Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 18
VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2018 N emendur í 4. bekk Árbæjar- skóla hafa lært um hvali í hlut- verki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara innan skemmtilegs ímyndunarheims eftir að Hákon Sæberg bættist í kennarahóp- inn. „Ég útskrifaðist sem grunnskólakennari með áherslu á kennsluaðferðir leiklistar árið 2016. Ég er búinn að vera starfandi sem kennari í Árbæjarskóla í tvö ár, þetta er annað árið mitt hér en þar á undan hafði ég verið í vettvangs- námi hér,“ segir Hákon, sem er einn af þremur kennurum bekkjarins. „Ég þekkti kennarastarfið að einhverju leyti út af því að móðir mín er kennari. Það hafði líka áhrif að ég hef unnið með börnum síðan ég var sextán,“ segir Hákon sem starfaði þá á sumar- námskeiði með börnum. „Sumarið eftir fór ég að vinna á leikskóla og vann þar næstu fjögur árin á sumrin og þar á eftir fór ég að starfa sem frístundaleiðbeinandi þannig að ég hef góð kynni af alls konar barnastarfi,“ segir Hákon sem fór ekki stystu leið að kennarastarfinu. „Þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla ætlaði ég að læra efnafræði, hélt að það væri eitthvað sem ég hefði rosalegan áhuga á. Tók eina önn í Háskólanum í lífefnafræði en mér fannst það bara hundleiðinlegt!“ Hann tók sér í kjölfarið hálfs árs frí frá námi, fór að vinna og ferðast en vissi að hann vildi fara í meira nám. Þá áttaði hann sig smám saman á því að hann hefði unnið með börnum allan þenn- an tíma og hugsaði með sér: „Af hverju ertu alltaf að vinna með börnum? Það er það sem þú vilt gera, af hverju gerirðu það þá ekki?“ Getur haft svo mikil áhrif Niðurstaðan var að hann fór í kennaranám og er mjög ánægður með það val. „Það er gott að vinna við eitthvað sem er svona mikilvægt; þar sem ég get haft mikil áhrif.“ Í kennaranáminu þarf að velja kjörsvið, sér- hæfingu innan kennaranámsins, eftir fyrsta ár- ið. Hákoni fannst í fyrstu liggja beint við að ger- ast náttúrufræðikennari því þá gæti hann notað einingarnar sem hann kláraði í efnafræðinni. Hann áttaði sig síðan á því að hann vildi frekar snúa sér að listrænni kennslu. „Ég er með langt tónlistarnám að baki en ég lærði á trompet í ell- efu ár. Þá hugsaði ég: verð ég ekki bara tón- menntakennari?“ segir Hákon, sem valdi sér kjörsvið sem heitir tónlist, leiklist, dans. „Ég var búinn að vera í náminu í ekki meira en tvær vik- ur þegar ég var hættur við að verða tónmennta- kennari. Ég var algjörlega heillaður af leiklist og þá sérstaklega þegar leiklist er notuð til að kenna almennt námsefni. Ég upplifði að þarna gæti maður náð til nemenda. Ég snerist eigin- lega bara alveg á punktinum,“ segir Hákon sem sá hvernig hægt væri að nota leiklist til að dýpka námsefnið eða skoða sjónarhorn annarra. Á sama tíma var hann að vinna á frístunda- heimili og langaði að prófa þessar aðferðir þar. „Ég var með einn strák á þessum tíma sem átti við erfiðleika að stríða,“ segir Hákon sem upp- götvaði að hann náði vel til hans í gegnum leik. „Ég fór oft í einhverja leiki með honum þar sem við vorum einhverjar persónur til þess að halda honum góðum en svo byrjuðu krakkar að koma og vildu vera í leiknum með okkur,“ segir hann en smám saman stækkuðu leikirnir og hann fór að láta krakkana skrifa ýmsilegt niður. „Mjög vinsælt var að vera spæjarar. Krakkar 6-9 ára í frístund höfðu val um að fara í íþróttasal að hlaupa, kubba, spila og margt fleira en margir ákváðu að vera með mér og skrifa. Þá hugsaði ég; vá þetta er eitthvað. Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra?