Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Blaðsíða 37
hún verkefnið snilldarlega. Við prófuðum marga leikara í flest hlutverk og Lára passaði best í hlutverk Jóhönnu. Hún er mjög tilfinningarík leikkona sem skilar miklu með augunum einum sam- an.“ Gekk lygilega vel Björn segir framleiðslu Flateyjar- gátunnar hafa gengið vel en bolt- inn fór að rúlla í byrjun þessa árs og tökur fóru fram í maí og júní. „Við fengum alls konar veður, eins og gengur, en ég get ekki sagt annað en þetta hafi gengið lygilega vel. Serían er fjórir tímar að lengd, sem er ígildi tveggja bíómynda. Það eru ágætis afköst að klára það verkefni á innan við einu ári.“ Spurður hvort hann kvíði við- tökum svarar Björn neitandi. „Ég ræð engu um það hvernig fólki kemur til með að lítast á þetta; sendi þættina bara út í kosmósið. Það verður bæði spennandi og skemmtilegt að sýna þetta,“ segir hann. Það er liðin tíð að íslenskt sjón- varp sé bara fyrir Íslendinga. Sýningarrétturinn á Flateyjargát- unni hefur þegar verið seldur til Norðurlandanna, auk þess sem Sky keypti dreifingarréttinn, svo sem fram hefur komið, og rann það fé inn í gerð þáttanna. „Ég veit ekki á þessari stundu hvert rétturinn verður seldur en það er mjög ánægjulegt að sjá hversu áhugasamir þeir hjá Sky eru. Þeir hafa virkilega trú á þessu verk- efni. Ef að líkum lætur verður Flateyjargátan sýnd víða um lönd,“ segir Björn. Í því sambandi nýtur Flateyjar- gátan góðs af norræna glæpa- þáttavorinu, Nordic Noir, eins og það hefur verið kallað. Norrænir glæpaþættir eru einfaldlega í tísku og nærtækasta dæmið er líklega Ófærð sem flaug um allan heim við glimrandi undirtektir. „Við tikkum sannarlega í það box þó að önnur element séu þarna líka,“ segir Björn. „Menn vita orð- ið hvaða standard er á leiknu ís- lensku sjónvarpsefni.“ Gríðarleg tækifæri Hann segir tækifærin gríðarleg ytra. „Nýjar efnisveitur eins og Netflix eru eins og óseðjandi skrímsli; framleiða einar og sér 200 bíómyndir á ári. Eftirspurn eftir vönduðu efni er mjög mikil og hefðum við stærri sjóð fyrir leikið sjónvarpsefni hérlendis gætum við framleitt mun meira. Eins og staðan er í dag er bara hægt að framleiða tvær leiknar seríur á ári – núna eru það Flat- eyjargátan og Ófærð 2 – en gæt- um selt miklu fleiri þáttaraðir er- lendis.“ Að sögn Björns snýst þetta ekki nema að litlum hluta um fjár- mögnun enda standi Kvikmynda- sjóður Íslands ekki undir nema 10-15% af framleiðslukostnaði Flateyjargátunnar. Það að hafa Kvikmyndasjóð Íslands á bak við sig feli hins vegar í sér ákveðinn gæðastimpil og án aðkomu hans sé svo gott sem útilokað að fjár- magna íslenskt sjónvarpsefni er- lendis. „Við gætum nýtt tækifærið bet- ur. Útlendingar eru tilbúnir að borga meirihlutann af fram- leiðslukostnaði við íslenskt efni á íslensku sem gert er eftir íslensk- um sögum. Við verðum að nýta okkur þennan meðbyr. Enginn veit hvað þessi áhugi muni vara lengi.“ Lára Jóhanna Jónsdóttir og Hilmir Jensson í hlutverkum sínum. 18.11. