Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 24
sósu en bættu út í meira kjúklingasoði ef
þér finnst vanta.
Hellið sósunni aftur út á pönn-
una og náið upp suðu. Hrær-
ið stanslaust og bætið
smátt og smátt hveiti-
blöndunni saman við.
Eldið þar til sósan
hefur þykknað og
er án kekkja, í
u.þ.b. tíu mín-
útur.
Saltið og piprið
eftir smekk.
Setjið fatið á hellu yfir miðl-
ungshita og hellið kjúklingasoði
yfir. Takið sleif og skrapið botninn
til að losa það sem er fast þar. (Ef
fatið má ekki fara á hellu er hægt að
flytja innihaldið yfir á stóra pönnu
en ekki gleyma að skrapa botninn).
Látið þetta malla þar til sósan
hefur dökknað, u.þ.b. fimm mín-
útur. Fjarlægið nú grænmetið og kal-
kúnahálsinn úr fatinu eða pönnunni og
hendið.
Sigtið sósuna í skál og hendið hratinu.
Þú ættir að vera með um 3 til 4 bolla af
Fullkomin kalkúnasósa
Ekki henda safanum og gumsinu sem kem-
ur af kalkúninum því það nýtist vel til að
bragðbæta sósuna.
1⁄4 bolli hveiti
3⁄4 bolli vatn
2 til 3 msk. soð af kalkúni
4 bollar kjúklingasoð
gróft salt og nýmalaður pipar
Setjið vatn og hveiti í litla krukku með loki
og hristið þar til hveitið er leyst upp í vatn-
inu. Takið kalkúninn úr fatinu. Sjúgið
mestu fituna úr fatinu með soðsugu en lát-
ið annað vera.
Thinkstock
Góða veislu
þakka skal
ss
Hin bandaríska þakkargjörð er haldin ár hvert
fjórða fimmtudag í nóvember. Á þessum
hátíðisdegi koma fjölskyldur saman og borða
veislumáltíð; kalkún og meðlæti. Þótt siðurinn
sé ekki okkar kunna margir Íslendingar að
meta veislumatinn sem tilheyrir deginum og
þann fallega boðskap sem honum fylgir. Það
er alltaf góður tími til að kalla saman fjölskyld-
una, þakka það góða í lífinu og njóta matar!
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2018
MATUR
Þessi fylling er ekki sett inn í fuglinn heldur
er hún borin fram sem meðlæti.
Fyrir 10-12
6 msk. ósaltað smjör
600 g gott súrdeigsbrauð, skerið skorpuna af
og skerið brauðið í litla kubba (fyllir um 8 bolla)
2⁄3 bollar afhýddar heslihnetur
1 stór laukur, skorinn gróft (fyllir 2 og hálfa
bolla)
3 sellerístilkar, skornir í litla bita (1 og hálfur
bolli)
½ kg „acorn“-grasker, afhýtt, fræhreinsað og
skorið í litla bita
2 stór Granny Smith-epli, afhýdd og skorin í litla
bita
salt
1⁄3 bolli þurrt hvítvín
3⁄4 bolli skorin steinselja; geymið nokkur lauf til
skreytinga
1 ½ bolli kalkúnasoð eða kjúklingasoð
3 stór egg, slegin saman
Hitið ofninn í 150 gráður. Smyrjið stórt eld-
fast mót og geymið til hliðar. Dreifið brauð-
bitunum á ofnplötu með smjörpappír og
bakið í 45 til 55 mínútur. Hrærið til á plöt-
unni einu sinni á meðan þeir bakast. Brauð-
bitarnir eru tilbúnir þegar þeir eru gull-
inbrúnir og stökkir. Geymið þá í skál sem
heldur á þeim hita.
Hækkið ofninn í 190 gráður. Dreifið hesli-
hnetum á bökunarpappír og setjið inn í ofn.
Ristið þær í 12 til 15 mínútur. Takið út og
þegar þær hafa kólnað aðeins, skerið gróft.
Á meðan þær ristast er gott að bræða smjör
í stórum potti yfir miðlungshita. Bætið lauk,
selleríi, graskeri, eplum og tveimur teskeið-
um af salti út í pottinn. Hrærið af og til þar
til grænmetið og eplin eru hálfelduð, í u.þ.b.
tíu mínútur. Hellið þá víni saman við og eld-
ið áfram þar til það gufar upp, í tvær mín-
útur. Færið innihald pottsins yfir í skálina
með brauðinu. Hrærið steinseljunni saman
við og hellið soðinu yfir. Hellið eggjunum
saman við og hrærið þar til brauðið er þakið
blöndunni. Setjið í eldfasta mótið og breiðið
smjörpappír yfir og álpappír svo lauslega yfir
það.
Bakið í 20 mínútur. Takið allan pappír af
og bakið áfram þar til gullinbrúnt og stökkt
ofan á, í u.þ.b. 20 til 25 mínútur í viðbót. Tak-
ið út og dreifið heslihnetum og steinselju-
laufum yfir.
Kalkúnafylling úr súrdeigsbrauði
Takið kalkúninn út úr ísskáp og látið hann
standa á borði í klukkutíma óvarinn. Þá
verður skinnið stökkara við eldun.
Fyrir 10-12
1 ferskur eða þýddur kalkúnn, 4,5 til 5,5 kg
1 sellerístilkur, skorinn í bita
2 lárviðarlauf
2 miðlungsstórar gulrætur, skornar í bita
2 miðlungsstórir laukar, skornir í fernt
4 msk. smjör, við stofuhita
1 tsk. kalkúnakrydd eða kjúklingakrydd, eða
meira eftir smekk
gróft salt og nýmalaður pipar
Hitið ofninn í 175 gráður. Fjarlægið háls og
annað innan úr kalkúninum og geymið til
hliðar. Skolið hann að innan og utan undir
köldu vatni og þerrið með eldhúspappír.
Fyllið kalkúninn með selleríi, lárvið-
arlaufum og helmingnum af gulrótunum og
lauknum. Bindið fætur saman með eldhús-
snæri. Nuddið fuglinn með smjöri og krydd-
ið með fuglakryddinu, salti og pipar.
Setjið restina af gulrótum og lauk í stóra
ofnskúffu (eða eldfast mót) sem er með
grind. Setjið hálsinn þar líka í botninn. Setj-
ið kalkúninn á grindina sem stendur ofan á
fatinu. Eldið í ofni í 2 ½ til 3 tíma. Vökvið
reglulega með soðinu fyrsta klukkutímann.
Þegar fuglinn er tilbúinn er hann gull-
inbrúnn og glær vökvi rennur úr honum
þegar stungið er í hann.
Gott er að elda hann með kjöthitamæli
sem stungið er í þykkasta hluta bringunnar.
Fuglinn er tilbúinn þegar kjörhitastigið hef-
ur náð u.þ.b. 75 gráðum.
Ef kalkúnninn brúnast of mikið eða er að
fara að brenna er gott að breiða yfir hann
álpappír.
Látið hann standa á borði í hálftíma áður
en hann er skorinn.
Kalkúnn