“ Hákon hugsaði með sér að hann gæti ekki verið fyrsta manneskjan til að átta sig á þessu. „Fræðin voru þarna en það sem mér þótti áhugaverðast var kennsluaðferð sem heitir sér- fræðingskápan, Mantle of the Expert,“ segir Hákon sem vildi auðvitað nota reyndar og rann- sóknarstuddar aðferðir. Frumkvöðull í fræðunum og höfundur að- ferðarinnar er Bretinn Dorothy Heathcote, og hellti Hákon sér í þessi fræði og ákvað að gera meistararannsóknina sína um aðferðina. „Á síð- asta árinu þurfti ég fara í langt starfsnám, 12 vikur, og þá ákvað ég að framkvæma einhvers konar starfsþróunarverkefni,“ segir hann en leiðbeinandi hans, Ása Helga Ragnarsdóttir, hjálpaði honum að undirbúa hvernig hann gæti mögulega notað þessa kennsluaðferð í starfs- náminu og skrifað um hana starfendarannsókn. Rannsóknaraðferðin er m.a. notuð til að auka þekkingu á kennsluaðferðum og skoða eigið starf og kennslu. Aðrir kennarar gætu síðan skoðað hvað hann gerði og hvernig það virkaði en sérfræðingskápan er aðferð sem hefur lítið sem ekkert verið notuð hér á landi. Þess má geta að meistaraverkefni Hákonar, „Dagurinn líður ótrúlega hratt og ég er alltaf komin strax heim“: starfendarannsókn á notkun kennslu- aðferðarinnar „sérfræðingskápan“; þar sem nám nemenda fer fram í hlutverki“, var á meðal þeirra sem skóla- og frístundaráð verðlaunaði í haust. Nemendur í hlutverki sérfræðinga En út á hvað gengur aðferðin? „Aðferðin sérfræðingskápan gengur ekki síst út á það að nám nemenda fer fram að miklu leyti í hlutverki innan í einhvers konar ímynd- unarheimi. Nemendur og kennarar samþykkja að vinna hluta af skólastarfinu í hlutverki sem einhverjir aðrir en þeir eru sjálfir; í hlutverki sérfræðinga í einhverju tilteknu viðfangsefni. Nemendur og kennarar stofna fyrirtæki. Þetta er einhvers konar hópur fólks sem vinnur sam- an að sameiginlegu markmiði. Síðan berast fyr- irtækinu alls konar verkefni frá utanaðkomandi aðilum sem eru alla jafna kennarar í hlutverki, verkefnin geta borist með bréfum eða tölvupósti en þau berast alltaf frá einhverjum persónum sem eru ekki nemendur eða kennarar. Þannig að við kennarar erum ekki beint að leggja verk- efni fyrir nemendur heldur eru þetta utanað- komandi persónur sem þurfa hjálp fyrirtækis- ins til að leysa verkefni og fyrirtækið leysir þau í þágu þeirra,“ segir hann en þetta er gert til að reyna að ýta undir tilgang með náminu sem fram fer. „Áður en fyrirtækinu berast verkefni þá er hlutverk nemenda sem sérfræðinga rammað inn og við skilgreinum vel starf sérfræðinganna innan fyrirtækisins. Áður en fyrstu verkefnin berast reynum við að dýpka aðeins ímyndunar- heiminn sem við erum að vinna inni í. Það er hægt að gera á ýmsan hátt. Við umbreytum oft- ast skólastofunni svolítið, í einhvers konar skrif- stofu, eða lögreglustöð eða hvað það er sem við erum að vinna í,“ segir hann en líka er búin til saga í kringum þetta. „Við erum ekki að gera fyrsta verkefnið okkar heldur erum við sérfræð- ingar með sögu og með góða vitneskju,“ segir hann. „Verkefnin sem nemendurnir leysa eru skipulögð af okkur kennurum þótt þau komi frá utanaðkomandi aðilum með hliðsjón annars vegar af því hvað þessir sérfræðingar væru að leysa og hins vegar hvað það er sem við kenn- ararnir ætlum að kenna samkvæmt aðal- námskrá og skólanámskrá. Öll verkefni sem við leggjum fyrir nemendur aðlögum við að þessum tveimur þáttum,“ segir Hákon. Hegðun nemenda breytist „Þegar við vinnum svona verður valdatilfærsla milli okkar og nemenda; nemendurnir eru sér- fræðingar í einhverju tilteknu viðfangsefni. Kennararnir eru oftast í hlutverki líka og við er- um oft með einhvers konar aðeins öðruvísi hlut- verk en þeir til að þeir haldi sérfræðiþekking- unni. Nemendur eru alltaf í hlutverki fullorð- inna, því sérfræðingar eru fullorðnir.