Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.12.2018, Blaðsíða 19
UNICEF-dagurinn verður haldinn í verslun Lindex í Smáralind í dag frá kl 13-16. Margt verður um að vera; jólasveinninn mætir og geta gestir og gangandi fengið mynd af sér með sveinka, hægt verður að lita jólakort í föndurhorni og krakka-karíókí verður í boði með þeim Þórunni Antoníu og Dóru Júl- íu. Einnig mun starfsfólk UNICEF bjóða börnum og fullorðnum upp á fræðslu og sýna hvernig hjálpar- gögn keypt á Íslandi geta nýst börnum í neyð. Samstarf UNICEF og Lindex hefur skilað um 25 millj- ónum kr. til barna um allan heim. Dagur UNICEF í Lindex í Smáralind Skoðið LAXDAL.is/yfirhafnir Skipholti 29b • S. 551 4422 MAX & MOI fágaðar og flottar úlpukápur FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra við- burða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 16 dagar til jóla Ljúfri jólastemningu er heitið í skógræktinni í Heiðmörk um helgina. Jólamarkaðurinn í Elliða- vatnsbænum er opinn í dag og á morgun, frá kl. 12-17. Tónlistarfólk og rithöfundar mæta á svæðið og í Rjóðrinu verður kveiktur varð- eldur. Nánari dagskrá er á face- booksíðu Jólamarkaðarins. Einnig er hægt að velja sér jólatré í Jóla- skóginum á Hólmsheiði. Morgunblaðið/Eggert Heiðmörk Fjör á Jólamarkaðnum. Jólastemning í Heiðmörkinni Allt um sjávarútveg H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi, samsetningu og sölu á heimsþekktum og þrautreyndum vörum sem notaðar eru í útbyggingar, svalalokanir, glugga, rennihurðir og fleira. Velta 250 mkr. og mikil verkefni framundan. • Ungt og hratt vaxandi veitingastaður (2 staðir) þar sem áhersla er lögð á hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð 280 mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum undir vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur. • Lítið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir sérhæfða vöru fyrir heimili og fyrirtæki. Velta um 40 mkr. nokkuð stöðug. Afkoma jöfn og góð. • Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur véltæknibúnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig öðrum iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr. og EBITDA 25-40 mkr. • Rótgróið iðnfyrtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr plasti. Ársvelta á bilinu 250-300 mkr. • Ein þekktasta hárvöruheildverslun landsins með mjög þekkt merki fyrir fagaðila. Góð velta og afkoma. • Fyrirtæki sem sérhæfir sig í greiðslulausnum á afmörkuðu en þekktu sviði leitar eftir auknu hlutafé. Spennandi fjárfestingakostur með miklum möguleikum á arðsemi, gangi áætlanir eftir. • Mjög gott fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu á þakdúk sem það flytur sjálft inn. Veltan á bilinu 150-200 mkr. og afkoman mjög góð. Eigendur tilbúnir að vinna áfram eins og þörf krefur. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is 90 ára afmæli Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur JÓLASÖFNUN Jólaskógurinn í Hamrahlíð í Mos- fellsbæ, við Vesturlandsveginn, verður opnaður á morgun, sunnu- dag, kl. 13. Fjölmargt verður á dag- skránni. Bæjarstjórinn mun saga fyrsta tréð, eldsmiður sýnir listir sínar, harmónikkuleikur mun óma um skóginn auk þess sem skólakór Varmárskóla mun syngja vel valin lög. Farið verður í fjársjóðsleit í skóginum með börnunum og svo ætla Þorri og Þura að mæta á stað- inn. Hægt verður að gæða sér á skógarkaffi, lummum og heitu súkkulaði. Jólasveinninn mun mæta í skóginn og halda uppi stuðinu. Síðast en ekki síst verður hægt að ganga um skóginn og velja jólatré. Opnun jólaskógar í Hamrahlíð Litla hafpulsan svokallaða, yfir tveggja metra há stytta í Reykjavík- urtjörn sem hefur vakið töluverða athygli fyrir athyglisverða lögun sína þar sem hún þykir minna á kyn- færi karlmanns, hefur orðið fyrir skemmdum og má segja að hún hafi misst höfuðið. Ekkert er vitað á þessari stundu um orsökina en svo virðist sem skemmdarverk hafi verið unnin á pulsunni. Einnig gæti verið að veð- urofsi í nótt hafi orðið þess valdandi að turn styttunnar hefur brotnað af sökkli hennar. Verkið er eftir listakonuna Stein- unni Gunnlaugsdóttur og er styttan hennar framlag til 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Steinunn sagði í samtali við mbl.is að upphaflega hefði hún ekki ætlað verkinu að líkj- ast karlmannskynfærum. „Þetta er pulsa sem situr eins og hafmeyjan á lítilli brauðbollu úti í tjörninni, er bísperrt og ánægð með sig, en svo er hún líka lítil hafpulsa í tjörn, handalaus og einhver kynja- vera sem veit ekki hversu öflug hún er. Svo er hún pínu óhugnanleg,“ sagði Steinunn í samtali við mbl.is í lok október. Steinunn segir að óneitanlega sé einnig einhver kynusli í pulsunni. „Þetta er bæði hafmeyja, sem er yfirleitt kvenkyns, en líka typpi, þar sem það er mjög erfitt að vinna með pulsuform án þess að það verði typpi. En mér fannst það ekkert slæmt,“ sagði hún einnig. Skúlptúrinn er hluti af Cycle-- listahátíðinni sem fór fram í fjórða sinn í október undir yfirskriftinni Þjóð meðal þjóða og með sýningunni lauk tveggja ára rannsókn á fullveldi Íslands í samhengi við nýlendusög- una, að sögn Guðnýjar Guðmunds- dóttur, listræns stjórnanda hátíð- arinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stóð til að Litla hafpulsan myndi standa í tjörninni fram í desember. thor@mbl.is Morgunblaðið/Hari Litla hafpulsan Verkið er eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur og er framlag hennar til 100 ára afmælis fullveldis Ís- lands. Óvíst er um orsök þess að pulsan er nú höfuðlaus, en til stóð að hún myndi standa í Tjörninni fram í desember. Litla hafpulsan höfuðlaus  Skemmdarvargar eða óveður unnu spjöll á pulsunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.