Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 16
N ýrnabilun er einn af þeim sjúk- dómum sem teljast nánast ósýnilegir og á sama tíma og við búum við verulega skert lífsgæði og vanlíðan, sjá aðrir okkur sem hrausta einstaklinga en einkenni sjúkdómsins sjást ekki vel utan á okkur,“ segir María Dungal sem er með nýrnabilun á loka- stigi. María segir að sig hafi lengi langað að vekja athygli á því hvernig líf fólks með nýrna- bilun er þeim sem greinast með nýrnabilun á lokastigi fer fjölgandi ár frá ári, stundum er tal- að um faraldur. „Það að veikindin sjást oft ekki utan á fólki, sem breyta þó öllu lífi þeirra og rænir í raun öll- um lífsgæðum, gerir það að verkum að færri stíga fram og bjóða þessa lífgjöf sem þessir sjúklingar þurfa svo mikið á að halda, , jafnvel þeir sem standa viðkomandi mjög nærri halda að sér höndum þar sem þeir sjá ekki afleiðingar sjúkdómsins.“ Maríu hefur ekki skort að vinir og ættingjar stígi fram og bjóði henni nýra, alls hafa 11 manns boðið henni nýra en kröfurnar eru strangar um gott heilsufar gjafa, aðeins fjórir gjafanna voru hæfir en voru þá á endanum úti- lokaðir þar sem María er með mótefni í blóði og gat hún því ekki tekið við nýra frá þeim. Það þýðir þó ekki að framtíðargjafar séu útilokaðir. „Markmið mitt er ekki að auglýsa eftir nýra heldur langar mig að vekja athygli á hvernig líf okkar með nýrnabilun er, í þeirri von að fólk með þennan sjúkdóm fái fleiri jákvæð viðbrögð í sinni leit. Í þeim frásögnum sem ég hef lesið um nýrnasjúklinga hef ég ekki séð lýsingar á raun- veruleika þess að búa við þennan sjúkdóm á hverjum degi en mig langar líka að vekja at- hygli á þekktri líffæragjöf sem er notuð víða er- lendis og ég hef sent formlegt erindi til Land- spítalans um að hann skoði það.“ Hvítt og svart líf fyrir og eftir María er 46 ára gömul og á tvö börn, Ísak 24 ára og Gabríelu 20 ára. María er með BSc-gráðu í alþjóðamarkaðssetningu, mastersgráðu í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptaháskól- anum í Árósum, á að baki starfsferil sem stjórn- andi hjá ýmsum fyrirtækjum og starfar nú sem framkvæmdastjóri hjá opinberri stofnun. Eftir því sem einkenni sjúkdómsins hafa auk- ist hefur María þó dregið úr vinnu og skilar ekki fullum vinnudegi í dag en þar sem hún er byrjuð í skilun vonast hún til að komast til vinnu innan skamms. Áður en einkennin fóru að gera vart við sig var María afar athafnasöm, í vinnu og ut- an. Fyrir utan að fulla vinnu var hún sjálfboða- liði í Konukoti, synti kílómetra 3-5 sinum í viku, var í tveimur saumaklúbbum og hafði yndi af því að vera með vinum og fjölskyldu en hún á tvö börn. Hún segist sjaldan hafa mátt eiga auða stund, hafi elskað að fara í leikhús, út að borða, kaffihús og elda góðan mat, hún segist hafa byrjað stundum fyrir hádegi að útbúa mat- inn og hlær. Allt þetta hefur breyst þar sem orkan hefur gufað upp en yfirþyrmandi þreyta sem fylgir sjúkdómnum er það sem hefur verið hvað erfiðast að lifa með. „Það hefur verið erfitt að aðlagast þessu því andstæðurnar eru svo miklar fyrir og eftir þennan sjúkdóm. Ég hef viljað nota þá orku sem ég hef til að vinna því annars veit ég að ég sekk niður í þunglyndi og vanlíðan og missi sjónar á tilganginum með því að halda áfram. En það er skrítin tilfinning að vakna á morgn- ana, fara í sturtu, klæða sig og fara svo dauð- uppgefin út í bíl til að keyra í vinnuna og svíða í lærin þegar maður gengur upp fáar tröppur að vinnustaðnum.