Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 17
heilaþokunni, sem háir nýrnasjúklingum, hefur létt. Það gat komið fyrir að María ætlaði að keyra á Landspítalann og hún endaði úti á Granda. Árið hefur verið erfitt, heilsan versnaði til muna. „Ég tek fram að ég hef ekki verið í sjálfsvígs- hættu en líðanin er mjög flöt í svona aðstæðum og sönn gleði er tilfinning sem kemur ekki oft yfir mann, en ég upplifði það um daginn, eftir að byrja í kviðskilun, og það var næstum eins og högg í magann. Þessi flatneskja er þekkt meðal nýrnasjúklinga, það er svo erfitt að skipuleggja lífið, ómögulegt að fara í utanlandsferðir eða bara eins og hjá mér; að fara í bíó eða neitt sem útheimtir orku. Þú finnur aukaverkanir sjúk- dómsins hverja mínútu á hverjum degi og fólk sér fram á að það muni kannski búa við þetta líf næstu 20 ár og missir móðinn. Ég er þó hamingjusöm í lífinu og ég trúi ein- lægt að ég fái nýra á endanum. En ég vil vekja athygli á þessu. Það myndi engan gruna sem ekki veit hvað ég er veik því þessi sjúkdómur sést ekki utan á manni. Fólk heldur svolítið að þetta reddist en þetta er alltaf háð því að fólk gefi sig fram. Mig langar til að fólk lesi þetta og þetta verði mögulega til þess að fleiri stígi fram þegar fólk þarf að leita til vina og ættingja eftir nýra, ekki endilega til að bjóða strax fram nýra, heldur til að bjóðast til að kynna sér hvað felist í því að vera nýrnagjafi.“ Eins og fyrr segir er mikil vinna að finna nýru sem passa nýrnasjúklingum, líkt og í til- felli Maríu þar sem 11 manns hafa þó boðið sig fram. „Þetta erindi sem ég sendi Landspítalanum var beiðni um að þau skoðuðu það sem ég kalla „krossgjafir“ og er þekkt ferli erlendis en það myndi auðvelda til muna að nýrnasjúklingar fyndu nýru. Þau fjögur sem voru komin alla leið og búin að fá vottun á að þau hefðu heilsu til að gefa nýru upplifðu ákveðið sorgarferli þegar í ljós kom að ég var með mótefni gegn þeirra nýr- um. En það þýðir ekki að þeirra nýru henti ekki einhverjum öðrum. Þetta ferli er þannig að ef vinkona mín vill til dæmis gefa mér nýra en það passar mér ekki og pabbi þinn vill gefa þér nýra værir þú veik en það passaði þér ekki – væri hægt að skoða hvort vinkona mín gæti gefið þér sitt nýra og pabbi þinn mér sitt nýra, í kross. Svona fyrirkomulag myndi opna mikla mögu- leika fyrir nýrnasjúklinga og þótt aðgerðirnar séu flóknar og spítalinn hér ekki með aðstöðu eða lækna í þetta gætum við gert samninga við aðila úti og verið hluti af stærra neti. Ég að minnsta kosti sendi þessa beiðni og þá getur spítalinn a.m.k. tekið afstöðu til þess. Svo er annað sem ég er líka að kanna og hef sent annað erindi til spítalans en það er hvort þeir einstaklingar með há mótefni í blóði gætu farið í svokallaða afnæmun. Ef ég er til dæmis með það mikið af mótefni að ég hafni öllum, eru sumir nýrnasjúklingar erlendis sendir í afnæm- un þar sem mótefnin eru hreinsuð úr blóðinu.“ María segist hafa þurft svolitla umhugsun að koma fram og segja frá sjúkdómi sínum, en henni finnst það mikilvægt og biður blaðamann vinsamlegast um að vera ekki með „neitt væl í sér“ – hún sé bjartsýn þrátt fyrir allt, hún finni bara svo innilega að það vanti á þekkingu fólks á þessum sjúkdómi. „Við nýrnasjúklingar þurfum að biðja um hjálp og ég held að aðrir væru meira til í að hjálpa ef fólk vissi hvað þessi sjúkdómur gerir. Ég hef aldrei hugsað: af hverju ég? Það er frek- ar að ég hugsi: kannski sem betur fer ég. Ég er ekki með lítil börn sem væri ekki möguleiki að ég gæti hugsað um í þessum aðstæðum. Ég er með stórt og gott stuðningsnet, yndislega for- eldra sem standa eins og klettar mér við hlið, sanna vini og ótrúlega góðan vinnuveitenda. Ég hef það alltaf á bak við eyrað að það skiptir ekki máli hvað kemur fyrir þig heldur hvernig þú bregst við því.