Morgunblaðið - 04.12.2018, Side 29

Morgunblaðið - 04.12.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2018 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Laserlyfting Þéttir slappa húð á andlit og hálsi Árangur af Laserlyftingu er sambærilegur við árangur af andlitslyftingu með skurðaðgerð en það sem laserlyfting hefur fram yfir andlitslyftingu er að einstaklingur getur farið í vinnu beint eftir meðferð. 15% afsláttur af gjafabréfum hjá Húðfegrun Bylting ímeðferð á línum, hrukkumog slappri húð. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú skalt varast óþarfa eyðslu í dag. Láttu ekki áhyggjur halda fyrir þér vöku, þær gufa upp ef þú veitir þeim ekki athygli. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að finna þér lausar stundir til þess að eyða í friði og ró. Reyndu að skipta þér ekki of mikið af öðrum. Gættu tungu þinnar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er mikið slúðrað í kringum þig og ætlast er til að þú takir þátt í leikn- um. Ef þú mögulega getur væri mikið gæfuspor að greiða skuld að fullu áður en vikan er á enda. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhver þér eldri gæti gefið þér góð ráð í dag. Einhver hefur þig fyrir rangri sök og þér sárnar það. Hið rétta kemur þó fljótt í ljós. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gættu þess að sýna ekki of hörð við- brögð við orðum eða athöfnum annarra. Þú gerir stormandi lukku í jólaboðunum í ár. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það sem þér finnst erfiðast að gefa upp á bátinn er þörfin fyrir að hafa alltaf rétt fyrir þér. Gættu þess að taka heilsuna ekki sem sjálfsagðan hlut. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert heimakær og ferðast helst ekki nema nauðsyn krefji. Gerðu hvaðeina sem þú getur til þess að víkka sjóndeildarhring- inn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sýndu varfærni á öllum svið- um, ekki síst í peningamálunum, því það tekur oft skamma stund að gera afdrifarík mistök á því sviði. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Taktu einn hlut fyrir í einu því ef þú ert með of mörg járn í eldinum fer allt úr böndunum. Láttu rómantísku draumana rætast. 22. des. - 19. janúar Steingeit Stundum er besta ákvörðunin sú að gera ekki neitt, lofa hlutunum bara að þróast í rólegheitum. Einhver er eins og grár köttur í kringum þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Visst verkefni mun hanga yfir þér mánuðum saman ef þú brettir ekki upp ermarnar. Mundu að vinir þínir hafa áhrif á hugsanir þínar og þannig á framtíð þína. 19. feb. - 20. mars Fiskar Velgengni þín að undanförnu veldur þér gleði en einhverjir virðast öfunda þig. Reyndu að mæta stundvíslega þar sem þín er vænst. Fyrir helgi sendi Helgi R.Einarsson mér limru um „Vandamál líðandi stundar“: Vandamál finnast hér víða, vammlausir hjá þeim þó sníða. Samt gleyma víst sér, sýnist nú mér sumir, er detta þeir í’ða. Guðmundur Arnfinnsson víkur að því sama á Boðnarmiði –„Afsök- unarbeiðni þingmanns“: Oft ég bulla, elskan mín, orða sullu kokkur, ég var fullur, ég er svín, ég er drullusokkur. Ég er dóni, ég er flón, ég er róni mesti, yfirsjónar iðrast tjón, illum þjóna lesti. Og á heimasíðu sinni segir Hjálmar Freysteinsson: Þau héldu fámennan fund og fjölluðu drykklanga stund um kvenfólksins alla kosti og galla í klaustri við templarasund. – Og heldur síðan áfram: „Þetta er nú svo ógeðslegt mál að það er varla hægt að yrkja um það.