Morgunblaðið - 08.12.2018, Síða 43

Morgunblaðið - 08.12.2018, Síða 43
DÆGRADVÖL 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú stendur frammi fyrir ráðgátu sem þú þarft að beita öllum þínum hæfileikum til þess að finna lausnina á. Þótt þér finnist margt á móti þér skaltu varast að bregðast of harkalega við. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert snillingur en þér þykir samt ekki ýkja þægilegt þegar aðrir taka eftir því. Vertu viðbúinn því að komast að ýmsu óvæntu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gleymdu vonlausum málefnum heimsins og gerðu eitthvað sem þú getur klárað í dag. Þetta er góður dagur til að setja fram langtímaáætlun. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Skemmtileg tækifæri berast upp í hendurnar á þér og þú átt umfram allt að leyfa sköpunarkraftinum að njóta sín. Láttu ekkert standa í veginum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það þarf stundum ekki löng kynni til þess að verða fyrir miklum áhrifum af annarri persónu. Láttu ekki draga þig inn í þrætur eða samningaviðræður. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gættu þess að láta ekki vinaböndin trosna, heldur legðu þig fram um að rækta þá, sem þér eru kærir. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að leysa ákveðið mál heima fyrir og það þolir enga bið svo þú verður hreinlega að láta það ganga fyrir öllu öðru. Hnýttu lausa enda. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Óvænt tækifæri berst upp í hendurnar á þér og nú hefur þú enga afsökun fyrir því að nýta þér það ekki. Hlustaðu vand- lega á það sem nánir vinir hafa að segja þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér finnst eins og einhver sé að leggja stein í götu þína. Líttu á þetta sem tækifæri til sjálfskoðunar og til að íhuga hluti sem þú lítur yfirleitt framhjá. 22. des. - 19. janúar Steingeit Taktu það ekki óstinnt upp þótt aðrir séu með spurningar um tilgang þinn og starfsaðferðir. Nýttu þér það til þess að átta þig á því hvað þú vilt til tilbreytingar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vinir eiga sinn þátt í því að blása lífi í hugmyndir þínar. Vertu viss um það. Hafðu auga með öllum smáatriðum, hvort sem þér finnast þau skipta einhverju máli, eða ekki. 19. feb. - 20. mars Fiskar Taktu frumkvæðið og bættu aðstæður í núverandi vinnu eða fyrsta skrefið í þá átt að skipta um starfsvettvang. Þú hefur mikið til þíns máls og fólk hlustar á þig. Víkverji heillaðist á sínum tíma afbókunum um galdradrenginn Harry Potter. Þegar bækurnar komu út átti hann börn á þeim aldri að upp- lagt var að lesa bækurnar fyrir þau þannig að hann hafði afbragðsafsök- un fyrir því að leggjast í þessar bók- menntir. Víkverji minnist þess að þegar fyrsta bókin kom út leyndist hún í pakka undir jólatré og að kvöldi aðfangadags hófst lestur fyrir svefn- inn. Börnin sofnuðu samstundis, en Víkverji lagði bókina ekki frá sér fyrr en á síðustu síðu. x x x Þegar leið á bókaflokkinn varspennan orðin svo mikil að ekki var þolinmæði til að bíða eftir að bæk- urnar kæmu út á íslensku. Lét Vík- verji þá tilleiðast og glímdi við að þýða þær beint úr ensku. Fyrir Vík- verja var þetta frábær æfing og merkilega lítið barst af kvörtunum. Þetta rifjaðist upp fyrir Víkverja þegar hann í vikunni heimsótti á ný undraheim J.K. Rowling, höfundar bókanna um Harry Potter. x x x Myndin Furðuskepnur: GlæpirGrindelwalds er nú sýnd í bíó. Harry Potter kemur þar vissulega ekki fyrir enda gerist myndin nokkru áður en hann kemur til sögunnar. Engu að síður er þar ýmislegt kunn- uglegt úr bókunum um Harry Potter og hafði Víkverji gaman af að vera dembt á ný í heim galdra og furðu- vera. Eins og venjulega í sögum Rowling er mikið í húfi, en húmorinn er aldrei langt undan. Ekki skemmdi fyrir að þarna troða upp þrír íslenskir leikarar, Ólafur Darri Ólafsson, Ingv- ar E. Sigurðsson og Álfrún Gísladótt- ir. Vel af sér vikið. x x x Víkverji hefur áður haft á hornumsér að kvikmyndahúsin skuli ekki þýða nöfn mynda nema í undan- tekningartilvikum. Á kvikmyndasíð- unni í Morgunblaðinu sést að heiti eru aðeins þýdd ef um er að ræða barnamyndir (þó ekki alltaf) eða myndir frá löndum utan hins ensku- mælandi heims. Víkverji tekur einnig eftir að íslensk heiti íslenskra mynda eru ekki þýdd á ensku, heldur fá að halda sér. Það er vel. vikverji@mbl.is Víkverji Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hef- ur gefið okkur eilíft líf og þetta líf er í syni hans. (Fyrsta Jóhannesarbréf 5.11) Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Glæsilegar jólagjafir Undirföt Náttföt Náttkjólar Sloppar Opið alla daga til jóla Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Þetta veðuráhlaup er. Oft það dauða ber með sér. Krakkaormur í það fer. Ástarkennd í brjósti þér. „Lausnin varð til með morg- unkaffinu,“ hjá Helga R. Einars- syni, „og nú fær hún vængi“!: Ástarkennd og voða veldur, veggja- finnst þar -krot, veðuráhlaup aukin heldur. Eru þetta skot. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Skot er nafn á hreti hér. Hel oft skotið ber með sér. Krakki í skammaskotið fer. Skot er ást í brjósti þér. Þá er limra: Í tófuleit Skarphéðinn skytta og Skjöldólfur fyllibytta skolla fundu, skothvellir drundu, og Skjöldólfi tókst að hitta. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Nú er úti regn og rok, raftar brotna og fjúka, vísnagátu í vikulok við mér tókst að ljúka: Þetta er háttur þinn og minn. Þar að auki báturinn. Flutning sumir fá með því. Fastir sama margir í. Tómas Guðmundsson skrifar rit- dóm í Helgafell um Ljóðmæli Páls Ólafssonar. Þar segir: „Orðkynngi hans er sjaldnast hávær og jafnvel beittustu skammavísur hans verða minnisstæðari fyrir hið skáldlega rúmtak þeirra en fyrir níðið sjálft, þótt hnitmiðað sé: Fyrir lygina sem þú laugst á mig, Loðmfirðingarógur, hrykki ei til að hýða þig Hallormsstaðaskógur.“ Ingólfur Ómar Ármannsson yrk- ir um veðrið: Ergja lyndi illar spár úti vindar gjalla. Úr himinlindum hrynja tár hvín í tindum fjalla. Og í lokin eftir Magnús Teits- son: Stóri Jónas býr á Borg, bólginn upp af feiti, laus við alla synd og sorg, – svona að mestu leyti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Skotin geiga oftar en ekki Í klípu „SKO, NÚ ER NÓG KOMIÐ! ERU ÞETTA ÞAKKIRNAR SEM ÉG FÆ FYRIR AÐ SLEPPA YKKUR VIÐ SÍÐDEGISLÚRINN? ” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VASKURINN VAR STÍFLAÐUR.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að telja niður dagana að brúðkaups deginum. ÉG BRAUT LAMPA Í DAG ÉG BRAUT TVÆR SKÁLAR OG BLÓMAVASA FRÁBÆRT! VIÐ ERUM MJÖG STOLT AF ÞVÍ AÐ VERA KETTIR ÉG HEYRI RADDIR Í HÖFÐINU Á MÉR! HEFURÐU SÉÐ ÁSTÆÐU TIL ÞESS AÐ HITTA LÆKNINN? NEI! ÉG HEYRI BARA RADDIR, ÉG SÉ EKKI OFSJÓNIR!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.