Morgunblaðið - 11.12.2018, Page 1

Morgunblaðið - 11.12.2018, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 1. D E S E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  291. tölublað  106. árgangur  NÝJASTI SÍÐ- ASTI BÆRINN Í DALNUM SKIPTAR SKOÐANIR UM FORSETAJÓLATRÉ HLAUT MIKIÐ LOF Í FJÖLMIÐLUM Í CHICAGO FORSETAFRÚ SKREYTIR 12 EINLEIKUR STEFÁNS RAGNARS 31ÞÓRÐUR MAGNÚSSON 30 Stekkjastaur kemur í kvöld 13 jolamjolk.is dagar til jóla  Þriðju umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld lauk á Alþingi í gærkvöldi en at- kvæðagreiðslu var frestað. Frumvarpið snýst um að breyta álagningu veiðigjalda. Aðallega að færa álagninguna nær í tíma, þann- ig að þau endurspegli betur afkomu útgerðarinnar. Álagningin verður byggð á ársgömlum gögnum í stað um tveggja ára eins og nú. Meðal annarra breytinga er að veiði- gjaldsnefnd er lögð niður og úr- vinnsla gagna og álagning færð til ríkisskattstjóra. Meirihluti atvinnuveganefndar lagði til að frumvarpið yrði sam- þykkt óbreytt eins og það var af- greitt eftir aðra umræðu. Nefndar- menn fjögurra flokka stjórnar- andstöðu lögðust gegn frum- varpinu og vildu að núverandi lög yrðu framlengd um eitt ár. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Spjall Þingmenn stinga saman nefjum á milli dagskrárliða í sal Alþingis í gær. Umræðu lokið um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar  Starfshópur sem skilað hefur hvítbók um fjármálakerfið telur að kanna eigi möguleika á að selja Ís- landsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti. Er þessi tillaga gerð í ljósi þess að dreift eignarhald ólíkra áhrifa- fjárfesta, meðal annars erlends banka, í bland við þátttöku almenn- ings sé ákjósanlegasta fyrirkomu- lagið í eignarhaldi bankanna til framtíðar. »11 Íslandsbanki verði seldur útlendingum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) lýsir yfir mikl- um vonbrigðum með afstöðu sam- göngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins sem hún segir krefjast þess að SSS afturkalli skaðabóta- mál gegn ríkinu. SSS höfðaði mál- ið eftir að Vegagerðin afturkallaði 2013 einkaleyfi á áætlunarleiðinni milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Dóm- kvaddir matsmenn áætla að hagn- aður af einkaleyfinu sé um þrír milljarðar. SSS sagði upp samningi við Vegagerðina um almennings- samgöngur á Suðurnesjum fyrir ári. Í samningaviðræðum hefur SSS krafist þess að ríkið leiðrétti halla á almenningssamgöngunum frá 2012 upp á 114 milljónir, tryggi áfram almenningssam- göngur á svæðinu og leysi dóms- málið. Stjórn SSS segir að ráðu- neytið vilji ekki verða við því nema fallið verði frá skaðabóta- málinu. »18 Fallið verði frá dómsmáli Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Strætisvagn Verið er að semja um framtíð almenningssamgangna.  Lýsa yfir miklum vonbrigðum með samgönguráðuneyti  Nær ómögu- legt er að ná fram fullri dekk- un farsímaþjón- ustu hér á landi með hefðbund- inni uppbygg- ingu farsíma- kerfisins á landi. Kemur þetta fram í skriflegu svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyr- irspurn þingmanns Vinstri grænna. Kemur einnig fram að engin far- símaþjónusta er tiltæk á 4% lands- ins í heild samkvæmt greiningu Póst- og fjarskiptastofnunar. »10 Nær ómögulegt að tryggja fulla dekkun GSM Hluti landsins er ekki í sambandi. Suðaustanstormur gekk yfir landið í gærkvöldi. Fólk þurfti að hlaupa á milli húsa í rigningunni. Gul viðvörun var um meginhluta landsins og fólk beðið um að gá að sér. Seinkanir urðu á flugi um Keflavíkurflugvöll enda sátu farþegar fastir í flugvélum. Hvasst verður í dag og fer hlýnandi. Morgunblaðið/Hari Hlaupið á milli húsa í roki og rigningu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikil lækkun olíuverðs eykur líkur á að ferðaþjónustan muni vaxa í takt við spár. Það gæti reynst þungvægt. Greining Analytica fyrir sam- gönguráðuneytið bendir þannig til að flugfargjöld hafi mikil áhrif á fjölda skiptifarþega og ferðamanna. Yngvi Harðarson, framkvæmda- stjóri Analytica, segir aðspurður að mikil lækkun olíuverðs undanfarið minnki þörf fyrir mikla hækkun flug- fargjalda. Með hliðsjón af áhrifum flugfargjalda á eftirspurn eftir milli- landaflugi auki þessi þróun líkurnar á áframhaldandi vexti í fluginu. Metfjöldi yfir hátíðarnar Enn eitt metið í ferðaþjónustunni féll í nóvember þegar um 150 þúsund brottfarir erlendra ferðamanna voru frá Keflavíkurflugvelli. Útlit er fyrir metfjölda ferðamanna í desember og horfir Ferðamálastofa m.a. til margra frídaga yfir hátíðarnar. Þær upplýsingar fengust frá Sam- tökum ferðaþjónustunnar (SAF) að horfur séu á 3-5% vexti greinarinnar á næsta ári. Gangi spáin eftir gæti ferðamönnum fjölgað um vel á annað hundrað þúsund á næsta ári. SAF hafa þó þann fyrirvara að óvissa um flugframboð sé mikill óvissuþáttur. Sama gildi um kjarasamninga. Með því að rekstrarskilyrði í flug- inu hafi batnað undanfarið, einkum vegna lækkandi olíuverðs, hafi líkur á hækkun flugfargjalda minnkað. Mun efla ferðaþjónustu  Mikil lækkun olíuverðs þykir auka líkur á áframhaldandi vexti ferðaþjónustu  Samtök ferðaþjónustunnar segja nú minni líkur á hækkun flugfargjalda en áður Nálgast 2,5 milljónir » Útlit er fyrir 2,3 milljónir brottfara erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í ár. » Þá komu 144 þúsund gestir með skemmtiferðaskipum og yfir 20 þús. með Norrænu. » Með hærri tölum vegur hvert prósent í vexti meira. MMetfjöldi flugfarþega … »4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.