Morgunblaðið - 08.12.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 08.12.2018, Síða 26
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Óhófleg óstýrð notkun Ís-lendinga á flugeldum leiðirtil alvarlegrar fyrirsjáan-legar mengunar sem hefur áhrif á heilsu og vellíðan lungnasjúk- linga sem eru allt að 5-10% lands- manna og eru í þeim hópi bæði börn og fullorðnir.“ Þetta segja þrír háskólakenn- arar í bréfi sem birtist í nýjasta hefti Læknablaðsins. Í bréfinu er rakið hvernig staðið hefur verið að notkun flugelda hér á landi á undanförnum árum og hver áhrifin hafa verið á andrúmsloftið og heilsu fólks. Bréfritarar eru Gunnar Guð- mundsson, lungnalæknir og prófess- or í lyfja- og eiturefnafræði, Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í um- hverfisverkfræði, og Þröstur Þor- steinsson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði. Gríðarleg loftmengun Á fyrri hluta þessa árs var mjög fjallað um þá miklu loftmengun sem lagðist yfir allt höfuðborgarsvæðið um síðastliðin áramót. Sýndu niður- stöður rannsókna m.a. að svifryk hefði mælst afar hátt um áramótin og var stór hluti þess mjög fínn, það var málmríkt, kolefnisríkt, brennisteins- ríkt og klórríkt. Slík mengun er afar varasöm fólki. Í viðtali við Morgunblaðið í apríl síðastliðnum sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auð- lindaráðherra, mengunina áhyggju- efni og ekki ásættanlega. „Við verð- um vitanlega að bregðast við,“ sagði ráðherrann í áðurnefndu viðtali. Ekki er þó að sjá að neitt hafi verið aðhafst í málinu á þeim tíma sem liðinn er. Engin breyting hefur verið gerð á reglugerð um skotelda og innflutn- ingur þeirra og sala verður því með hefðbundnu sniði nú fyrir áramótin. Morgunblaðið reyndi án árang- urs að ná tali af umhverfisráðherra. Leiðir til að takmarka Í bréfi þremenninganna er rætt um mögulegar leiðir til að takmarka skaðleg áhrif flugeldanotkunar. Bréf- ritarar segja að hægt væri að setja markmið um hversu mikið af flug- eldum megi flytja inn á hverju ári. Ef horft sé til síðastliðinna 15 áramóta hafi svifryksmengun farið yfir heilsu- verndarmörk annað hvert ár. Þeir segja að ef innflutningurinn helming- aðist myndi svifryksmengun sjaldnar fara yfir heilsuverndarmörk. Til að tryggja að staðið sé við heilsuvernd- armörk þyrfti hins vegar að minnka magn innfluttra flugelda áttfalt. Hægt væri að banna auglýsingar líkt og gert er með áfengi og tóbak. Einn- ig mætti minnka vöruframboð og hætta alveg með þá flugelda sem menga mest við jörðu. Að auki mætti íhuga skilagjald fyrir umbúðir af flugeldum til að minnka flugelda- úrgang í nágrenninu. Nýleg erlend rannsókn gefi hins vegar til kynna að meiri árangur náist í loftgæðum þar sem almenn notkun flugelda sé bönn- uð. Bréfritarar segja mikilvægt að halda í hátíðarstemmningu um ára- mót og því gætu sveitarfélög verið með skipulagðar sýningar, eins og ljósasýningar í bland við tónlist. Það hafi t.d. gefist vel í Hong Kong. Þeir benda á að skoð- anakönnun sýni að 27% Ís- lendinga styðji bann við al- mennri notkun flugelda, 80% landsmanna finnist gaman að horfa á flugelda en aðeins 45% finnist gaman að skjóta þeim upp. Flugeldasýningar á veg- um opinberra aðila myndu því þjóna meirihluta þjóðar- innar. Óhófleg notkun flug- elda skaðleg heilsu 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íbúar höfuð-borgarsvæðis-ins þekkja vel til þess að horfa á eftir tíma, sem fer forgörðum vegna tafa í umferðinni. Hnútarnir myndast víða og það fer eftir tíma dags, hvort það er kvölds eða morgna, í hvaða átt tregðan er meiri. Hægt er að reyna að forðast að vera á ferð- inni eftir tilteknum leiðum í til- teknar áttir þegar álagið er sem mest og teppurnar eftir því, en það er ekki alltaf hægt. Meirihlutinn í borginni hefur ekki haft miklar áhyggjur af þessu ástandi. Mætti frekar segja að hann hafi haft það á stefnuskrá sinni að magna teppurnar og þrengja flösku- hálsana með það að markmiði að fá fólk til að leggja