“ „Við nýrnasjúklingar þurfum að biðja um hjálp og ég held að aðrir væru meira til í að hjálpa ef fólk vissi hvað þessi sjúkdómur gerir. Ég hef aldrei hugsað: af hverju ég? Það er frekar að ég hugsi: kannski sem betur fer ég,“ segir María Dungal sem er hér með börnum sínum, Gabríelu og Ísak. Morgunblaðið/Hari 18.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 „Auðvitað hefur verið erfitt að horfa upp á þessa lífsglöðu og orku- miklu vinkonu mína breytast í skuggann af sjálfri sér og missa heils- una á tiltölulega skömmum tíma. Horfa upp á orkuna dvína, verkina, óþæg- indin, lystarleysið, svefnleysið og dep- urðina eða sorgina, sem kannski er versta einkennið,“ segir vinkona Maríu og ein þeirra sem vildu gefa henni nýra, Ína Rós Jóhannesdóttir geðhjúkrunarfræðingur. „Ljósið í myrkrinu er að sjúkdómurinn sem herjar á Maju er ekki hefðbundinn langvinnur sjúkdómur því það er til var- anleg lausn; gjöf á nýra, og miklar líkur á að hún muni endurheimta fyrri heilsu ef rétti gjafinn finnst. Það að gefa nýra er í mínum huga er ekki stórmál; ég er með tvö heilbrigð nýru en ég kemst að öllum lík- indum vel af með eitt. Því var þetta aldrei spurning hjá mér, ég vildi láta Maju hafa annað af mínum heilbrigðu nýrum. Við vissum þó frá upphafi að líkurnar á að ég væri rétti gjafinn fyrir Maju væru ekki miklar því ég er í öðrum blóðflokki, en von- in varð skynseminni yfirsterkari og ég var eiginlega komin í aðgerðina í huganum. Það voru því mikil vonbrigði að komast að því að ég væri ekki kandídat sem gjafi og segja má að ég hafi upplifað sorg í kjölfar- ið, upplifði bæði depurð og reiði. Ég fór strax að ræða hvort ekki væri mögulegt að finna aðra í okkar sporum; einstakling sem vill vera gjafi en passar ekki fyrir sinn aðstandanda og hvort það væri ekki hægt að víxla gjöfurum. Það er boðið upp á slíkt víða erlendis en ekki hér á Íslandi, því miður. Þrátt fyrir þakklæti í garð þeirra sem veita afbragðsþjónustu fyrir nýrnabilaða í dag velti ég því fyrir mér hvort það væri ekki þjóðhagslega hag- kvæmt að bæta möguleikanum um víxlgjöf við þjónustuna þannig að veikindi sem þessi tækju enda sem fyrst. Auk þess sem það myndi stórauka lífsgæði margra sem nú eru í biðstöðu og verða sífellt veikari.“ Ína Rós segir að það að hafa farið í gegnum þetta ferli hafi breytt viðhorfi sínu. „Allt í einu varð heimurinn fullur af fólki með tvö nýru sem kemst margt hvað af með aðeins eitt, á sama tíma og fjölda manns vantar þessa gjöf, sem myndi um- breyta öllu til hins betra. En við vinkonurnar reynum að líta já- kvæðar fram á veginn. Maja er ótrúlega sterk og dugleg kona og ég veit að hún mun fá heilsuna til baka og geta notið þess að nýju að vera til. Við vinir Maju erum ótrúlega heppin að hafa fengið þennan klett sem hún er okkur við hlið í lífinu.“ María og Ína Rós, sem vildi gefa henni nýra. Sorgarferli að fá neitun

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.