“ Geturðu aðeins lýst því hvernig lífsmynstur þitt hefur breyst eftir greiningu? „Ég hef til dæmis ekki eldað í að verða 2 ár og en það er gríðalega erfitt að sjá um auðveldustu þrif. Ég þvæ þvott og skipti á rúmum en það er löngu orðið ónauðsynlegt að þau séu sam- anbrotin því það sparar orku að sleppa því og bíllinn hefur ekki verið þrifinn að innan í eitt ár. Líkaminn og hugurinn hreinlega öskrar á hvíld en þó maður þrái það eitt að fara heim og upp í rúm veit maður jafnframt að það hjálpar ekk- ert. Ég hef í raun forgangsraðað öllu í lífinu til að nota orkuna bara í það allra nauðsynlegasta. Ég er í veikindaleyfi núna en annars tekur vinn- an 80% af minni orku og þannig held ég geð- heilsunni þokkalega í lagi og get séð fyrir mér fjárhagslega. Þreytan er auðvitað alvarlegust og hefur haft mest áhrif á lífsgæðin en svo eru alls kyns önnur einkenni, svo sem stöðug mæði, lystarleysi, ógleði og svo er mér alltaf ískalt. Á nóttunni koma svo kröftugir sinadrættir, ofboðslega sársaukafullir, þannig að svefninn truflast mik- ið. Ég þakka því að ég fór að taka magnesíum smá breytingu á orkunni, ég til dæmis get vakað til 10 eða 11 á kvöldin núna en áður fór ég upp í rúm klukkan átta og gat sofið langt fram eftir næsta degi.“ Hvernig er að vera þreyttur allan sólarhring- inn í þrjú ár? „Það er magnað hvað það sé hægt að verða þreyttur á því að vera þreyttur. Það verður allt svo erfitt og óyfirstíganlegt þegar þreytan er svona mikil, Á hverjum degi er það til dæmis hálfgert kvíðaefni að þurfa að fara í sturtu, þurrka mér, finna til föt og hafa mig til fyrir daginn. Þetta eru svo mörg handtök og svo fá- ránlega þung þegar ástandið er orðið eins og það er. Það versta er að veikindin eru eins og ský sem hangir yfir mér á hverjum degi. Það er sjaldan sem það kemur augnablik sem ég finn ekki fyrir aukaverkunum af veikindunum og stundirnar sem ég er með áhyggjur af því að eitthvað sé öðruvísi en áður eða að versna, koma á hverjum einasta degi.“ Lenti alls staðar á veggjum Hvernig kom í ljós að þú værir nýrnaveik? „Árið 2008 fer ég að finna svo óeðlilega þreytu. Ég kom heim á föstudögum og skreið upp í rúm, ég bara gat ekki meira. Þetta var orðið normið. Svo kom helgin og ef ég ætlaði mér að gera eitthvað, fara t.d. eitthvað á laug- ardagskvöldi, passaði ég mig alltaf að koma heim áður og sofa í svona 2-3 tíma, þrátt fyrir að hafa sofið fram eftir um morguninn. Á þessum tíma gekk ég á milli lækna, ég hef alltaf verið lág í járni og kenndi því svolítið um þreytuna. Lífsgæðin fóru þverrandi og ég þurfti sífellt að skipuleggja svefn og það að leggja mig inn í hvern dag. Ég fór að hafa miklar áhyggjur og fór nokkr- um sinnum í blóðprufur. Ég man sérstaklega eftir einu skipti, þá hafði ég ákveðið að fara til útlanda í nám og hafði miklar áhyggjur af því að það gengi bara ekki, með hausinn óskýran. Ég gerði eina tilraun enn, ákvað að fara til læknis og biðja hann líka að mæla hormónin. Ég hafði séð þátt Oprah Winfrey þar sem umfjöllunar- efnið var miðaldra þreyttar konur sem voru að glíma við hormónavandamál. Af hverju ekki að skoða það?