einka- bílnum. Gallinn á gjöf Njarðar er sá að í borginni eru engir þeir kostir, sem koma í staðinn fyrir einkabílinn þannig að komast megi leiðar sinnar með sama eða svipuðum hætti, nema að mjög takmörkuðu leyti. Andstæðingar einkabílsins geta mótmælt því að vild, en þessi staðreynd birtist með þeim einfalda hætti að þrátt fyrir aukin óþægindi af því að sitja fastur í umferð í Reykja- vík kjósa Reykvíkingar að halda áfram að nota bílinn fremur en að taka strætó, hjóla eða ganga. Það mætti kalla þetta að greiða atkvæði með dekkjunum. Rannsóknir sýna að á undan- förnum árum hefur sá tími, sem það tekur fólk að komast í og úr vinnu, lengst svo um munar. Þetta kostar ekki aðeins óþæg- indi fyrir borgarbúa, það kostar einnig peninga og veldur þjóð- arbúinu öllu skaða. Samtök iðnaðarins létu gera greiningu á kostnaði umferðar- tafa í tilefni af mótun sam- gönguáætlunar fyrir árin 2019 til 2033. Niðurstaðan var eins og fram kom í fréttaskýringu í Morgunblaðinu á fimmtudag að þjóðhagslegur kostnaður vegna umferðartafa á höfuðborgar- svæðinu hafi verið samanlagt rúmlega 15 milljarðar króna. Atvinnulífið hafi tapað um sex milljörðum vegna tapaðs vinnu- tíma og almenningur um níu milljörðum vegna tapaðs frí- tíma. Samtals er áætlað í úttekt SI að 19 þúsund klukkustundum hafi verið sóað í umferðar- teppum á hverjum virkum degi í fyrra eða um sex milljónum klukkustunda árið allt. Jafn- gildir þetta því að hver borgar- búi sé fastur í umferð þrjá daga á ári. Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins, segir í fréttaskýringunni að það sé hagsmunamál að tafir séu sem minnstar og sér ýmis- legt athugavert við hvernig á þessum málum er haldið. Við blasi að mun treg- legar hafi gengið að fá fólk til að taka strætó en til stóð þótt drjúgu fé hafi verið varið til þess. Hlutfall farþega með strætó hafi átt að fara úr fjórum af hundraði í átta af hundraði á áratugnum frá 2012 til 2022, en standi í stað þótt sjö ár séu liðin og aðeins þrjú ár til stefnu að ná markinu. Þrátt fyrir þessa reynslu eigi að setja 42 milljarða króna í að byggja upp borgarlínu til ársins 2033. Hann spyr hvort þetta þýði að tafirnar eigi einfaldlega að verða fastur liður og efast um leið um að kostnaðaráætlunin muni standast, ekki síst í ljósi reynslunnar af bragganum í Nauthólsvík. Hann segir einnig að aðgerð- ir til að greiða fyrir umferð þurfi ekki alltaf að vera dýrar og nefnir skilvirkari stýringu á umferðarljósum. Þetta er góð ábending. Í október var einmitt fjallað um umferðarljósakerfið á höfuð- borgarsvæðinu í Morgun- blaðinu og hvernig kynning á kerfinu í Ósló fyrir stjórn Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu hefði opnað augu manna fyrir því hvað þeir væru langt á eftir hér. Kom þar fram að það væri eins og Páll Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu, orðaði það „langt á eftir í þróun og notkun umferðarljósakerfa“ og tæknin „nokkuð frumstæð“. Í samtalinu við Pál kom fram að með því að nýta þær tækni- legu lausnir, sem þegar eru til, mætti bæta samgöngur á höfuð- borgarsvæðinu á meðan unnið væri að stærri og tímafrekari verkefnum. Nú eru tímastillingar á ljós- um, en ekkert tillit tekið til stöðunnar í rauntíma, en hin nýja tækni felst í að nota skynj- ara, innrauðar myndavélar og öðruvísi stýringu en nú er gert. Þeir sem mikið eru á ferli í borginni átta sig fljótt á því að umferðarljósin tefja iðulega frekar en að greiða fyrir um- ferð og breytingar, sem gerðar hafa verið, til dæmis með því að bæta við gangbrautarljósum á lykilumferðaræðum á borð við Miklubraut, hafa síður en svo bætt ástandið. Það er því gott að heyra að nú eigi að bæta úr stýringu um- ferðarljósa. Helsta áhyggju- efnið er að það gæti dregist úr hömlu. Greining Samtaka iðnaðarins er þarft innlegg í umræðuna um samgöngur á höfuðborgarsvæð- inu. Það er engan veginn ljóst hvað þarf til að valdhafar í borginni átti sig á að þeir eru á villigötum og mætti jafnvel ætla að þeim væri fullkomlega