Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 23
Franskur stíll hefur löngum heillað og nú er komin ný tískufyrirmynd í París, hin 26 ára fyr- irsæta, ljósmyndari, fatahönnuður og Insta- gram-stjarna, Jeanne Damas. Hún náði nýverið einni milljón fylgjenda á Instagram en þar birt- ir hún skemmtilegar myndir og sögur af sjálfri sér og vinum sínum þar sem hún er oft íklædd fötum frá sínu eigin fatamerki, Rouje. Hún klæðist stundum fötum frá góðum vini sínum, annarri Instagram-stjörnu, franska fata- hönnuðinum Jaquemus eða fatnaði frá stórum tískuhúsum á borð við Dior. Stíll hennar er samt frekar einfaldur og byggist á klassískum fatnaði eins og að- sniðnum jökkum, gallabuxum, skóm með hæfilega háum hæl, stutt- ermabolum og hvítum skyrtum. Hún sést sjaldan án þess að vera með rauðan varalit og skartar yf- irleitt hinni sígildu frönsku hár- greiðslu sem er afslöppuð en samt með toppi og góðum skammti af „nýfarin framúr“, sumsé hæfilega úfin. Damas sagði um franskar konur í viðtali: „Við erum ekki fullkomnar og við fögnum því en við erum ekki að leita að fullkomnun. Ég held að margt fólk sé ánægt með það. Franskar konur eru svalar, ekki á uppspenntan hátt heldur á af- slappaða vegu. Þær líta ekki út fyrir að hafa þurft að hafa fyrir hlutunum og eru nátt- úrulegar, það er í menningu okkar. Það sem sameinar allar franskar konur er náttúruleg fegurð, lífsstíll, menning og saga landsins okk- ar. Kannski er það í genunum?“ Hvort sem það er í genunum eða ekki þá er Damas ekta Parísarbúi og á Instagram deilir hún myndböndum sem tekin eru upp í huggu- legu þakíbúðinni hennar í París þegar sólin er að koma upp, með kaffibolla í hönd á svöl- unum íklædd fullkomlega ófullkomnum galla- buxum og bol. Damas notaði jakka sinn á skemmtilegan hátt sem slá á tísku- sýningu Etam í París í haust. Jeanne Damas mætir á helstu tískuviðburði. Franska fyrir- myndin Jeanne Damas er sú kona sem þykir miðla hinum ómót- stæðilega franska stíl hvað best um þessar mundir og er hún verðugur arftaki Jane Birkin. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is AFP Á tískusýn- ingu Dior í september. 18.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Boðunarkirkjan auglýsir Dr. Hyveth Williams kennir prestum að prédika. Hún hefur margar reynslusögur, sem hún mun deila með okkur: - Miðvikudaginn 21. nóvember kl. 20:00. - Föstudaginn 23. nóvember kl. 20:00. - Laugardaginn 24. nóvember kl. 11:00 og 14:00. Dr. Williams er afkastamikill rithöfundur, sem hefur þjónað víða um Bandaríkin í stórum söfnuðum. Hún er eftirsóttur fyrirlesari víða um heim. Dr. Hyveth Williams, prófessor við Andrews University, Michigan, USA. Boðunarkirkjan, Álfaskeiði 115, 220 Hafnarfirði, sími 555 7676 bodunarkirkjan.is Allir velkomnir ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? 11. 1. Broste Salt matarstell, verðdæmi: Diskur ø22 cm 2.290 kr, krús/bolli með haldi 1.390 kr, skál ø14 cm 1.390 kr, diskur ø28 cm 3.290 kr. Broste hnífapör 4x4 stk, verð 18.990–22.990 kr. Broste smoke hvítvínsglas á fæti 1.790 kr. Broste smoke rauðvínsglas á fæti 1.990 kr. Broste smoke tumbler glas 1.790 kr • 8. Nordal hnífur 13x18 cm 2.990 kr • 9. Nordal Bamboo ferðamál úr bambus með sílíkonloki 10x9 cm 1.290 kr • 10. Bodum Eileen pressukanna 8 bolla, svört 11.990 kr stk • 11. Eva Solo Nordic pottur 3L 23.990 kr • 12. Eva Solo hitakanna í ljósgráum jakka 1L 13.990 kr 10. 9.8. 12. Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.