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 SJÓNVARP Kvikmyndastjörnur hafa undanfarin miss- eri streymt yfir í sjónvarp og nú er röðin komin að sjálfri Juliu Roberts en hún fer með aðalhlutverkið í nýj- um sálfræðitrylli, Homecoming, sem hóf göngu sína á Amazon Video fyrr í þessum mánuði. Eli Horowitz og Micah Bloomberg eru mennirnir á bak við þættina sem byggjast á samnefndu hlaðvarpi. Roberts leikur Heidi Bergman, konu sem starfaði áður hjá stofnun sem hefur það hlutverk að hjálpa særðum hermönnum að laga sig að lífinu á ný. Hún hefur nú söðlað um, vinnur sem gengilbeina, þegar stofnunin hefur uppi á henni og byrj- ar að spyrja áleitinna spurninga, eins og hvers vegna hún hafi látið af störfum. Að sögn aðstandenda er áhorf- endum hollara að hafa beltin spennt. Roberts í sálfræðitrylli Stórstjarnan Julia Roberts. AFP MÁLMUR Íslandsvinurinn David Coverdale er hvergi af baki dottinn og nú ætlar hann að fagna fertugsafmæli sveitar sinnar, White- snake, með nýrri breiðskífu og tónleikaferð á næsta ári. „Flesh & Blood“ nefnist skífan en Whitesnake sendi síðast frá sér nýtt efni 2015. „Þetta verður besta plata Whitesnake frá upphafi. Ég veit að menn segja þetta allt- af en ég ætti að vita hvað ég syng eftir hálfa öld í bransanum,“ sagði Coverdale í samtali við útvarpsstöðina SiriusXM en hann söng með Deep Purple áður en hann stofnaði Whitesnake árið 1978. Whitesnake hefur í tvígang komið til Íslands, 1990 og 2008. Ný plata og tónleikaferð hjá Whitesnake David Coverdale breiðir út faðminn 2008. Morgunblaðið/Golli „Já, núna er okkur alvara,“ sagði Gene Simmons, bassaleikari og söngvari Kiss, í samtali við sjónvarps- stöðina KTLA en glysrokkararnir síungu boðuðu lokalokalokalokatónleikaferð sína, „End of the Road“, fyrr í haust. „Og ég skal segja þér hvers vegna,“ hélt Simmons áfram. „Það er vegna þess að ég er 69 ára og er ennþá með hár á höfðinu og ennþá meira hár á bakinu. Við verðum að gefa okkur alla í þetta; ég er á risahælum og í níð- þungum búningi, auk þess sem ég þarf að spúa eldi og fljúga um loftin blá. Ef þú settir Jagger og Bono, sem eru báðir frábærir, í búninginn minn myndi líða yfir þá eftir hálf- tíma. Við erum einfaldlega vinnusamasta bandið í skemmtanabransanum – punktur.“ Kiss hefur áður blásið til kveðju- túrs og Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins er kunnugt um menn sem ruku í dauðans ofboði til út- landa til að ná í skottið á þeim í hinsta sinn – fyrir áratug. Og ef marka má Simmons eru menn ekki alveg að missa af Kiss. „Þetta er fínn tími til að kveðja; meðan maður býr ennþá að einhverri virðingu. Þetta verður langur túr, tvö til þrjú ár – jafnvel lengri.“ Annars veltur það á forminu, að sögn Simmons. Kiss hafi í 45 ár kynnt sig sem „heitasta band í heimi“ og það gangi ekki lengur velti fjórir akfeitir menn inn á sviðið með undirhökuna lafandi nið- ur á bringu. Auk Simmons skipa Kiss í dag Paul Stanley, Tommy Thayer og Eric Singer en bassaleikar- inn útilokar ekki að uppruna- legu meðlimirnir Ace Frehley og Peter Criss gætu troðið upp með bandinu á lokatúrnum. Kiss-liðar í fullum herklæðum á rauða dreglinum í haust. AFP GLYSBÆNDUR BREGÐA SENN BÚI Lokaloka- lokalokatúr- inn hjá Kiss Gene Simmons án farða. AFP Skólavörðustíg 18 | 101 Reykjavík | Sími 565 5454 | fridaskart.is fridajewels Fríða skartgripahönnuður Keltar og kóngar Gull 14 kt Silfur Hringar 14kt gull Frá 57.000,- Hringar 14kt gull m/demanti Frá 85.000,- Hringar Frá 6.500,- Hringar Frá 15.500,- Hringur Frá 15.500,- Hringar Frá 17.000,- Hringur 14kt gull 56.000,- Hringur 14kt gull 43.000,- Íslensk hönnun og handverk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.