Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 4
Sannkallað
samfélagsverkefni
Aðstaða iðkenda og þjálfarahjá íþróttafélaginu Hettimun breytast til hins betra
á árinu 2020 þegar nýtt fimleikahús,
sem nú er hafin vinna við að byggja,
verður tekið í notkun. Þrotlaus
vinna liggur að baki undirbúningi
byggingarinnar sem að miklu leyti
hefur verið unnin í sjálfboðavinnu.
Hjá Hetti á Egilsstöðum iðka um
840 börn og ungmenni íþróttir af
kappi í þeim átta deildum sem starf-
ræktar eru hjá félaginu. Formaður
Hattar, Davíð Þór Sigurðarson, er
ákaflega stoltur af starfinu og ekki
síst þakklátur öllu því fórnfúsa fólki
sem hefur lagt mikið á sig fyrir
þetta viðamikla verkefni sem bygg-
ing fimleikahússins er.
„Á þeim tíu árum sem ég hef ver-
ið formaður Hattar hefur verið
markvisst unnið að því allan tímann
að koma þessu verkefni á koppinn.
Eftir að viljayfirlýsing var und-
irrituð árið 2015 fór boltinn að rúlla
og síðan þá hefur þetta verið enda-
laus vinna hjá alveg ótrúlega mörgu
fólki,“ segir Davíð Þór Sigurðarson,
formaður Íþróttafélagsins Hattar.
Drifkraftur og áræðni
Byggingastjórn verkefnisins er
skipuð fólki sem er velunnarar fé-
lagsins og starfar án þess að taka
greiðslu fyrir. Þá er einnig stefnt að
því að nýta krafta sjálfboðaliða sem
mest í byggingunni, í þeim verkum
þar sem það er hægt.
„Við eigum hér margt fólk sem
vill bara gera eitthvað gott fyrir
samfélagið. Þetta hús verður til fyr-
ir drifkraft og áræðni fyrst og
fremst. Við notum kraftinn okkar
og sjálfboðaliðahreyfinguna í að
Hýsir hópfimleika
og frjálsar
Húsið var í fyrstu hugsað sem fim-
leikahús eingöngu en í þróunarferl-
inu var ákveðið að bæta við æf-
ingaaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir
einnig, þannig að í húsinu verða
fjórar stuttar hlaupabrautir og
gryfjur fyrir stökkgreinar. Húsið
nýtist þó í raun öllum íþróttagrein-
um því með því að færa fimleikana
úr núverandi íþróttahúsi losna
tímar fyrir aðrar greinar til æfinga.
Fimleikaæfingarnar taka töluverð-
an tíma þar sem fyrir hverja æfingu
þarf að stilla upp áhöldum og taka
þau niður aftur að æfingu lokinni.
Eins og staðan er nú þá er
íþróttahúsið á Egilsstöðum fullnýtt
alla virka daga frá því að skóla lýk-
ur og til kl. 23.30 þegar síðustu æf-
ingar klárast. Um helgar er tíminn
einnig fullnýttur, en vilji félagsins
stendur til þess að draga mjög úr
æfingum barna um helgar, þá eigi
frekar að vera tími fyrir fjölskyldur
að vera saman.
„Þetta skiptir allan fjórðunginn
máli. Hjá okkur eru börn úr öðrum
sveitarfélögum sem eru keyrð á æf-
ingar. Við erum með stærstu fim-
leikadeildina á Austurlandi og bygg-
ing þessa húss hefur áhrif á
fimleikasamfélagið. Svo er líka mik-
ilvægt fyrir okkur að eiga góða að-
stöðu fyrir svona sterka stúlkna-
grein eins og hópfimleikarnir eru.
Þetta styrkir búsetuskilyrði hér á
svæðinu. Þetta er búið að vera
strembið, en þegar maður uppsker
svona þá fær maður gæsahúð. Þetta
er alveg geggjað!“
Auður Vala Gunnarsdóttir var yf-
irþjálfari fimleikadeildar Hattar í 18
ár en lét af því starfi nýverið, þótt
hún starfi áfram sem þjálfari. Hún
þekkir sögu fimleikadeildarinnar vel
og segir mikla tilhlökkun ríkja hjá
iðkendum og þjálfurum.
„Nefnd um betri aðstöðu kom
fyrst saman árið 2004, þá var farið
að ræða þessi mál. Í kringum árið
2010 þá vorum við komin í vand-
ræði, allt orðið pakkað í salnum og
langir biðlistar. Við erum með um
290 iðkendur í hópfimleikum og fim-
leikaáhugafólk hér fyrir austan hef-
ur unnið að þessu verkefni í mörg
ár. En ég held að þessi bið sé þess
virði, við fáum vandað hús og sér-
hæfða aðstöðu. Við höfum byggt
upp öflugt félag og iðkendur okkar
hafa staðið sig vel á mótum á lands-
vísu. Það verður gaman að sjá hvað
gerist þegar við fáum loks alvöru
aðstöðu, spennandi að sjá hvert við
fljúgum þá.“
Langþráður draumur austfirskra fimleikaiðkenda um bætta aðstöðu
færðist nær á föstudag þegar fyrsta skóflustunga að nýju fimleikahúsi á
Egilsstöðum var tekin. Húsið mun hafa áhrif á allt íþróttastarf Hattar.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
gera þessa framkvæmd eins hag-
stæða og við getum,“ segir Davíð
Þór.
Hann segir mikla heimavinnu
hafa verið unna áður en lagt var af
stað í að byggja fimleikhúsið.
Starfshópur hafi unnið að málinu, í
sjálfboðastarfi, skoðað önnur hús og
metið hvernig best væri hægt að
standa að þessari byggingu, sem er
í raun viðbygging við núverandi
íþróttamiðstöð á Egilsstöðum.
„Það er ekki sjálfgefið að það sé
haldið úti jafn öflugu íþróttastarfi í
ekki stærra sveitarfélagi. Þetta er
stór hluti af samfélaginu okkar. Í
raun er ótrúlegt að við eigum svona
margt fólk sem vill vinna fyrir sína
íþróttagrein og sína deild. Sjálf-
boðaliðar, foreldrar, þjálfarar,
stjórnarmenn í deildum og fleiri.
Þetta fólk vinnur ómetanlegt starf.“
Fimleikadeild Hattar er vaxandi
deild enda áhugi á hópfimleikum
mikill á öllu Austurlandi.
Það tekur 6 til 8 manns um
klukkutíma að raða áhöld-
um í salinn fyrir hverja fim-
leikaæfingu og álíka tíma að
taka allt niður aftur.
Með nýju fimleikahúsi get-
ur Höttur sótt enn frekar
fram í hópfimleikum.
INNLENT
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2018
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Langar þig í ný gleraugu
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Hafið
samband
fako@fako.is
Starfsmannag jafir
fyrir fyrirtæki
í miklu úrvali
Sælkeravörur
fyrir matgæðinga
TILBOÐ
fyrir 20
starfsmenn
eða fleiri