“ Halldór Þorsteinsson kom við „Á barnum“: Á barnum þeir brennivín drukku þá býsna mörg fúkyrðin hrukku úr mannanna munnum meiðyrða brunnum neðar og neðar þar sukku. Jón Gissurarson vekur athygli á að „oft er í holti heyrandi nær og DV og Stundin ekki langt undan“: Orða skulum vanda val virðum bæði sprund og hal. Illsku bundið óráðs hjal aldrei framar viðhaft skal. Málæði er mörgum skætt mannorð getur niður tætt aukið sár er seint mun grætt sundurlyndi af sér fætt. Hallmundur Kristinsson hélt þræðinum: Víst eru mörgum völdin kær. Veruleikinn er snúinn. Oft er í holti heyrandi nær herlegum tækjum búinn. Gunnar J. Straumland var með á nótunum: Tungukorða temja skal, taum og skorður finna. Gaspur forðast, göfga tal, gæta orða sinna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af vandamálum og afsökunarbeiðni „Hann eyÐir meiri tíma meÐ vinunum sínum en meÐ mér.” „Aftur aÐ teikniborÐINU, vitringur!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar lífið tekur nýja stefnu. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HEFURÐU EKKERT BETRA AÐ GERA! ÞAÐ GLEÐUR MIG AÐ SEGJA ÞÉR AÐ ÞAÐ HÖFUM VIÐ EKKI HENDUR Á LOFT! KLAP PKL APP KLA PP ÞEIR MISSKILDU ÞETTA! USSS! HONUM ER ALVEG SAMA! VEI VEI! HJÓNABANDS- RÁÐGJÖF Veturinn virðist loks vera kominneftir að hafa látið bíða nokkuð eftir sér. Kunningjar Víkverja og venslamenn hafa þurft að vaða snjó upp að klofi í höfuðstað Norðurlands síðustu daga og nú er útlit fyrir snjó- komu sunnan heiða sömuleiðis. Vík- verji tekur því sem að höndum ber og reynir að kippa sér ekki mikið upp við þetta. Þó skal það nú viður- kennt að helst af öllu vildi Víkverji spóla með öllu yfir þessa árstíð og losna við kuldann, snjóinn og slabbið. x x x Hins vegar getur Víkverji ekkibeint barmað sér yfir hlutskipti sínu árið 2018. Stóru áhyggjuefnin snúa að því að skafa af bílnum og moka frá húsinu. Þessu var aðeins öðruvísi farið hér á árum áður eins og lesa má í ágætri bók Hallgríms Helgasonar, Sextíu kíló af sólskini, sem nú liggur á náttborði Víkverja. Bókin sú gerist fyrir norðan í upp- hafi tuttugustu aldarinnar og þar segir meðal annars af glímum lands- manna við veðrið fyrr á tíð. Frásagn- ir af því þegar heilu fjölskyldurnar hurfu með snjóflóðum gera áhyggj- ur af því að verða blautur í fæturna á leið inn í Bónus fremur kjánalegar. x x x Bók Hallgríms er raunar fyrir-takslesning. Víkverji hefur lokið við um 250 síður og telur óhætt að mæla með henni. Og þannig virðist einnig um fleiri bækur í jólabóka- flóðinu þetta árið. Jafnvel mætti full- yrða að óvenju margar forvitnilegar bækur sé þar að finna í ár. Víkverji er í það minnsta ákveðinn í að kom- ast yfir bók Þórunnar Valdimars- dóttur um Skúla fógeta og bók Ólafs Gunnarssonar, Listamannalaun. Venju samkvæmt verður gluggað í Íslenska knattspyrnu eftir Víði Sig- urðsson, en sú bók hefur komið út á hverju ári í næstum fjóra áratugi. Eins er saga landsliðsfyrirliðans Ar- ons Einars Gunnarssonar spennandi kostur enda maðurinn forvitnilegur og virðist tilbúinn að gefa af sér í bókinni. Sú er ekki alltaf raunin í bókum sem þessari. Og svo eru það blessaðir krimmarnir; Arnaldur, Yrsa, Ragnar og þau öll. vikverji@m- bl.is Víkverji Umfram allt hafið brennandi kær- leika hvert til annars því að kærleikur hylur fjölda synda. (Fyrra Pétursbréf 4.8)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.