Morgunblaðið - 04.12.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 04.12.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 AIR OPTIX® COLORS Linsur í lit Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Tilkynnt var um niðurstöður verðlaunasamkeppni um hönnun viðbyggingar við Stjórnarráðshúsið, sem og skipulag svo- nefnds Stjórnarráðsreits í Safnahúsinu í gær. Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra afhenti þar verðlaun fyrir bestu til- lögurnar og verða þær sem lentu í fyrsta sæti hafðar til hliðsjónar við hönnunina á viðbyggingunni og skipulag Stjórnarráðsreitsins. Þá opnaði Katrín sýningu á öllum tillög- unum sem bárust. Þeir Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason hjá KURTOGPÍ urðu hlutskarpastir í samkeppninni um við- byggingu við Stjórnarráðshúsið, ásamt samstarfsmönnum sínum Garðari Snæbjörnssyni, Jóhönnu Høeg Sigurðardóttur og Ólafi Baldvini Jónssyni. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að tillaga þeirra einkennist af „skilningi á þörfum starfseminnar“ og að niðurstaðan sé „einföld en fáguð um- gjörð um starfsemi forsætisráðuneytisins“. Í samkeppninni um skipulag Stjórnarráðsreitsins hlutu T.ark Arkitektar og SP(R)INT Studio fyrstu verðlaun, en þau Karl Kvaran, Ivon Stefán Cilia, Sahar Ghaderi, og Sara Mortazavi, arkitekt skipa hönnunarteymið. Í umsögn dóm- nefndar segir meðal annars að höfundum tillögunnar hafi „tekist vel að ná því markmiði sínu að framtíðarmynd Stjórnarráðsreitsins verði öruggt, aðgengilegt, fjölbreytt, skjólsælt og manneskjulegt umhverfi“. Tilkynnt um niðurstöður samkeppni um hönnun á viðbyggingu við Stjórnarráðið og skipulag Stjórnarráðsreits Tillögurnar hafðar til hliðsjónar við uppbyggingu Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2019- 2023 verður tekin til annarrar um- ræðu á fundi borgarstjórnar í dag. Fulltrúar minnihlutans hafa lagt til margvíslegar breytingatillögur á áætluninni, og vilja fulltrúar Sjálf- stæðisflokks meðal annars að Gagnaveita Reykjavíkur verði seld. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæð- isflokksins, segir sölu á nettenging- um hvorki hluta af grunnrekstri Reykjavíkurborgar né hefðbundn- um grunnrekstri Orkuveitu Reykja- víkur en hann leggur til að söluand- virðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað í samstæðu Reykjavíkurborgar. Eyþór segir að tugir milljarða séu bundnir í Gagna- veitunni sem sé dótturfélag Orku- veitu Reykjavíkur. Það hafi vaxið með hlutafjárframlögum frá Orku- veitunni og áætlar Eyþór að fjárfest- ingar frá upphafi verkefnisins nemi um 30 milljörðum króna að núvirði. Milljörðum veitt í veituna Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti í október 2012 að selja allt að 49% hlut í félaginu og var þá haldið opnu að selja meira síðar. Eyþór segir að þrátt fyrir það hafi áfram verið fjárfest í verkefninu fyrir meira en 10 milljarða króna á þeim sex árum sem liðin eru síðan þá. „Nær tuttugu ár eru síðan Orkuveit- an fór að fjárfesta í nettengingum og síðan þá hafa öflugir aðilar í fjar- skiptum búið til samkeppnismarkað. Það er því engin þörf fyrir aðkomu Reykjavíkurborgar að þróun neyt- endamarkaðar í fjarskiptum og eng- in þörf fyrir að Orkuveita Reykjavík- ur fóstri áfram þetta þróunar- verkefni,“ segir Eyþór. Þá gagnrýnir hann að fimm ára áætlun borgarinnar geri, að hans mati, ráð fyrir óhóflegri skuldsetn- ingu, á sama tíma og tekjustofnar borgarinnar eru í botni. „Sú leið að losa landfestar á Gagnaveitu Reykjavíkur og láta hana standa á eigin fótum myndi minnka áhættu í rekstri borgarinnar, lækka vaxta- gjöld og stuðla að bættu sam- keppnisumhverfi á fjarskiptamark- aði,“ segir Eyþór. Leggja til að Gagnaveitan verði seld  Síðari umræða um fjárhagsáætlun borgarinnar í dag  Dagur segir tillögu um að leggja niður SEA órökstudda Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sagði í sérstöku ávarpi sem birt var með tillögunum í gær að stefnt hefði verið að því lengi að reisa viðbyggingu við gamla Stjórnarráðshúsið og koma allri starfsemi forsætisráðuneytis fyrir á einum stað. Bætti hún við að slíkt fyrirkomulag myndi vera „sann- kölluð bylting fyrir ráðuneytið og starfsfólk þess sem líður vissulega fyrir það að vera dreift á milli húsa“. Forsætisráðherra sagði einnig að lögð hefði verið rík áhersla á að horft yrði til hugmyndafræði sjálf- bærrar þróunar og vistvænnar hönnunar, og að meðal annars hefði verið horft til orkunýtni, efnisvals og heilsuverndar við hönnunina og áhersla lögð á að neikvæð um- hverfisáhrif yrðu lágmörkuð í öllu ferlinu. „Þetta mun hafa áhrif á vel- líðan þeirra sem munu starfa í bygg- ingunum en það er jafnframt von mín að þær framsæknu hugmyndir sem bárust geti orðið til fyrir- myndar í öðrum framkvæmdum hér á landi í framtíðinni, ekki síst að því er varðar sjálfbærni og vistvæna hönnun og verði jafnframt lyftistöng fyrir þróun byggingarlistar hér á landi,“ segir Katrín. Bylting fyrir ráðuneytið  Lengi stefnt að viðbyggingu við Stjórnarráðið Morgunblaðið/Hari Viðbygging Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhenti verðlaunin í gær. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti á facebook-síðu sinni í gær að hún hygðist leggja til að stjórnkerfi borgarinnar yrði einfaldað með því að skrifstofa eigna og atvinnuþró- unar í Reykjavík, SEA, yrði lögð niður og verkefni hennar færð til skipulagssviðs. Skrifstofan hefur haft yfirumsjón með ýmsum verk- efnum á vegum borgarinnar, þar á meðal bragganum í Nauthólsvík og Mathöllinni við Hlemm. Segir Hild- ur að þó að verkefnin séu góð eigi þau að vera á hendi einkaaðila en ekki borgarinnar og bætir hún við að frjálsleg „ráðstöfun skattfjár til uppbyggingar kaffihúsa og veit- ingastaða hafi bitnað á grunnþjón- ustu borgarinnar“. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að erfitt væri að taka tillögu Hildar alvarlega, þar sem hún væri sett fram án nokkurs haldbærs rök- stuðnings. „Skrifstofa eigna- og at- vinnuþróunar vinnur mikilvægt starf að fjölmörgum verkefnum og mörg þeirra eru tekjuskapandi fyr- ir borgina. Skrifstofan á meðal ann- ars góðan hlut í því að Reykjavíkur- borg skilaði átta milljarða afgangi á fyrstu níu mánuðum ársins. Það má ekki síst rekja til aukinna tekna af byggingarétti en eitt megin- verkefni skrifstofunnar er að vinna að margvíslegri framþróun borgar- innar og tekjuöflun í gegnum sölu lóða og byggingarréttar,“ sagði Dagur. Vill leggja SEA niður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.