Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 19
18.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
því að ég vildi byrja að vinna á yngsta stigi. Það
er kannski sá aldur sem er auðveldast að byrja
að kenna svona,“ segir Hákon en í Bretlandi og
Nýja-Sjálandi eru til grunnskólar sem kenna
eftir aðferðinni í öllum árgöngum.
„Þú ert styttra og styttra inni í ímyndunar-
heiminum sjálfum eftir því sem krakkarnir
verða eldri og lengur fyrir utan að hugsa hvað
gerist í þessum ímyndunarheimi og hvað fólk
myndi gera núna. Ímyndunarheimurinn er bara
notaður til að skapa aðstæður þar sem hægt er
að velta hlutunum fyrir sér. Núna er ég að
kenna þetta þriðja árið í röð, á öðru ári sem út-
skrifaður grunnskólakennari. Ég finn að við er-
um alltaf minna og minna inni í ímyndunar-
heiminum og ígrundunin er alltaf að verða
meiri. Maður vill ekki að nemendur upplifi þetta
sem barnalegt,“ segir hann.
Er mikil áskorun að samþætta námsgreinar?
„Það finnst mér ekki, það skrifar sig oft sjálft.
Það þarf að vera meðvitaður um að passa upp á
alla þættina, passa að við komum inn nógu mik-
illi ritun, lestri og svo framvegis. Þess vegna
finnst mér teymiskennslan skipta svo miklu
máli svo ábyrgðin sé ekki bara hjá einhverjum
einum. Og allar bestu hugmyndirnar sem við
höfum fengið hafa komið úr einhverju hugflæði
þar sem við erum bara að henda fram hug-
myndum og allt í einu smellur eitthvað.“
Hversu miklum námslegum árangri skilar
þetta?
„Það eru óljósustu niðurstöðurnar fyrir mér
og svo er spurning um hvað maður á við þegar
maður segir árangur. Ég þykist vera 100% viss
um að þetta skili áhuga. Þetta er nokkuð sem
við kennararnir höfum heyrt í foreldraviðtölum
að krakkarnir virðast tala meira um þessi verk-
efni heima en annað sem þau eru að gera í skól-
anum. Þau tala meira um þetta við okkur; það
eru fá verkefni sem við höfum lagt fyrir þar sem
nemendur hafa ákveðið að gera sjálfstæðar at-
huganir heima á hinum og þessum hlutum sem
við höfðum ekki beðið þau að gera en það gera
þau þegar við notum sérfræðingskápuna. Mér
finnst það vera takmarkið með þessu öllu. Mér
finnst að skóli eigi frekar að vera að kenna
hvernig maður aflar sér upplýsinga. Og kenna
að það sé gaman og áhugavert að læra eitthvað
og vita eitthvað.“
Hákoni finnst líka mjög mikilvægt að kenna
samvinnu innan skólans. „Mér finnst samvinnan
svo ótrúlega mikilvæg því hana lærirðu ekki
endilega annars staðar. Við vinnum alltaf mikið
með að láta krakkana tala saman og reyna að
komast að sameiginlegum niðurstöðum og
ákvörðunum.“
Hann segir að í fyrstu hafi ákvarðanir í hóp-
um verið teknar þannig að nemendurnir ræddu
um hvað væri hægt að gera, stungu upp á
tveimur möguleikum, kusu um þá og meirihlut-
inn vann. „Það hefur dregið úr þessu. Núna er
orðið meira um það sem ég vil, að þau tali saman
og útskýri sína afstöðu og reyni að fá aðra til að
sjá af hverju hún sé góð. Mér finnst þau orðin
mjög góð í þessu miðað við aldur mörg hver.
Þarna held ég að leikurinn spili mikið inn.“
Honum finnst leikurinn ná að kveikja neista
hjá krökkunum og áhuga til að læra meira.
„Þegar við vorum í fyrsta leiknum var á sama
tíma í gangi umbunarkerfi varðandi hegðun
nemenda í matsal. Þegar þau voru búin að safna
tilteknu magni af stjörnum fengu þau að velja
sér umbun. Þau komu með alls konar tillögur og
síðan var kosið um þær. Þegar ég var búinn að
vera þarna í fjórar vikur var haldin umbunar-
kosning. Einhver nemandi stakk upp á því að
sem umbun myndu þau fara í það sem þau köll-
uðu „spæjaraleikinn“. Síðan var haldin kosning
og það voru 11 nemendur sem völdu spæjara-
leikinn en dótadagur vann. 25% nemenda kusu
aftur á móti að læra í hlutverki, þ.e. að fara í
skólann. Þau völdu að læra fram yfir dótadag.
Eftir aðeins lengri tíma, átta vikur eða svo, var
haldin önnur svona kosning. Þá var það rétt
rúmlega helmingur sem valdi að fara í spæjara-
leikinn,“ segir Hákon og segir að það hafi verið
verulega ánægjulegt. „Það er skemmtilegasta
niðurstaða sem ég hef fengið finnst mér,“ segir
hann.
