Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 13
18.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 S ysturnar Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur eru í þeirri óvenju- legu stöðu að vera báðar að gefa út skáldsögu fyrir jólin. Þótt sam- ræmd tímasetning hafi ekki verið skipulögð fylgdust þær vel með skrifum hvor annarrar enda hafa þær alla tíð verið nánar og deila fleiru en skáldagáfunni. Þær eru aldar upp í bókelskri fjölskyldu, móðir þeirra, Hild- ur Baldursdóttir, er bókasafnsfræðingur og faðir þeirra er Einar Kárason rithöfundur. Þær ólust upp í stelpnageri en alls eru þær fjórar systurnar. Byrjum á byrjuninni. Hver er fyrsta minn- ing ykkar systra um hvor aðra? Kamilla: „Ég var átta ára þegar Júlía fædd- ist og ég fann yfirþyrmandi ábyrgðartilfinn- ingu. Ég og Hildur systir, sem er ári yngri en ég, ákváðum að nú gætum við ekki treyst mömmu og pabba fyrir þessu. Við tókum það mjög alvarlega að við yrðum að redda þessu uppeldi.“ Júlía: „Kamilla og Hildur Edda voru teymi sem allar mínar minningar úr æsku snúast um.“ Kamilla: „Við systurnar höfðum miklar áhyggjur af því að Júlía yrði ekki andlega þroskuð og gátum ekki séð fyrir okkur að mamma og pabbi gætu séð um það þannig að við fórum að fara með Júlíu í sunnudagaskóla. Við systurnar erum ekki skírðar eða neitt og aldrei neitt trúarlegt í uppeldinu þannig að okkur fannst þetta eitthvert atriði sem við systur gætum reddað.“ Júlía: „Og þær unglingarnir sátu með litlu systur í kirkju á sunnudagsmorgnum til að hún heyrði talað um Jesú.“ Kamilla: „Við vildum að Júlía yrði meðvituð um erfiðið í heiminum og fórum því einnig með hana í kröfugöngur og mótmæli. Við vorum einmitt að rifja upp að fyrsta útlenskan sem Júlía lærði var „Cuba Si, Yankee No.“ Það lærði hún fyrir utan ameríska sendiráðið þeg- ar hún var 3 ára og ég 12 ára.“ Júlía: „Ég kom heim alveg brjáluð eftir þessa fundi.“ Kamilla: „Og okkur fannst ekkert því til fyr- irstöðu að kenna henni svona ungri um fyr- irbæri eins og viðskiptabann. Sennilega var þetta mjög undarlegt uppeldi.“ Júlía: „Sunnudagaskólinn hafði sín áhrif. Við fjölskyldan fluttum á Flókagötu, sem var hér um bil næsta hús við Háteigskirkju og mér fannst frábær tilviljun að guð skyldi eiga heima í næsta húsi og fannst afar hátíðlegt að heimsækja guð í hverri einustu viku. En mamma og pabbi skildu hvorki upp né niður í þessu.“ Í hvernig umhverfi ólust þið upp? Kamilla: „Reykvísku millistéttarumhverfi í Hlíðunum. Mamma var alltaf að vinna í hverf- inu, á bókasafni, og pabbi var ekki í vinnu – að því er við héldum, töldum að hann væri bara heima að fikta við einhverjar ritvélar, héldum að hann lagaði þær. Við eldri stelpurnar héld- um það fram eftir öllu og það fattaðist þegar einhverjir foreldrar vina okkar báðu hann um að laga brauðrist, að við systur héldum í alvör- unni að hann væri að laga þessar ritvélar sem hann var að skrifa á.“ Júlía: „En þið bjugguð náttúrlega fyrstu ár- in í Danmörku, áður en ég kom til sögunnar. Þær eru rosalega leiðinlegar sögurnar sem þau rifja upp þau hin í fjölskyldunni um Dan- mörku, alltaf svo gaman hjá þeim þar, þegar ég var ekki til. Eins og þetta hljómar hjá þeim voru þetta einhver gullaldarár fjölskyldunnar, algjör útópía. Rosalegur hippafílingur á ljós- myndum af þeim þarna í Danmörku, allir alltaf á tánum, sátu úti, drukku sólberjasaft. Alltaf gestagangur og stuð.“ Kamilla: „En þau hefndu sín seinna meir og fluttu öll til Berlínar þegar ég var að eiga börn heima á Íslandi, 21 árs. Þau segja sögur í dag sem enda einhvern veginn allar svona: „Þetta er nú bara eins og á Wilhelmsstrasse!“ Svo hlæja þau öll í kór, ahahaha, voða fyndið og ég skil ekki neitt.“ Júlía: „En við bjuggum sem sagt alltaf í Hlíðunum, ég held að pabbi hafi frekjast með það því hann bjó í Úthlíð sem strákur.“ Kamilla: „Mjög sátt við þá frekju.“ Júlía: „Við höfum sem sagt alltaf verið í Hlíðunum og alltaf átt ketti.“ Kamilla: „Þetta var mjög verndað líf, þar sem foreldrar okkar gerðu allt fyrir okkur, skutluðu okkur í tónlistarskólann og svo fram- vegis, þótt maður hefði ekki verið alltaf svo þakklátur fyrir það, þá sér maður eftir á hvað lífið var gott, verndað og þægilegt.“ Langt síðan hún settist á mig og slefaði Hvernig systur eruð þið? Hverja metið þið sem kosti og ókosti hvor annarrar? Aðdáendur hvor annarrar Það er ekki á hverjum degi sem systur eru á sama tíma með bók í jólabókaflóðinu. Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur koma úr bókelskri rithöfundafjölskyldu og eru helstu stuðningsmenn hvor annarrar. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’Við systurnar höfðum mikl-ar áhyggjur af því að Júlíayrði ekki andlega þroskuð oggátum ekki séð fyrir okkur að mamma og pabbi gætu séð um það þannig að við fórum að fara með Júlíu í sunnudagaskóla. SONIC VIBRATIO TANNBURST • Fjarlægir allt að 50% meira af óhreinindum milli tannanna og hreinsar allt að helmingi dýpra undir tannholdið. • Þægilegur titringur veitir djúpa en blíða hreinsun • Burstahaus og rafhlöðu má skipta út eftir þörfum (rafhlaða fylgir með) Fáðu auka kraft þegar þú burstar Fæst í apótekum og almennum verslunum. Tannlæknarmæla með GUM tannvörum Nýtt Batterísdrifinn tannbursti með einstakri hreinsunartækni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.