Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Page 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Page 25
18.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Fyrir 10-12 1,3 kg rósakál 5 sneiðar beikon, skorið í litla bita 1 msk. góð ólífuolía 2 msk. þunnt skorinn hvít- laukur, af 4 til 5 hvítlauks- rifjum 1 msk. ferskt timjan 5 msk. ósaltað smjör 3 msk. púðursykur, dökkur ½ bolli kalkúnasoð eða kjúk- lingasoð salt og nýmalaður pipar Takið beittan hníf og skerið rósakálið niður eftir miðju að rót, en ekki skera alveg í tvennt. Eldið beikonið á pönnu yfir miðlungshita þar til það er tilbúið, u.þ.b. sjö mínútur. Þerrið beikonið með eld- húspappír og skiljið eftir eina matskeið af fitu sem er eftir á pönnu en hendið afganginum. Setjið pönnuna aftur á helluna og kveikið undir, á miðlungshita. Bætið olíu, hvítlauk og timjan út á pönnuna og eldið þar til allt fer að ilma, í hálfa mín- útu eða svo. Bætið þá rósakálinu við ásamt smjöri, púðursykri, soðinu, 2 teskeiðum af salti, og ¼ teskeið af pipar. Náið upp suðu og hrærið þannig að rósakálið verður þakið sykraða vökvanum. Lækkið hitann og látið malla undir loki; hrærið annað slagið. Þegar rósa- kálið er orðið mjúkt, eftir 18 til 20 mínútur, er gott að taka lokið af og elda áfram í 7 til 9 mínútur þar til vökvinn hefur þykknað. Takið af hitanum og hrærið beikoninu saman við. Rósakál með beikoni Fyrir 10-12 1 msk. matarolía 1 kg sætar kartöflur, skornar fyrst í fernt og svo í litla kubba 1 bolli kjúklingasoð eða vatn ½ bolli púðursykur 2 msk. lime-safi gróft salt og nýmalaður pipar 2 msk. ósaltað smjör 1⁄4 tsk. cayenne-pipar Hitið olíu í stórri pönnu yfir miðlungshita. Bætið sætu kartöflunum út á pönnuna og eldið í tvær mínútur; hrærið smávegis á meðan. Hellið þá kjúklingasoðinu (eða vatni) út á pönnuna ásamt púðursykri, lime- safa, salti og pipar. Náið upp suðu, lækkið hitann og látið malla undir loki þar til kartöflur mýkj- ast aðeins, í u.þ.b. tíu mín- útur. Takið lokið af og eldið áfram á miðlungsháum hita í 7 til 9 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru mjúkar og vökvinn er orðinn að sírópi. Takið pottinn af hitanum og bætið smjöri saman við og hrærið þar til það bráðnar. Saltið og piprið. (Þess má geta að hefð- bundin kartöflumús er gjarnan borin fram með kalkún.) Sætar kartöflur með púðursykri Deigið (fyrir 2 bökur) 2 ½ bolli hveiti 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 1 bolli kalt smjör, skorið í teninga ¼ til ½ bolli ísmolar í vatni Setjið hveiti, salt og sykur í matvinnsluvél og hrærið saman. Bætið smjörinu út í og hrærið áfram í 10 sek- úndur. Hellið ísvatni út í dropa fyrir dropa á meðan vélin er í gangi, ekki meira en í 30 sekúndur. Athugið hvort deigið er tilbúið og ef það er of þurrt bætið þá smávegis vatni saman við. Takið deigið og hnoðið í kúlu og fletjið svo kúluna aðeins með því að þrýsta á með höndum. Vefjið plasti utan um deigið og setjið inn í ísskáp í klukkutíma. Smyrj- ið formið sem þið notið undir bökuna. Takið deigið út úr ísskáp og leggið á borð sem búið er að strá hveiti á. Fletjið út þannig að þykktin verði 3-4 mm. Þrýstið deiginu í form- ið og látið hanga aðeins yfir brúnir. Skerið svo fallega burt það sem fellur yfir. Hægt er að nota afgangs- deig til að skreyta kantinn. Hitið ofninn í 195 gráður. Breiðið álpappír yfir deigið og hellið hrísgrjónum eða baunum ofan á. Bakið í 15- 18 mínútur. Takið út og tak- ið álpappír og baunir/grjón af. Látið alveg kólna áður en þið setjið fyllinguna í skel- ina. Fyllingin (fyrir eina böku) 2 bollar graskersmauk úr dós 3 egg, slegin saman ½ bolli rjómi ½ bolli púðursykur ½ tsk. allrahanda krydd ½ tsk. kanill ½ tsk. engiferduft ½ tsk. salt Blandið saman í hrærivél hráefnum fyrir fyllinguna og hellið ofan á hálfbökuðu skelina. Bakið í 50-55 mínútur. Kælið og berið fram með þeyttum rjóma. Klassísk graskersbaka 350 g trönuber 1 bolli sykur 1 bolli appelsínusafi Setjið pönnu á hellu og kveikið undir á miðlungs- hita. Bræðið sykurinn sam- an við appelsínusafann. Setjið berin saman við og eldið þar til berin fara að springa, eða í u.þ.b. tíu mín- útur. Takið af hitanum og setjið sósuna í skál. Hún mun þykkna um leið og hún kólnar. Trönuberjasósa

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.