sama. Á meðan geta borgarbúar setið fastir í umferðinni í boði þeirra. Umferðartafir í borginni kostuðu rúma 15 milljarða króna í fyrra} Tafir á tafir ofan L ögreglan handtók síðdegis á mið- vikudag mann sem var að stela úr verslun í hverfi 105. Þjófurinn var óviðræðuhæfur vegna ölv- unar og gisti fangaklefa þar til hægt var að ræða við hann. Í yfirlýsingu á Facebook daginn eftir kvaðst skálkurinn ævareiður yfir handtökunni sem hann sagði byggða á ólöglegri myndbands- upptöku. „Hafi verið gerð upptaka af mér í versluninni hlýtur það að teljast alvarlegt mál. Ég stóð einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að beitt hafi verið njósnabúnaði. Það athæfi er alls staðar litið alvarlegum aug- um og gripið til aðgerða í samræmi við það.“ Þegar fréttamaður hafði samband við ódáminn út af myndbandi, sem sýnir hann hlaupa út með körfu fulla af vörum án þess að borga, sagðist maðurinn hafa heyrt umhverfishljóð að ut- an, líklega ískur í reiðhjóli, og viljað hraða sér á vettvang til hjálpar. Þrjóturinn benti á að hann stundaði nágrannavörslu í sínu hverfi og hefði fengið viðurkenningu trygginga- félags fyrir. Við yfirheyrslur var þorparinn þó bljúgur: „Ég vil biðja þá sem ég kann að hafa reynt að stela frá einlæg- legrar afsökunar. Það var ekki ætlun mín að meiða neinn og ljóst má vera að sú hegðun sem þarna var á köflum viðhöfð er óafsakanleg. Ég einset mér að læra af þessu og mun leitast við að sýna kurteisi og virðingu fyrir eig- um annarra.“ Hann bætti við: „Ef við tökum fótboltasamlíkingu: Sá sem er búinn að skora sjálfsmark hefur mest- an hvata af öllum leikmönnum til að bæta sig og gera betur. Þetta er gríðarlega sterkur hvati sem ég hef núna til að bæta mig, fara yf- ir farinn veg og bæta mig. Ég hef einsett mér að láta þetta verða til þess að ég verði til fyr- irmyndar í allri framkomu.“ Ræninginn taldi fráleitt að hann sætti ákæru og sárnaði mjög að vera þjófkenndur. Margir aðrir hefðu stolið, til dæmis með því að fela peninga í skattaskjólum og hann væri tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir dómara til þess að bera vitni um það. Hann sagðist oft hafa orðið vitni að svipuðum gripdeildum. Aðspurður hvort hann hefði einhver gögn fullyrðingu sinni til sönnunar svaraði sak- borningurinn: „Ég skal bara svara þessari spurningu almennt. Ef þessi dómari núna vill kalla eftir gögnum um þjófnað þá væntanlega er hann að biðja um öll þau gögn sem menn eiga af slíku og ég hugsa að þau muni þá einhver skila sér.“ Þegar ribbaldinn var spurður hvort hann ætti slík gögn vafðist honum tunga um tönn en sagði svo: „Það er ekki heimilt að taka gögn í leyfisleysi.“ Sakamaðurinn segist aðspurður „að sjálfsögðu“ sjá eftir stuldinum í hverfi 105, en „ég sé eftir svo mörgum öðrum afbrotum líka“. Loks óskaði ránsmaðurinn eftir að bóka eftirfarandi: „Öl er annar maður er stundum sagt og það á sannarlega við í þessu samhengi.“ Benedikt Jóhannesson Pistill Úr dagbók lögreglunnar? Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen „Það er ekkert náttúrulögmál að þetta þurfi að vera svona,“ segir Gunnar Guðmundsson lungnalæknir um flugeldameng- unina um hver áramót. Honum finnst miður að í byrjun hvers árs sé talað um málið og kvart- að en síðan ekkert aðhafst. Hann bendir á að þjóðin hafi rokið upp á dögunum hneyksluð vegna ummæla þingmanna sem særðu minnihlutahópa. „En það er ekkert gert þegar annar minnihlutahópur, lungnasjúk- lingar, eru særðir, ekki með orð- um heldur líkamlega með svif- ryksmengun.“ Með bréf- inu í Læknablaðinu sé verið að taka til varna fyrir þetta fólk og benda á leiðir sem hægt er að fara í stað þess að hver og einn landsmaður skjóti upp sínum flugeldum og mengi umhverfi og andrúmsloft. Þarf ekki að vera svona FLUGELDAR OG MENGUN Gunnar Guðmundsson Flugeldar Mikil mengun af völdum flugelda mældist á höfuðborgarsvæð- inu um síðustu áramót. Var eins og þykkt eiturský lægi yfir byggðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.