Morgunblaðið - 08.12.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ráðast þarf í umfangsmiklar fram-
kvæmdir við Reykjavíkurflugvöll
svo hann uppfylli alþjóðlegar kröfur.
Þetta kemur fram í minnisblaði
Isavia til Alþingis vegna fimm ára
samgönguáætlunar, 2019-2023.
Þar segir að til að uppfylla
evrópskar reglugerðir um flugvelli
þurfi m.a. að setja upp aðflugsljós á
öllum varaflugvöllunum þremur
fyrir millilandaflug, í Reykjavík, á
Akureyri og á Egilsstöðum, og mið-
línuljós á Reykja-
víkurflugvelli
fyrir árslok 2021.
Það kosti 400-500
milljónir.
Guðjón Helga-
son, upplýsinga-
fulltrúi Isavia,
segir áætlað að
hlutur Reykja-
víkur í þessu efni
sé 52%, Akur-
eyrar 28% og Egilsstaða 20%.
Fram kemur í minnisblaðinu að
áætlað sé að endurnýja malbik
tveggja flugbrauta á Reykjavíkur-
flugvelli árin 2022 og 2023. Núver-
andi malbik hafi verið lagt árin 2002
og 2003 en reiknað sé með að ending
malbiks á flugbrautum sé 15-20 ár.
Guðjón segir að endurnýja þurfi
malbikað slitlag á 15-20 ára fresti.
Endurnýja þarf flughlöðin
Þá segir í umsögn Isavia að
skemmdir séu komnar fram á flug-
hlöðum á Reykjavíkurflugvelli. Með
staðbundnum holuviðgerðum undan-
farin ár hafi yfirlögn verið frestað.
Spurður hvort það standi til að
endurnýja flughlöðin og ráðast í
uppbyggingu sem dugir í lengri tíma
segir Guðjón að „til lengri tíma litið
[sé] ódýrara að endurnýja stór mal-
bikuð svæði í einu, en að fara í holu-
viðgerðir á hverju ári“.
„Undanfarin ár hefur ekki fengist
fjármagn til að endurnýja malbik á
flughlöðum. Því hefur aðeins allra
nauðsynlegasta viðhaldi verið sinnt
með holufyllingum. Ef halda á starf-
semi áfram á flughlöðunum er nauð-
synlegt á einhverjum tímapunkti,
ekki í fjarlægri framtíð, að endur-
nýja flughlöð á Reykjavíkurflugvelli.
Á meðan ekki fæst fjármagn í end-
urnýjun eða uppbyggingu verður
ekki ráðist í slíkar framkvæmdir.
Meðan flugvöllurinn er í rekstri
þarf að tryggja rekstraröryggi. Til-
lögur Isavia um viðhaldsfram-
kvæmdir miða að því að tryggja
áfram rekstraröryggi og öryggi í
umferð flugvéla á flugvöllum.“
Flughlöð á Reykjavíkurflugvelli
standast ekki reglugerð um varnir
gegn olíumengun frá starfsemi á Ís-
landi. Guðjón segir áætlað að kostn-
aður við úrbætur á þessu sviði sé á
bilinu 150-500 milljónir króna.
Mikil viðhaldsþörf hefur safnast upp á flugvöllum landsins
Flugvellir utan Keflavíkur
VOPNAFJÖRÐUR
2022 Endurnýjun á veður-
og fjarskiptabúnaði.
REYKJAVÍK
2020 Flugbrautir
yfirsprautaðar með
asfaltblöndu.
2021 Malbikun flug-
brautaraxla.
2022-2023 Endurnýjun á
malbiki beggja flugbrauta.
2022 Endurnýjun á þaki
slökkvistöðar.
Leiðsögu- og ljósabúnaður:
2019 Viðhald á fjar-
lægðarmæli (DME-stefnu-
vita) og veðurbúnaði.
2020 Viðhald á Localizer-
stefnuvita*, veðurbúnaði
og flugbrautarljósum.
2021 Viðhald á veður-
búnaði.
2022 Viðhald á rafkerfi
flugvallarins.
