Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 27
veitingastöðum borgarinnar. Einnig
er vel hægt að mæla með mat frá
Súrinam þótt ekki megi gleyma
hefðbundnu hollensku góðgæti á
borð við litlar pönnukökur og síróps-
vöfflur.
Borgin er ein af alþjóðlegustu
borgum í heiminum en þar býr fólk
frá að minnsta kosti 177 löndum.
Matarmarkaðir af ýmsu tagi hafa
notið mikilla vinsælda síðustu ár og
einn slíkan er að finna í Foodhallen.
Þetta er stemningsstaður þar sem
hægt er að borða sig saddan af götu-
mat frá ýmsum löndum. Innblást-
urinn kemur frá Torvehallerne í
Kaupmannahöfn, Mercado de san
Miguel í Madrid og Borough Market
í London, fyrir þá sem þekkja til
þar.
Fornmunir og fínar dragtir
Það er sannarlega auðvelt að versla í
Amsterdam en á meðal stórra versl-
unargatna eru Kalverstraat og
Leidsestraat en fínni búðir eru m.a.
við P.C. Hooftstraat. Þeir sem vilja
forðast stærri keðjur og ferða-
mannafjölda ættu að fara í hverfið
Jordaan og líka svæði þar við sem er
kallað Negen Straatjes eða „níu göt-
ur“. Þar eru sjálfstæðar búðir,
smærri búðir með notuð föt og muni
auk einhverra þekktari nafna.
Stemningin þar er öllu rólegri.
Ekki má gleyma öllum mörkuðum
borgarinnar eins og Albert Cuyp-
markaðinum og Waterlooplein-
markaðinum þar sem hægt er að
kaupa allt milli himins og jarðar.
Göngutúrar og hjólaferðir
Borgin er einstaklega þéttbyggð
þannig að það er hægt að sjá mikið á
litlu svæði og auðvelt að ganga á
milli margra staða. Ferðamenn ættu
líka að vera duglegir að kanna svæði
utan gamla miðbæjarins en góðir
veitingastaðir eru um alla borgina.
Ferðafólk ætti líka að vera óhrætt
við að hoppa upp í sporvagna til að
spara sér sporin eða leigja sér hjól
og ferðast um borgina eins og sann-
ur Amsterdambúi.
Foodhallen er líflegur matarmarkaður þar sem götumatur víða að úr heim-
inum fær að njóta sín en básarnir eru um tuttugu talsins.
Mynd/Foodhallen
Indónesískur matur er einstaklega bragðgóður að mati greinarhöfundar.
Amsterdam er ekki bara gamlar byggingar heldur líka nýjar eins og EYE-
kvikmyndasafnið, sem er staðsett hinum megin við ána IJ.
Borgin er ekki síður falleg í ljósaskiptunum og á kvöldin en á daginn.
’ Ferðamenn ættu ekkiað missa af því tæki-færi að borða á einum affjölmörgum indónes-
ískum veitingastöðum
borgarinnar.
18.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
Amsterdam er borg
frægra og stórra safna á
borð við Rijksmuseum,
þar sem Næturverðir
Rembrandts eru m.a. til
sýnis, Van Gogh-safnið
og nútímalistasafnið
Stedelijk. Söfnin eru það
stór þáttur í borginni að
þar er heilt torg sem ber
nafnið Museumplein.
Söfnin í borginni leynast
hinsvegar um alla borg
en eitt það óvenjuleg-
asta er Töskusafnið, sem
er stærsta safn sinnar tegundar í heiminum. Það er í
virðulegu húsi við síkið Herengracht og eru 5.000
töskur í eigu safnsins til sýnis á mörgum hæðum.
Þarna er hægt að sjá allt frá tösku kaupmanns á 16.
öld yfir í ferðalagasett frá Louis Vuitton frá þeim
tíma þegar hefðarfólk ferðaðist um í lestum.
Tassenmuseum.nl Töskurnar koma í öllum stærðum og gerðum.
ÓVENJULEGT SAFN
Stærsta töskusafn í heimi
Ef vel er að gáð má þarna sjá
andlit hlébarða.
Happy Talk kertastjakar
kr. 6.900, 9.800 og 16.000 Spiladósir kr. 6.600
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
i
Hreinsum sófaáklæði
og gluggatjöld
STOFNAÐ 1953