðu þó talið allt þar til daginn eftir
kjördag þetta vera snilldarbragð sem myndi tryggja
frið um ESB í hálfa öld og horfðu þeir þá á spár kann-
ana.
Og útgöngumenn vildu líka Cameron burt, því hann
hafði lofað þjóðinni því að næði hann ekki „ásætt-
anlegum árangri í samningaviðræðum sínum við ESB
og leiðtoga þess“ þá myndi hann leggja til við Breta að
þeir segðu „já“ við kjörkassana.
Alltaf sömu samningaviðræðurnar
Samningaviðræður hans voru næstum því jafnmiklar
„ekki viðræður“ og íslensku svikahrappanna sem
reyndu að koma Íslendingum í ESB.
Ekki var um það deilt lengur að Cameron kom tóm-
hentur, berrassaður og niðurlægður frá þessum við-
ræðum.
Fyrstu daga kosningabaráttu um útgöngu eða veru
reyndi hann, en af litlum sannfæringarkrafti þó, að tala
upp einhvern ávinning inn í niðurstöður „samninga
sinna,“ sem hann fullyrti að væri þar þótt það sæist
ekki með berum augum.
Þeir sem héldu utan um kosningabaráttuna fyrir for-
sætisráðherrann frá degi til dags báðu hann loks í öll-
um guðanna bænum að minnast ekki aftur á þessa
„samninga“. Þótt þeir væru vissulega ekki München-
samningar Chamberlains þá væru þeir óþægilega
nærri því að vera næsti bær við það.
Því fyrr sem „remain-mönnum“ auðnaðist að bregða
hulu gleymsku yfir þessa síðari hneisuför til megin-
landsins, því betri von ætti málstaður þeirra.
Hvers vegna var farið svona með hann?
Hluti af sýndarleiknum hafði verið sá að Cameron sótti
heim leiðtoga allra hinna ESB-ríkjanna, rétt eins og
hann tæki það alvarlega sem sagt er í áróðursbækl-
ingum sambandsins fyrir leikskólabörn að ESB væri
enn samband sjálfstæðra og fullvalda ríkja.
Hinir og þessir leiðtogar tóku honum vissulega vel
og sýndu sjónarmiðum hans jafnvel nokkra samúð op-
inberlega.
Eina atkvæðið af þessum 27 atkvæðum sem er talið á
leiðtogafundum ESB útskýrði hins vegar fyrir breska
forsætisráðherranum í Berlín að ekki væri nokkur leið
til þess að láta hann fá eitt eða neitt sem máli skipti.
Ekki vegna þess að óskir hans gengju þvert á megin-
reglur sambandsins. Það gerðu þær þó vissulega en í
því fælist ekki vandinn. Ráðandi ríkin tvö í ESB hafa
ætíð litið svo á og ekki farið dult með að slík ákvæði séu
aðeins bindandi fyrir dvergríki sambandsins, en megi
auðvitað hafa þau til hliðsjónar fyrir burðarríkin tvö,
kjósi þau það.
Hinn raunverulegi vandi við að koma til móts við
breska forsætisráðherrann um eitthvað sem gæti
hugsanlega gagnast honum væri sá að það myndi um-
svifalaust vekja upp svipaðar kröfur með öðrum ríkj-
um ESB. Ekki endilega „leiðtogum“ þeirra ríkja. Þeir
væru flestir fyrir löngu búnir að velja sinn raunveru-
lega þjóðfána, sem væri hafður við hlið héraðsfánans í
þjóðþingunum þeim til háðungar. Heldur hjá almenn-
ingi sem myndi þá gera leiðtogunum erfitt fyrir um að
þagga slíkar raddir niður þar sem þær vísuðu til und-
anlátssemi við Breta.
Og óþarft að auki
En þess utan var forsætisráðherranum bent á að allar
kannanir, opinberar sem aðrar, sýndu svo ótvírætt
mætti telja að Bretar myndu hafna útgöngu með ríf-
legum meirihluta og því ástæðulaust með öllu að gera
glufu í varnarvirki ESB þótt hún væri svo smávægileg
að stækkunargler eða smásjá þyrfti til að koma auga á
hana.
Þessi sjónarmið Hæstráðanda hafa sjálfsagt verið
nokkuð rétt.
En fróðleiksmenn hafa þó bent á, að þær kannanir
sem þessum niðurstöðum réðu, voru gerðar eftir að
breski forsætisráðherrann hafði lýst fyrirætlunum sín-
um um „nýjar samningaviðræður“ við ESB, og gert
þær trúverðugar með „hótunum“ um að næðist ekki
bitastæður árangur þar þá myndi hann sjálfur skora á
þjóð sína að segja já við úrsögn.
Þótt Merkel kanslari vissi jafnvel og Cameron að
hann meinti ekkert með slíkum hótunum þá hafði
breska þjóðin ekki vitað það á þessum tíma.
Stóð afhjúpaður
Þegar Cameron kom heim með skottið á milli lappanna
lét hann eins og staða Breta hefði batnað mjög og að
loforð hans um að vinna til baka fullveldisskerðingar
myndu ganga eftir þótt þess sæi hvergi stað.
Hefði Cameron aldrei sett þennan ömurlega leikþátt
á svið má ætla að úrslit sem ultu á 2% til eða frá hefðu
getað orðið önnur. Verst var að hann skyldi reyna að
halda því fram, gegn betri vitund, að staðan hefði gjör-
breyst með þessum óheiðarlega sýndarleik. Knatt-
spyrnusamband Íslands tók allt annan pól í hæðina en
Cameron gerði þarna, því það reyndi aldrei að halda
því fram að djúpt í iðrum taps landsliðsins okkar með
sín 2 mörk gegn 14 mörkum dönskum lægi dulinn sig-
ur sem velviljaðir menn sæju ef þeir rýndu nógu lengi
ofan í hrakfarirnar.
Það hjálpaði ekki breska forsætisráðherranum, að
hvorki í Berlín eða Brussel kannaðist nokkur maður
við að hann hefði fengið neitt annað en kaffi og kruðerí,
sömu trakteringar og tíðkaðist að bjóða þeim sem
langt kæmu að.
Allir úti að aka
Vegna kannananna var valdablokkin í Bretlandi al-
gjörlega óviðbúin úrslitum þjóðaratkvæðis á kosn-
inganótt. Og hinir, útgöngumennirnir sigursælu, voru
það líka. Tveimur tímum eftir að kjörstöðum lokaði
„viðurkenndi“ Farage UKIP leiðtogi að sjálfsagt væri
það rétt sem útgönguspár sýndu að baráttan hefði tap-
Skamma stund
verður hönd
höggi fegin
’
Þá vitum við það, segja brexit-mennirnir
nú, þeir sömu sem studdu May í for-
sætisráðherrastólinn með vísun til þess
hversu illa hún studdi sinn eigin málstað í
þjóðaratkvæðinu: „Brexit means Remain.“
Reykjavíkurbréf16.11.18