Morgunblaðið - 08.12.2018, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 08.12.2018, Qupperneq 49
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég kynntist Joseph CosmoMuscat fyrst er hann varmeðlimur í hinni ógurlegu Celestine, en hún fór mikinn við endaðan fyrsta áratug þessarar aldar. Þar áður hafði hann spilað með harðkjarnasveitinni Brothers Majere. Ég reit mikið um Celest- ine á sínum tíma, enda ærið tilefni, hljóm- sveitin spilaði mulningsrokk af slíku offorsi að manni leið helst eins og skrið- dreki væri að keyra yfir mann. Yndislegt! Ég sá, fann og vissi að Joseph, sem lék á gítar þar, væri tónlistarmaður og hann myndi sinna henni á einn eða annan hátt, hvort sem Celestine væri til eða ekki. Mér hlýnaði því um hjartaræturnar er ég sá hann og félaga hans í Seint, Daníel Oddsson, leika á afmælishátíð Norræna hússins í sumar (Dagný Silva tilheyrir bandinu einnig, sem hefur verið að þróast úr eins- mannsbandi í hljómsveit í gegnum árin). Joseph söng sínar heims- endastemmur af miklu öryggi og listfengi, „Depeche Mode á sýru“ Heimur á heljarþröm Kuldi? Seint hóf feril sinn í vélrænu kuldapoppi en bjartara viðhorf til veraldarinnar liggur til grundvallar sköpuninni í dag. hugsaði ég. Heimsendaleg en smá súrrealísk stemning yfir (David Lynch) en maður fann líka fyrir áhrifavöldum þeim sem Joseph hefur nefnt. Nine Inch Nails, Kill- ing Joke, Burial, Massive Attack (og þá einkum Mezzanine). Þeir félagar gerðu vel í því að móta og mynda eigin stíl upp úr þessu öllu saman, og á sviði var þetta að virka. Fyrsta plata Seint, Saman, kom út 2015 (sex laga stuttskífa) og í fyrra kom breiðskífan Post Pop/The Last Day With Us út. Nýjasta platan, The World is Not Enough, kom svo út í sumar og forláta vínyll var að berast glóð- volgur úr pressu (hann liggur hérna í tuttugu sentimetra fjar- lægð, þar sem ég skrifa). Á nýj- ustu plötunni er bjartara yfir, styttra í melódíur og eitthvað sem kalla mætti von rennur á milli hljóðrásanna. Svo virðist sem ein- hvers konar persónulegur þroski sé að hafa áhrif á tónsmíðarnar, eitthvað sem Joseph hefur gengist við. Í viðtali við Fréttablaðið sagði hann m.a.: „Einlægnin er nýi töff- araskapurinn að mínu mati,“ segir Joseph. „Mannkynið er að færast meira í áttina að skynsemi og kærleika og fólk hefur opnari hug. Maður er bara að reyna að finna hið góða í sjálfum sér jafnt sem öllum öðrum. Ég sé tónlistina sem framlengingu á þeirri hugsjón.“ Saga þessarar plötu er bundin í mikla sorg, en góður vinur Jos- ephs, Gói (Ingólfur Bjarni Krist- insson) svipti sig lífi árið 2017. Í viðtali við Grapevine segir Joseph: „Hvað tónlistina varðar, þá kom bara að ákveðnum vatnaskilum hjá mér. Ég hætti að einblína á þetta neikvæða og fór að einbeita mér að vexti og bata, að græða sár og reyna að umfaðma hið góða og jákvæða. Þessi viðhorfsbreyt- ing fór eðlilega inn í tónlistina, og sú orka hafði áhrif á hvernig ég samdi nýja efnið. Þegar vinur minn féll frá, var ég að vinna að plötunni, og þá gerðist þetta.“ Pistilritari hefur verið að skrifa dálítið um þessa vakningu hjá nýrri kynslóð, sjá t.d. Auði, þar sem það er talinn styrkur, en ekki veikleiki, að opna sig og leyfa sér að vera viðkvæmur. Opna á þessa náttúrulegu næmni sem við höfum öll. Viðtalið í Fréttablaðinu, sem ég vísaði til hérna fyrr, er hreint út sagt magnað þar sem Joseph talar af yfirvegun og kærleika um menn og málefni og er mjög svo greinilega gömul sál. Þar segir hann m.a. og ég geri það að loka- orðunum hér: „Við verðum að hlusta á hvert annað og taka mark á því ef fólki líður illa,“ segir hann. „Ég mæli sterklega með að fólk elski sjálft sig og fari vel með sig. Þá fyrst geturðu haft jákvæð áhrif á aðra í kringum þig og þar af leiðandi hjálpað öðrum að yf- irstíga erfiðleika sína ... Bara það að heilsa, brosa og spyrja hvernig fólk hefur það getur breytt öllu.