Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 15
heppnuð móðir. Upphaflega átti þetta að vera ferðahandbók um Kópavog, bömmer um lífið.“ Verandi úr Hlíðunum, af hverju Kópavogur? Kamilla: „Sko, Kópavogur er náttúrlega rosalega sérstakur bær, fjölskylda mömmu er úr Kópavogi þannig að Júlía var þar í leikskóla og við vorum í tónlistarskóla þar, okkur þótti þetta mjög leiðinlegur bær.“ Júlía: „Og af einhverjum ástæðum vorum við alltaf þarna 17. júní.“ Kamilla: „Á Rútstúni, hræðilegt. Það var ákaflega sorgleg augnablik að kvöldi 17. júní þegar við komum heim og sáum sýnt frá hátíð- arhöldunum í Reykjavík í sjónvarpinu, þar sem fólk var glatt, með gasblöðru og gott veð- ur. En við höfðum eytt deginum á Rútstúni þar sem var lítil stemning fyrir að reyna einu sinni að hafa þetta gleðilegt.“ Júlía: „Þetta varð einu sinni skemmtilegt, þegar það kom jarðskjálfti og sviðið hrundi þar sem karlakórinn var að syngja.“ Kamilla: „Já, þú heldur að það hafi verið þess vegna sem það hrundi, ekki vegna þess að meðlimir voru svo … (Kamilla býr til loft- bumbu með handahreyfingu). Einu sinni ætl- aði bæjarstjórinn að hoppa í fallhlíf og lenda á Rútstúni en hann datt út í sjó. Einhvern tím- ann átti líka að henda karamellum á Rútstúni sem lentu þess í stað allar í verðlaunagörðum einbýlishúsa allt í kring og það var svo fallegt augnablikið þegar mörg hundruð börn hlupu niður fínu garðana sem var búið að gera svo fína fyrir 17. júní. Kópavogur passaði mjög vel sem bakgrunnur fyrir söguna. En það er svo margt skrýtið þarna, þú ert að ganga eftir gangstétt og svo allt í einu er hún bara búin upp úr þurru. Svo vilja fæstir búa nálægt bensínstöðvum en í Kópavogi er ein sem er nánast inni í fjölbýlishúsi.“ Júlía: „Já, þarna í bílakjallaranum í Hamra- borginni, hún er bara enn opin og hress. Ég fór og keypti mér Twix þarna um daginn og spjall- aði við mann sem sagði mér að einhvern tímann hefði líka verið flugeldasala þarna á bílastæð- inu, sem er auðvitað versta kombó í heimi.“ Það sem gerist í Laugardalnum Hvað lesið þið sjálfar? Kamilla: „Margir í kringum okkur eru að skrifa, efni sem við erum mjög spenntar fyrir. Ég byrjaði að fylgjast betur með skrifandi ungu fólki þegar Júlía var í ritlistinni og ljóða- senan í Reykjavík er mjög frjó og gaman hvað stelpur að duglegar að taka sér pláss. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að fara á svona upplestrarkvöld. Svo fæ ég einhverjar dellur og les bara bækur um einhver ákveðin við- fangsefni. Ég hef líka mjög gaman af sagn- fræðitengdum bókum.“ Júlía: „Ég er sammála því að það er mjög spennandi að fylgjast með því sem er að gerast hjá fólki í kringum okkur og það er orðin mikil samstaða meðal ungra kvenna sem skrifa. Ég les mikið bækur eftir konur, kannski er það bara að nálgun kvenna í bókmenntum höfðar mikið til mín, Steinunn Sigurðar, Kristín Óm- ars og Elísabet Jökuls tala sterkt til mín. En ég var reyndar að lesa Sögu Ástu eftir Jón Kalman nýlega og mér finnst hann skrifa svo- lítið eins og kona, sem er mikið hrós.“ Að lokum. Önnur hugðarefni ykkar? Júlía: „Bjór, pitsur og kettir. Ef við erum ekki á sama stað að drekka bjór erum við að senda hvor annarri fyndin kettlingavídeó.“ Kamilla: „Svo höfum við mjög gaman af því að fara á hipphopptónleika nema að nú erum við orðnar mjög áberandi elstu manneskjurnar á svæðinu. En við erum farnar að njóta ákveð- inna fríðinda út á það. Það halda svo margir að við séum mæður einhverra á sviðinu og fólk er svona að bjóða okkur að vera fremst í ljósi þess að við séum pottþétt að koma að horfa á börnin okkar spila.