“ Ýmislegt breytist þegar nemendur og kenn- arar fara í hlutverk. „Við merkjum t.d. að hegð- un nemenda breytist oftast; þau hegða sér meira eins og fullorðnir einstaklingar. Hegð- unarvandamál eru svo gott sem engin þegar við erum í hlutverki, sérstaklega núna eftir að við höfum gert nokkra svona leiki. Þau vita meira hvernig þau eiga að hegða sér þegar þau eru komin inn í ímyndunarheiminn. Það hvernig þau tala við okkur breytist þegar þau eru í hlut- verki; þau eru almennt kurteisari, nota oft mörg hver fullorðinslegra tal,“ segir Hákon en þetta kemur til vegna þessarar valdatilfærslu. „Við erum búin að gefa þeim fullt af þeim völdum sem kennarinn hefur vanalega.“ Aðferðin er byggð á kennsluaðferðum leik- listar og leiklist er því töluvert notuð í ferlinu. „Af því þetta gerist allt í ímyndunarheimi hitt- um við stundum einhverjar persónur sem eru þá við kennarar í hlutverki. Við höfum oft verið fyrirtæki sem á sér einhvers konar óvin því sameiginlegir óvinir efla eininguna í hópnum. Ef við erum með svoleiðis persónur höfum við í öllum tilfellum notað leiklist til að skoða þær persónur frá fleiri sjónarhornum; að það sé ekki bara til vont fólk sem er vont út af engu. Við höf- um alltaf reynt að skoða fortíð þess og til þess notum við mikla leiklist og síðan er líka leiklist í öllu því við erum í hlutverki. Brotist inn á skrifstofuna Við skipuleggjum alltaf námið með áherslu á námið fyrst en með reglulegu millibili kemur spenna inn í leikinn til að viðhalda áhuga nem- enda. Stundum gerist hræðilegur atburður, það hefur til dæmis verið brotist inn á skrifstofuna í fyrirtækinu okkar. Þetta heldur nemendum á tán- um um að hvenær sem er gæti eitthvað gerst.“ Síðasti þátturinn í þessari aðferð er ígrundun. „Hún felst í því að í lok hverrar kennslustundar förum við úr hlutverki og pælum með börnun- um í því hvað það er sem við vorum að læra til að festa það í minni og gera þeim grein fyrir því að það sem við vorum að gera var ekki bara leik- ur, heldur líka nám.“ Hákon segir alltaf „við“ því hann er með sam- kennara í þessu en Helga Guðjónsdóttir og Margrét Sæberg eru umsjónarkennarar í 4. bekk Árbæjarskóla og Hákon kom þar inn sem þriðji kennarinn. Ættarnafnið er ekki tilviljun en Margrét er móðir Hákons. „Ég er alltaf með samkennara í þessu og mér finnst það mjög mikilvægt. Ég myndi alltaf vilja vinna sérfræðingskápuna í hópi kennara, tveir eru lágmark. Svo mikið af þessu verður til í samtali kennara. Ég bað sérstaklega um að fá að koma í Árbæjarskóla því ég þurfti að fá kennara sem væru tilbúnir til að taka þátt í þessu verkefni, því þetta er öðruvísi en margir eru að gera, öðruvísi en það sem oft er kallað hefðbundnara skólastarf. Þetta er svolítið mikið uppbrot frá því og ég vildi vera viss um að ég fengi frjálsar hendur.“ Fyrsta verkefnið sem Hákon gerði var spæjaraverkefni sem sagt er frá hér til hliðar. „Hafhjálp var síðan annað verkefni sem við gerð- um í fyrra,“ segir hann en þá störfuðu börnin í þágu hafsins og voru aðallega í hlutverki sjávar- líffræðinga. „Verkefnin voru af ýmsum toga en á kennsluáætluninni okkar var ætlunin að kenna þeim um hafið og lífríki þess,“ segir hann en í leiðinni er verið að æfa svo margt annað. Námsgreinar samþættar „Þessi kennsluaðferð var búin til ekki síst til að samþætta námsgreinar. Það er ástæðan fyrir Það er leikur að læra Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Það var nokkuð sem Hákon Sæberg velti fyrir sér í kennara- náminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferð sem heitir sérfræðingskápan. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.