“ » Á nýjustu plötunnier bjartara yfir, styttra í melódíur og eitthvað sem kalla mætti von rennur á milli hljóðrásanna. Seint er raftónlistar- sveit sem var sett á laggirnar árið 2014 af Joseph Cosmo Muscat. Nýjasta verk sveitar- innar, The World is Not Enough, kom út stafrænt í sumar og var að koma út á vínylformi í þessari viku. MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2018 Kvikmyndin Mortal Engines sem Hera Hilm- arsdóttir fer með eitt af aðalhlut- verkunum í, var frumsýnd í vik- unni og hafa við- tökur gagnrýn- enda verið bæði jákvæðar og nei- kvæðar. Á vefsíðunni Metacritic sem tekur saman dóma hinna ýmsu gagnrýnenda, hlýtur kvikmyndin meðaltalseinkunnina 47 af 100 mögulegum og á sambærilegri vef- síðu, Rotten Tomatoes, hlýtur hún meðaltalseinkunnina 40 af 100. Notendur vefjarins Internet Movie Database eru hins vegar öllu já- kvæðari og gefa myndinni að með- altali einkunnina 7 af 10. Leikstjóri myndarinnar er Christian Rivers en Peter Jackson framleiðir hana. Fær blendnar við- tökur gagnrýnenda Hera Hilmarsdóttir Aðventuhátíð Bergmáls verður haldin í Háteigs- kirkju á morgun, sunnudag, kl. 15. Boðið verður upp á tónlistarflutn- ing og hugvekju sem sr. Sveinn Andrésson, sókn- arprestur á Sól- heimum, sér um. Bergmál er líknar- og vinafélag krabbameinssjúkra og langveikra, sem rekur hvíldarheimili, Berg- heima, á Sólheimum. Allir vinir og velunnarar sem vilja næðis njóta eru hjartanlega velkomnir og að- gangur er ókeypis. Aðventuhátíð í Háteigskirkju Háteigskirkja Tónlistarmaðurinn Jón Þór Birgisson, eða Jónsi eins og hann er kallaður, er tilnefndur til bandarísku Golden Globe verðlaunanna fyrir lagið „Revelation“ sem hann samdi með Troye Sivan fyrir kvikmyndina Boy Erased. Jónsi og Sivan sömdu einnig textann með Brett McLaug- lin. Af öðrum lögum sem hljóta tilnefningu má nefna „Shallow“ eftir Lady Gaga úr A Star is Born. Hvað aðrar tilnefningar í flokki kvikmynda varðar þá hlýtur kvikmyndin Vice flestar, sex talsins. Þrjár kvikmyndir hljóta fimm tilnefningar hver: A Star Is Born, The Favourite og Green Book. Dagblaðið Guardian vekur athygli á því í frétt sinni um tilnefning- arnar að nokkrar kvikmyndir sem búast var við að fengju tilnefningar hafi ekki fengið þær, m.a. Widows og Sorry to Bother You. Þá er einnig vakin athygli á því að þrjár kvikmyndir af þeim fimm sem tilnefndar eru sem besta dramamyndin séu eftir þeldökka leikstjóra og með þeldökkum leik- urum í meirihluta. Í sjónvarpsdeildinni eru Bretar sterkir og hlutu dramaþættir BBC, A Very English Scandal, þrjár tilnefningar. Af öðrum tilnefningum má nefna að Benedict Cumberbatch er tilefnndur fyrir leik sinn í Patrick Melrose og Julia Roberts fyrir dramaþættina Homecoming. Jónsi tilnefndur til Golden Globe verðlauna Jón Þór Birgisson, Kendrick Lamar hlýtur flestar til- nefningar til Grammy-tónlist- arverðlaunanna bandarísku, sem veitt verða 10. febrúar á næsta ári, fyrir tónlist sína við ofur- hetjumyndina Black Panther. Þá eru konur aldrei þessu vant áberandi í aðalverð- launaflokkunum fjórum en kynja- halli hefur oftar en ekki einkennt verðlaunin og vakti sérstaka at- hygli á þeim síðustu. Lamar hlýtur átta tilnefningar, þar af sjö fyrir tónlist við fyrrnefnda kvikmynd. Platan sem hefur að geyma tónlist- ina er tilnefnd sem plata ársins en þær eru alls átta, þar af fimm plöt- ur eftir tónlistarkonur, Cardi B, Kacey Musgraves, Janelle Monae, H.E.R. og Brandi Carlile og einnig plötur Drake og Post Malone. Sú breyting var gerð á verðlaununum í ár að tilnefna átta plötur í stað fimm. Drake fylgir fast á hæla Lamar hvað fjölda tilnefninga varðar, hlýt- ur sjö en óvænt þótti að hann væri ekki tilnefndur fyrir bestu rapp- plötu. Lamar hlýtur flestar tilnefningar Kendrick Lamar ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.