“ María segir að hún hefði betur sleppt því að nefna það við lækninn sem fussaði og sveiaði að hún væri að koma með einhver sjónvarpsfræði inn á hans borð. Það væri engin ástæða til að rannsaka hana neitt frekar, hún væri bara þreytt því að það væri mikið að gera hjá henni, hún ætti tvö börn, væri með eigið fyrirtæki og svo hefði nú orðið hrun. Þar að auki væru svona hormónarannsóknir rándýrar. Taktu bara vít- amín, voru hans skilaboð. María segir það hafa verið erfitt að kyngja því að vera afgreidd svona „Ég er ekki manngerð sem lætur vaða yfir sig og sagði lækninum að þetta væri ekki rétt, ég þekkti vel þreytu og álag og þetta væri eitthvað allt annað. Benti honum einnig á að konan sem ræki fyrirtækið með mér ætti fjögur börn og vaknaði þó á hverjum morgni klukkan átta og væri virk. Þegar ég gekk út frá honum sneri ég mér við í dyragættinni og sagði við hann: Þetta er ekki eðlilegt ástand. Einn daginn ætla ég að komast að því hvað er að mér og þegar ég er búin að því ætla ég að koma til baka og láta þig vita. Því miður man ég ekki nafnið á honum svo ég hef aldrei getað látið hann vita!“ Strax drifin í rannsóknir María fór út í nám og bjó á sveitabýli í afar ró- legu umhverfi. Tímasókn í skólann var fremur lítil, maðurinn hennar flutti fljótlega til Noregs að vinna, eldri sonur hennar til Íslands, hún og 12 ára dóttir hennar nutu sín í sveitinni og tíma- sókn var fremur lítil í skólanum. María fékk að vera mest í næði heima að lesa. „Þetta voru kjöraðstæður til að ná upp þreki en það kom ekki. Alla daga varð ég að leggja mig, langan tíma á hverjum degi og á endanum hugsaði ég að kannski ætti ég að reyna eina ferðina enn að fara til læknis, þarna var jú ann- að heilbrigðiskerfi. Móttökur læknisins, sem var kona, voru þannig að ég trúði þessu varla, hér heima hafði ég aldrei fengið svona viðmót. Hún sagði strax að þessi saga mín og líðan væri engan veginn eðlilegt. Hún sendi mig í alls kyns rannsóknir á spítalann þar sem ég var í heilan dag. Ég sat í einn og hálfan tíma í læknisviðtali, alls kyns myndatökur og ég man að ég var miður mín. Yrði þetta ekki dýrt? Og svo kæmi kannski ekk- ert út úr þessu og ég eins og bjáni. Það eina sem ég þurfti hins vegar að borga var stöðumæla- gjaldið fyrir utan spítalann en dýrmætast var að þarna var hlustað á mig, mér ekki sagt að hætta að ímynda mér eitthvað og fara bara að taka vít- amín.“ Maríu beið 12 blaðsíðna skýrsla eftir þessa heimsókn. Nýrun höfðu ekki fulla starfsemi, 80 prósent. Þarna komu útskýringar loks. Nýrun framleiða annars hormón sem segja beinmerg að framleiða rauð blóðkorn. Nýru Maríu fram- leiddu ekki þessi hormón og þess vegna var María lág í rauðum blóðkornum og járni sem or- sakaði þessa þreytu. María var að flytja heim á þessum tíma og var sagt að hafa samband strax við nýrnalækni og blóðsérfræðing á Íslandi. „Ég flyt heim og fer til nýrnalæknis. Lækn- inum þótti lítið merkilegt við þessar niður- stöður, sagði við mig að fullt af fólki væri með svona skerta nýrnastarfsemi og fullt af fólki væri svona lágt í járni. Ég sagði að það gæti vel verið en mín líðan og mín lífsgæði væru veru- lega skert vegna þessa. Hann sendi mig þó til blóðsérfræðings en þangað fór ég nokkrum sinnum á ári í fjögur ár. Sá læknir reyndi að sprauta mig með járni en það lak bara út. Hann lét einnig sprauta mig með hormóninu sem nýr- un framleiddu ekki. Einn daginn, í desember 2015, hringdi hann í mig í uppnámi en um það leyti var ég alveg hætt að geta vaknað á morgn- ana þótt ég stillti allar vekjaraklukkur og fengi börnin mín til að reyna að vekja mig.“ Blóðsérfræðingurinn spurði Maríu hvort hún væri undir eftirliti nýrnalæknis sem María neit- aði, nýrnalæknirinn hefði sent sig áfram til blóð- sérfræðingsins. Hann bað Maríu að mæta strax upp á læknastofu morguninn eftir og hann ætl- aði að koma henni að hjá nýrnalækni. „Daginn eftir var mér tilkynnt að starfsemi nýrna væri komin niður í 28%. Ég fékk að vita að ég gæti ekkert gert til að auka starfsemina en með réttum lífsstíl, mataræði, væri hægt að hægja eitthvað á þessu ferli. Á endanum yrði ég að fara í skilun og svo yrði það nýrnagjöf.