“ Júlía: „Við höfum báðar verið mikið í fé- lagsstörfum og báðar starfað mikið að alls kon- ar hinsegin-málum.“ Kamilla: „Báðar verið virkar í samtökunum ’78.“ Þú Kamilla skrifar um þig á Twitter að þú sért Pan-kynhneigð, hefur þú alltaf verið opin með þetta? Kamilla: „Já, og það hefur verið gott fyrir okkur systur að geta leitað til hvor annarrar, einhvers sem skilur mann ef maður lendir í einhverjum asnalegum fordómum.“ Er það ennþá þannig? Kamilla: „Já, það er alveg grunnt á því. Fólk talar oft um að þetta sé bara komið og svo kemur ýmislegt upp. Í augnablikinu eigum við Júlía báðar kærasta og það veldur oft ruglingi hjá fólki: Nú, ertu þá hætt að vera pan? Júlía: „Já, og svona spurningar eins og ég hef fengið: Hvernig líður kærastanum þínum með að þú sért tvíkynhneigð? Er hann ekki í rusli?“ Kamilla: „Ég er ennþá spurð hvort ég haldi rosalega mikið framhjá, það er eitthvert atriði. Þetta er alveg merkilegt og mjög grunnt á þessum fordómum. Fólk vill svolítið setja mann í kassa; hommi eða lesbía en að annað sé til, fólk er ekki eins tilbúið í það. En þetta hef- ur breyst rosalega og það er allt annað uppi á teningnum hjá til dæmis kynslóð dóttur minn- ar, það er frábært að sjá hvað unga fólkið er að breyta tilverunni og gera hana betri og um- burðarlyndari.“ Júlía: „Þegar ég var í MR vissi ég um ein- hvern einn sem var hinsegin, og stuðningslag MR í Gettu betur var: „Það eru hommar í Versló“. Það fréttist af strák sem hafði verið með öðrum strák og það þótti hneyksli, það var ekki pláss á þeim tíma til annars en að vera gagnkynhneigður og það er ekkert svo ýkja langt síðan svo það er ótrúleg breyting á stutt- um tíma. En ég heyri núna, hjá minni kynslóð vel að merkja, að fyrst ég er komin með kærasta hljóti ég að „vera hætt þessu hinsegin rugli“. Að lokum. Hvað er það flippaðasta sem þið hafið gert saman? Kamilla: „Okkur finnst náttúrlega allt sem við gerum mjög eðlilegt og finnst það þar af leiðandi ekkert mjög flippað. Það eina sem ég man eftir að við höfum gert sem okkur fannst báðum eftir á skrýtið var þegar Júlía útskrif- aðist úr ritlistinni og við ætluðum á Secret Sol- stice, er þetta kannski ekkert mjög góð saga Júlía? En okkur fannst við þurfa að fagna út- skriftinni sérstaklega, fórum í Laugardalinn, drukkum og fórum tíu ferðir í fallturninn og svo bara heim. Pabbi hélt að eitthvað hefði komið fyrir því við vorum svo eftir okkur eftir fallturninn. Og svo hittum við frænda okkar og … ég á kannski ekkert að vera að segja frá þessu, Júlía?“ Júlía: „Hmm, já. Ég var sem sagt búin að vera grænmetisæta þarna í tíu ár og ekki búin að smakka neitt kjöt í áratug. Kamilla sagði við mig nokkrum dögum seinna: „Heyrðu, við hittum víst Styrmi frænda okkar og hann sagði okkur að við hefðum verið að borða ham- borgara á Prikbílnum.“ Þá allt í einu mundi ég eftir því og mundi eftir Kamillu horfa á mig meðan ég graðgaði í mig nautakjötið og segja við mig þessa línu: „What happens in Laug- ardalur, stays in Laugardalur.“ Við sáum ekk- ert á Solstice heldur breyttist fagnaðurinn sem sagt 10 ferðir í fallturn og kjötát.“ Kamilla: „Hver fer ekki að borða kjöt eftir tíu ferðir í fallturn? Maður verður svo rugl- aður, snýr baki við öllum sínum gildum.“ „Þá allt í einu mundi ég eftir því og mundi eftir Kamillu horfa á mig meðan ég graðgaði í mig nautakjötið og segja við mig þessa línu: „What happens in Laugardalur, stays in Laugardalur.““ Morgunblaðið/Eggert 18.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.