Morgunblaðið - 08.12.2018, Qupperneq 52
Diskurinn Ancestry með tríói pían-
istans Sunnu Gunnlaugs ásamt
finnska trompetleikaranum Verneri
Pohjola hefur verið valinn einn af 12
djassdiskum mánaðarins á vegum
Europe Jazz Network. Tólf djass-
gagnrýnendur frá jafnmörgum
löndum sjá um valið. Tríóið skipa
auk Sunnu þeir Þorgrímur Jónsson
kontrabassaleikari og Scott McLe-
more trommari. Diskurinn geymir
tónsmíðar hljómsveitarmeðlima.
Ancestry einn af djass-
diskum mánaðarins
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 342. DAGUR ÁRSINS 2018
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.108 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
„Ég get þó sagt þér að engin
ákvörðun hefur verið tekin af fjöl-
skyldunni og ég hef ekki skrifað
undir neina samninga,“ sagði Guð-
jón Valur Sigurðsson, landsliðsfyr-
irliði í handknattleik, við fyrir-
spurn Morgunblaðsins um hvort
hann væri á leið til PSG í Frakk-
landi eins og franskur fjölmiðill
fjallaði um í vikunni. »1
Guðjón hefur ekki
skrifað undir neitt
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
mín Gísli Einarsson, Ingólfur Sig-
urðsson á trommur og slagverk,
Snorri Örn Arnarson á bassa, raf-
bassa og kontrabassa og Jónas
Orri Matthíasson á gítar. Hrafn-
hildur Magnea Ingólfsdóttir sér
um sönginn.
Dave Koz fyrirmyndin
Saxófónleikarinn Dave Koz hef-
ur verið fyrirmynd Bjössa frá
upphafi og heldur betur hljóp á
snærið hjá honum þegar goðið
kom í heimsókn til Íslands í sum-
ar. „Hann er ótrúlega öflugur og
það var skemmtileg tilviljun að
eiga með honum stund á kaffi Par-
ís, í raun ótrúleg upplifun.“
Bjössi segist leggja mikið upp
úr einleik á saxófón, rétt eins og
Dave Koz. „Þessi tegund af tónlist
er nánast ekki spiluð hér á landi
og um að gera að reyna að endur-
vekja hana og fá fólk til að hlusta
og spila hana meira. Við poppum
upp lögin á tónleikunum með flott-
um saxófón og smooth-djass-stíl.“
Tónleikarnir hefjast kl. 19.30.
Aðgangseyrir er 2.900 kr. og er
miðasala hafin (midi.is).
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Björn Kristinsson saxófónleikari,
Bjössi sax, blæs til tónleika með
Jólaböngsunum í Gamla bíói nk.
föstudagskvöld. „Við bjóðum upp
á „smooth-djass“ eða leifturdjass
af bestu gerð, jólaperlur í djass-
og poppbúningi,“ segir hann og
bætir við að einnig verði heitt
kakó og piparkökur á boðstólum.
Raggi Bjarna söngvari keyrði
lengi leigubíl með söngnum og
Bjössi reyndi að fara sömu leið.
„Ég hef verið rútubílstjóri og
leigubílstjóri en nú hef ég lagt
það allt á hilluna í dágóðan tíma
vegna þess að tónlistin er mér
meira en allt. Það var svolítið
skrýtið að hringja í mömmu þeg-
ar ég var á leigubílnum rétt fyrir
klukkan sex á aðfangadag í fyrra
og óska henni gleðilegra jóla því
undir venjulegum kringum-
stæðum eru jólin tími fjölskyldu
og vina.“
Úrvalslið tónlistarfólks
Björn útskrifaðist sem saxófón-
leikari frá tónlistarskóla FÍH/
MÍT Menntaskólanum í tónlist sl.
vor og hefur að mestu helgað sig
tónlistinni frá því hann var tíu
ára. „Ég byrjaði að læra á blokk-
flautu eins og flestir og eftir að
hafa tekið hana í nefið færði ég
mig yfir á píanóið,“ rifjar hann
upp. „Síðan prófaði ég tromm-
urnar, sem gekk ekki, en eitt
sinn, þegar mamma var að keyra
systur mína í balletttíma, sagði ég
upp úr þurru að ég vildi læra á
saxófón. Mamma hváði en ég
hafði mitt fram og nú er ég við-
urkenndur saxófónleikari.“
Að undanförnu hefur Bjössi
spilað með Ingó veðurguði og nú
hefur hann hóað saman þekktu
tónlistarfólki, Jólaböngsunum, til
þess að halda uppi fjörinu í
Gamla bíói. „Það er valinn maður
í hverju rúmi,“ segir hann en með
honum leika píanóleikararnir
Pálmi Sigurhjartarson og Benja-
Tónleikar Bjössa
sax í anda Dave Koz
Jólabangsarnir með honum í tónlistarveislu í Gamla bíói
Saxófónleikari Björn Kristinsson eða Bjössi sax, gefur lífinu lit.
Menningarhúsin í Kópavogi bjóða
til fjölskyldustundar í dag milli kl.
13 og 15 í Náttúrufræðistofu Kópa-
vogs. Í boði er teiknismiðja þar sem
fuglar Náttúrufræðistofu verða
teiknaðir undir handleiðslu Ránar
Flygenring sem er margverðlaun-
aður teiknari en hún myndskreytti
meðal annars hina vinsælu bók
Fuglar eftir Hjörleif Hjartarson.
Fuglarnir sem og önnur dýr í Nátt-
úrufræðistofu eru nú
komin í jólabúning
og hægt er að
bæta rauðum
jólahúfum og
skrauti á myndir.
Þátttakan í
teiknismiðj-
unni er
ókeypis.
Rán Flygenring stýrir
teiknismiðju í dag