Morgunblaðið - 04.12.2018, Page 1

Morgunblaðið - 04.12.2018, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 4. D E S E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  285. tölublað  106. árgangur  20 dagartil jóla Jólasveinalitabókin er á jolamjolk.is FLYTJA FJÓR- AR MISMUN- ANDI MARÍUR NÍU BÆKUR TILNEFNDAR ANDSTÆÐUR OG BLÆBRIGÐI NÁTTÚR- UNNAR Í ÁRATUGI FJÖRUVERÐLAUN Í ÞREMUR FLOKKUM 31 VATNIÐ Í NÁTTÚRU ÍSLANDS 12KASTANÍUJÓL 30 Stórvirkar vinnuvélar unnu við að hreinsa helstu umferðaræðar Akureyrar, þar á meðal Gilið, í gær, en snjó hefur kyngt þar niður að undanförnu. Snjódýpt á Akur- eyri undanfarna daga hefur slegið tvö mánaðamet. Í gærmorgun mældist snjódýptin 105 sentimetr- ar, sem er það mesta sem hefur mælst þar í desember, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Snjódýptin mældist næstmest dagana 7.-9. desember 1965, fyrir 53 árum, og þá mældist hún 100 sentimetrar. Að morgni föstudagsins 30. nóvember síðastliðinn mældist snjó- dýptin á Akureyri 75 sentimetrar og var það mesta snjódýpt sem þar hefur mælst í nóvembermánuði. Næst mest snjódýpt mældist þar 22. og 23. nóvember árið 1972, en þá var hún 70 sentimetrar. Frost var um allt land í gær. Mesti kuldinn var á Torfum í Eyja- firði, en þar mældist frostið 19,4°C . Veðurstofan spáir áframhaldandi snjókomu eða éljum fyrir hádegi í dag og tveggja til 18 stiga frosti. Mestur verður kuldinn á norðan- og austanverðu landinu. »10 Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Stefán Gunnar Sveinsson Kristján H. Johannessen Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í gær að taka Klausturmálið til athug- unar vegna mögulegra brota á siða- reglum fyrir alþingismenn, en átta þingmenn höfðu sent nefndinni er- indi vegna þess. Þá óskaði forsætis- nefnd eftir því að ráðgefandi siða- nefnd þingsins kæmi saman til þess að undirbúa umfjöllun og álit um málið, sem afhent yrði forsætisnefnd sem fyrst. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður siðanefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að nefndin myndi fara yfir erindi forsætisnefnd- ar, en gat ekki svarað því hversu langan tíma vinna nefndarinnar myndi taka. Í nefndinni sitja auk Ástu Ragnheiðar þau Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Há- skóla Íslands, og Salvör Nordal, doktor í heimspeki og umboðsmaður barna. Alþingi kom saman í fyrsta sinn frá því að málið kom upp í gær, og tóku varamenn sæti á þingi í stað þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Mið- flokksins, sem báðir eru farnir í launalaust leyfi um ótilgreindan tíma vegna málsins. Þá tilkynntu þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólks- ins, að þeir hygðust starfa saman sem óháðir þingmenn, en þrjá þingmenn þarf til þess að mynda nýjan þing- flokk samkvæmt reglum þingsins. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir í samtali við Morgunblaðið að ástandið sé án for- dæma. Hann bendir á að álit siða- nefndar sé einungis ráðgefandi og að það sé þingmanna sjálfra að ákveða hvort þeir segi af sér. Klausturmálið til siðanefndar  Forsætisnefnd samþykkir að taka málið til athugunar Morgunblaðið/Eggert Þingfundur Þingmenn voru ábúðarfullir við upphaf þingfundar í gær. MBaðst afsökunar »4 og 6 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn munu leggja fram til- lögu um að Gagnaveita Reykja- víkur verði seld, en önnur umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fer fram í dag. Eyþór Arn- alds, oddviti sjálfstæðismanna, segir að með sölunni væri hægt að minnka skuldir samstæðu borgar- innar umtalsvert og bætir við að Gagnaveitan hafi ekki skilað hagn- aði en starfi engu að síður á sam- keppnismarkaði í fjarskiptum. Sala Gagnaveitunnar og lækkun skulda væri því að mati Eyþórs skynsamleg forgangsröðun á þess- um tímapunkti. „Eins skiptis tekjur af sölu byggingarréttar eru ekki í hendi á næstu árum. Endurmat eigna hefur síðustu árin skilað borginni hagnaði upp á tugi millj- arða. Ólíklegt er að sú þróun haldi áfram,“ segir Eyþór. »2 Vilja selja Gagnaveitu Reykjavíkur Morgunblaðið/Eggert Áætlun Frá fundi borgarstjórnar. Vetrarríki á Norður- landi Snjódýpt síðustu daga á Akureyri sló met fyrir bæði nóvember- og desembermánuð  Bílaumferðin á hringveginum jókst umtalsvert í seinasta mánuði miðað við sama mánuð fyrir ári. Umferðin jókst um 9,1% í nýliðnum mánuði skv. mælingum Vega- gerðarinnar. Þetta er meiri umferð en reiknað hafði verið með og er nú útlit fyrir að umferðin á hringveg- inum aukist um 4,5% á árinu öllu. Mest jókst umferðin um Norður- land eða um 13,2% en minnst um Suðurland eða um 6,9%. Meiri bílaumferð en spáð hafði verið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.