Má ekki vera leiðinlegt
„Áhuginn hjá krökkunum er númer eitt, tvö og
þrjú: að þau hafi áhuga og finnist gaman í skól-
anum. Ef það er ekki gaman í skólanum þá lær-
irðu ekki neitt.“
Sjálfum gekk Hákoni mjög vel námslega í
grunnskóla. „En mér fannst hundleiðinlegt og
meira og minna allt unglingastigið mitt gekk
út á hversu hratt ég gæti gert verkefnin.
Keppnin mín var aldrei að læra meira heldur
var hún um hvernig ég gæti gert það sem ég
var að gera hraðar. Ég var orðinn mjög
snöggur. En það kom alveg í bakið á mér í
menntaskóla en fyrsta árið hjá mér var slakt.
Ég hafði engan áhuga á því sem ég var að
gera. Ég hefði þannig séð getað flosnað upp úr
námi á endanum,“ segir hann og grínast samt
með að mamma hans hefði aldrei tekið það í
mál.
Hann ítrekar að það skipti öllu máli að ná að
vekja þennan áhuga hjá nemendum. „Ég held
að það skipti öllu máli. Og þetta að krakkarnir
segi ekki: „það er leiðinlegt í skólanum“. Það á
ekki að vera þannig. Þetta er vinnan þeirra og
við viljum fæst vinna við eitthvað sem okkur
þykir ekki allavega smá gaman.“
Hákon Sæberg ásamt hluta
af nemendum úr 4. bekk
Árbæjarskóla.
Morgunblaðið/Hari
’Mér finnst að skóli eigi frekar að vera að kennahvernig maður aflar sér upp-lýsinga. Og kenna að það sé
gaman og áhugavert að læra
eitthvað og vita eitthvað.
„Hegðunarvandamál
eru svo gott sem engin
þegar við erum í hlut-
verki,“ segir Hákon.
Krakkarnir í bekknum hafa m.a. verið í
hlutverki spæjara, sem spratt út frá því
að það hafði verið vinsælasti leikurinn
hjá Hákoni á frístundaheimilinu. „Ég
held að það sé gott fyrirtæki til að byrja á
fyrir einhvern sem hefur ekki gert þetta
áður. Hlutverk spæjara er ekkert ósvipað
því sem við viljum að krakkar séu að gera
í skóla; það er að afla sér upplýsinga,
skrá þær niður, velta þeim fyrir sér, og
pæla í hvaða upplýsingar þurfi í kjölfarið.
Svo getur maður látið næstum hvað sem
er gerast,“ segir hann.
„Spæjaraverkefnið byrjaði þannig að
spæjararnir voru plataðir til að ræna
banka af óprúttnum karakter sem stakk
af með allan ránsfenginn og löggan náði
þeim. Þeir ná að sannfæra lögguna um að
þeir séu nokkuð góðir spæjarar og lögg-
an sér það og býður þeim að vinna með
sér til þess að ná þessum þjófi. Þá erum
við komin með verkefni frá löggunni og
bankastjóranum; náið þessum þjófi. Þau
eru líka komin með sterka tilfinningalega
afstöðu, hann er búinn að plata þau.
Krakkarnir eiga að læra um fjöll svo við
látum það koma í ljós að hann hafi flúið á
fjöll; upp á hálendið. Krakkarnir vilja
rjúka af stað en spæjarar vita að maður
rýkur ekki neitt því maður aflar sér upp-
lýsinga um það sem maður er að fara að
gera áður en maður fer af stað. Við för-
um í það að afla okkur upplýsinga um
fjöll. Það voru einhver sex fjöll sem þau
áttu að kynna sér og þeim var skipt í sex
hópa sem hver og einn kynnti sér eitt fjall
og þau kynntu síðan fjöllin hvert fyrir
öðru,“ segir Hákon og útskýrir að þarna
hafi þau notað þau verkefni sem hefðu
verið lögð fyrir hvort eð er. „Við lásum
bækurnar sem ætlunin var að nota í
kennslunni, s.s. Komdu og skoðaðu fjöll-
in, en innan ímyndunarheimsins og þá
voru kennslubækurnar orðnar flottar
fræðibækur,“ segir hann.
„Þau lærðu um fjöllin og voru loksins
búin að læra nóg til að fara upp á fjall og
þá kom í ljós að vondi karlinn er uppi á
Heklu. Það var engin tilviljun því á
kennsluáætluninni var ætlunin að kenna
um eldfjöll sérstaklega. Þegar við fórum
upp á eldfjall, sem var hóll hérna hjá
skólanum, kom allt í einu tröll á móti okk-
ur og við þurftum að rjúka inn í skóla.
Það var heldur engin tilviljun því tröll og
þjóðsögur voru næst á dagskrá á
kennsluáætluninni.“
Spæjarar
lærðu
um fjöll