Úrbætur til að uppfylla
reglugerðir um alþjóða-
flugvelli:
2019 Mælingar og gerð
hindranakorts (flugkort
sem sýnir hæðarhindranir
í nágrenni vallarins).
2021 Uppsetning
aðflugsljósa að þremur
flugbrautum.
AKUREYRI
2019 Flugbrautir yfirsprautaðar
með asfaltblöndu.
2022 Staðbundnar viðhaldsfram-
kvæmdir á malbiki.
2020 Lagning yfirlagsmalbiks á allt
flughlaðið og staðbundnar viðgerðir.
2019 Stækkun eða breytingar á
flugstöð vegna fjölgunar erlendra
farþega og alþjóðaflugs.
2020 Viðhald á fiugstöðvar-
byggingu utanhúss, múrviðgerðir og
málningarvinna.
Leiðsögu- og ljósabúnaður:
2019 Blindflugsbúnaður (ILS**)
fyrir aðflug úr norðri að flugbraut 19.
2019 Viðhald á DME-stefnuvita og
veðurbúnaði.
2020 Viðhald á ILS-aðflugsbún-
aði** á suðurenda flugbrautar og
endurnýjun á veðurbúnaði.
2022 Endurnýjun á ILS-aðflugsbún-
aði** fyrir flugbraut 01.
2023 Endurnýjun stefnuvita og
annars aðflugsbúnaðar.
Úrbætur til að uppfylla reglugerðir
um alþjóðaflugvelli:
2018-2019 Mælingar og gerð
hindranakorts.
2021 Uppsetning aðflugsljósa að
flugbraut 19.
EGILSSTAÐIR
2021 Malbikun flugbrautar.
Malbiksviðgerðir á flughlaði og
áframhaldandi viðhald á þaki
flugstöðvar.
Leiðsögu- og ljósabúnaður:
2019 Endurnýjun á fjarskipta-
stjórnkerfi og Localizer-stefnu-
vita*.
2020 Endurnýjun á veðurbúnaði.
2022 Endurnýjun á fjarskipta-
búnaði og flugbrautarljósum.
Úrbætur til að uppfylla reglugerðir
um alþjóðaflugvelli:
2018-2019 Mælingar og gerð
hindranakorts.
2021 Uppsetning aðflugsljósa að
flugbraut 22.
VESTMANNAEYJAR
2020-2021 Endurnýjun slitlags á flug-
brautum með klæðingu.
2021 Endurnýjun á þaki vélageymslu.
Leiðsögu- og ljósabúnaður:
2019 Skipta út stýribúnaði fyrir Ijósabúnað.
2020 Endurnýjun á ljósabúnaði.
HÚSAVÍK
Undanfarin ár hefur
slitlag flugbrautar og
búnaður verið endur-
nýjaður og verið gert
við flugstöðina.
2021 Áframhaldandi
viðhald á flugstöð.
GRÍMSEY
2022 Endurnýjun á slitlagi flugbrautar.
Leiðsögu- og ljósabúnaður:
2021 Endurnýjun á Ijósum og rafkerfi
til stýringar á Ijósabúnaði.
ÞINGEYRI
Ákveða þarf hvort fara eigi í
endurnýjun á flugbraut eða skil-
greina hana sem lendingarstað
með malarslitlagi. Einnig að taka
niður flugbrautarljós og setja upp
flugbrautarmerkingar í staðinn.
BÍLDUDALUR
2019 Endurnýjun slitlags á flug-
braut og flughlaði með klæðingu.
Leiðsögu- og ljósabúnaður:
2019 Endurnýjun á Ijósum og
rafkerfi til stýringar á Ijósabúnaði.
ÍSAFJÖRÐUR
2019 Lagning á klæðn-
ingaryfirlagi á flugbraut
og flughlaði.
2019 Endurnýjun á
klæðningu á vélageymslu.
Leiðsögu- og ljósabúnaður:
2019 Endurnýjun á
flugleiðsöguvita.
2020 Endurnýjun á
fjarskiptabúnaði.