“ Fór að iðka þakklæti María segir að í dag hafi hún tvær upplifanir af íslensku heilbrigðiskerfi. Annars vegar sé það greiningarferlið, sem sé í molum, og svo umönn- unarferlið sem sé þvert á móti afar gott. „Það er mjög vel hugsað um mig í dag, eftir að ég hef fengið greiningu og er viðurkennd með þennan sjúkdóm, en greiningarferlið sjálft er ónýtt. Rannsóknir sýna einnig að konur upp- lifa að það er ekki tekið mark á þeim hjá lækn- um og það viðhorf að við konur séum að ímynda okkur að við séum veikar er algengt.“ Hvernig tókstu því að greinast með svo alvar- lega litla nýrnastarfsemi? „Veröldin hrynur í fyrstu og fyrsta árið var mikill rússíbani. Ég var nýskilin og hugsaði með mér að ég yrði að hætta að vinna og gæti ekki séð fyrir mér. En ég sá líka eftir innri skoðun að þetta var verkefni, vissulega pínu ömurlegt, en ég yrði að takast á við það. Mér fannst huggun að geta verið aðeins við stýrið því réttur lífsstíll getur hægt á sjúkdómnum og það var mikið sem ég þurfti að læra þar. En það hjálpaði ekki að matarlystin var lítil og ég hríðléttist því stöð- ugur flökurleiki fylgdi. Ég hef líka verið mjög þakklát fyrir það að þetta er sjúkdómur sem á sér upphaf og endi. Ef allt gengur vel er endapunkturinn sá að ég fæ nýra. Ég þarf vissulega að vera á lyfjum það sem eftir er ævinnar en ef ég fæ nýra þá snýst dæmið við.“ Eftir að hafa sokkið djúpt fór hún fljótlega að leita leiða til að öðlast sátt. „Það var þrennt sem ég gerði. Ég kynnti mér núvitund, sem er einföld í eðli sínu, og tvisvar á dag tók ég 2-3 mínútur í núvitund. Hún kenndi mér að stoppa við og við í dagsins önn og njóta augnabliksins, skoða hvað það væri fallegt veð- ur eða annað smálegt. Þá gerði ég það meðvitað að skoða allar ömurlegustu fréttirnar á netmiðlunum til að minna mig á hvað margir voru að fást við erfið verkefni, takast á við sorg og missi. Fréttir úr fjarlægum löndum sem yfirleitt fara bara inn um annað eyrað og út um hitt. Þessar fréttir snertu mig nú á annan hátt og ég sá hvað ég hafði margt að þakka fyrir. Og það þriðja sem ég gerði var að ég fór að lesa mér til um og iðka þakklæti, sem er alveg sérstakt fyrirbæri og auðvelt að gúggla þessi fræði. Á kvöldin áður en ég fór að sofa þurfti ég að finna tíu atriði til að vera þakklát fyrir. Það gat verið erfitt því þegar þú þarft að finna 10 ný atriði á dag til að þakka fyrir þarftu að grand- skoða líf þitt, en það kom. Það var ekki sjálfsagt að ég lægi í eigin rúmi, með eigin hlýju sæng, öll þessi atriði sem maður sér ekki svo glöggt alla jafna að maður er svo ríkur að búa að.“ Skoði krossgjafir María er með 8 prósenta nýrnastarfsemi í dag. Hún er byrjuð mjög nýlega í kviðskilun og finn- ur talsverðan mun á sér hvað varðar orku og Kannski sem betur fer ég María Dungal framkvæmdastjóri er með nýrnabilun á lokastigi. Hér heima gekk hún á milli lækna og var sagt að taka vítamín og hætta að ímynda sér hluti en yfirþyrmandi þreyta hefur umturnað lífi hennar. Hún endaði á að fá greiningu erlendis. 11 manns hafa boðið Maríu nýra án þess að það hafi gengið en hún hefur beðið Landspítalann að skoða formlega nýja leið í nýrnagjöfum sem þekkt er erlendis. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’Greiningarferlið sjálft er ónýtt. Rannsóknir sýna einnig að konurupplifa að það er ekki tekið mark á þeim hjá læknum og það viðhorfað við konur séum að ímynda okkur að við séum veikar er algengt. VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.