ÞÓRSHÖFN
2020 Viðhald á slitlagi flugbrautar.
Leiðsögu- og ljósabúnaður:
2022 Endurnýjun á flugbrautarljósum.
2023 Endurnýjun á veðurbúnaði.
Alþjóðaflugvellir
Aðrir áætlanaflugvellir
(flugvellir í grunnneti)
Heimild: Áætlun Isavia/Magnea Huld Ingólfsdóttir/úr minnisblaði til Alþingis.
HÖFN
2023 Endurnýjun á slitlagi flugbrautar.
2021 Viðhald á flugstöð.
Leiðsögu- og ljósabúnaður:
2019 Endurnýjun á Ijósabúnaði og
rafkerfi til stýringar á þeim.
GJÖGUR
2019 Endur nýjun
á veðurbúnaði.
2020 Endur -
nýjun á fjarskipta-
búnaði.
**ILS (Instrument Landing System) stendur fyrir
nákvæmnisaðflug. Búnaður á flugvellinum sendir
flugvél í aðflugi upplýsingar um staðsetningu flug-
vélarinnar miðað við flugbrautina (lárétt og lóðrétt).
*Localizer er hluti af búnaði flugvallarins fyrir
aðflug. Hann sendir upplýsingar um lárétta stað-
setningu flugvélar í aðflugi.
Byggja þarf upp Reykjavíkurflugvöll
Isavia segir kominn tíma á malbikun brauta, uppbyggingu flughlaða og varnir gegn olíumengun
Guðjón
Helgason
Fram kemur í minnisblaði Isavia að
vegna uppsetningar aðflugsljósa
að flugbrautum á Reykjavíkur-
flugvelli þurfi mögulega að reisa
undirstöður fyrir ljósin út í sjó og
yfir nýjan veg sem fyrirhugaður er
sunnan flugbrautar 01. Aðflugsljós
að flugbraut 31 þyrfti að reisa inn
á bílastæði við Háskólann í Reykja-
vík. Isavia vinni að því að kanna
hvort leyfilegt verði að reisa
styttri aðflugsljós að þessum flug-
brautum. Þau séu ekki á deili-
skipulagi þessara svæða.
Guðjón Helgason segir ekki til
teikningar af þessum búnaði á
þessum svæðum. Samkvæmt
reglugerð eigi ljósin að ná 420
metra aftan við þröskuld flug-
brautar. Það eigi við þær báðar.
Fram kemur í minnisblaðinu að
á næsta ári þurfi að huga að
stækkun eða breytingum á flug-
stöð Akureyrar vegna fjölgunar er-
lendra farþega. Erfitt sé að taka á
móti fjölda ferðamanna í flugstöð-
inni eins og hún sé nú, hluti ferða-
manna sé í innanlandsflugi og
hluti á ferðalagi til eða frá landinu.
Spurður hversu mikið þurfi að
stækka flugstöðina til að hún
mæti þessum kröfum segir Guðjón
að hanna þurfi flugstöðvar miðað
við mesta mögulega fjölda sem
gæti verið á Akureyri, í kringum
500 manns. Miðað við viðmið
Isavia á Keflavíkurflugvelli myndi
þurfa tæplega 4.000 fermetra til
að rúma þann fjölda. Núverandi
flugstöð á Akureyri sé um 1.400
fermetrar og rúmi um 150 farþega.
Þá segir að vegna nýrrar
Evrópureglugerðar, EASA ASR
Rules, þurfi að setja upp aðflugs-
ljós að flugbraut 19 á Akureyrar-
flugvelli. Fyrir núverandi flugbraut
án nákvæmnisaðflugs þurfi að
reisa 420 metra langa ljósalínu,
með 60 metra millibili á milli ljósa.
Fyrir flugbraut með nákvæmnis-
aðflug þurfi að reisa 900 metra
langa aðflugsljósalínu, með 30
metra millibili á milli ljósa. Reisa
þurfi aðflugsljósin út í sjó að flug-
braut 19. Utan við 500 metra frá
flugbrautarenda dýpki sjór hratt.
Mögulega þarf ljós í sjónum
við Reykjavíkurflugvöll
TILLÖGUR ISAVIA AÐ ÚRBÓTUM
Morgunblaðið/RAX
Horft úr lofti Isavia vill tryggja
öryggi Reykjavíkurflugvallar.
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com