Morgunblaðið - 11.12.2018, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.12.2018, Qupperneq 25
Smáauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Framboðsfrestur til trúnaðarráðs Eflingar-stéttarfélags Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags auglýsir framboðsfrest vegna kosningar trúnaðarráðs félagsins fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2020. Kosið er listakosningu. Á hverjum frambornum lista skulu vera tillögur um 115 trúnaðarráðsmenn til tveggja ára samkvæmt 15. gr. laga félagsins. Listi uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs liggur frammi á skrifstofu félagsins frá og með miðvikudeginum 12. desember 2018. Öðrum listum ber að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 19. desember 2018. Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Stólajóga kl. 9.30. Göngu- ferð kl. 10.15. Tálgað í tré kl. 13. Jólamynd í bíó í miðrými kl. 13.20. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógum 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Brids kl. 12.30. Bónusbíll fer frá Árskógum 6-8 kl. 13. Handa- vinna m. leiðb. kl. 12.30-16. MS fræðslu-og félagsstarf kl. 14-16. Áskirkja Spilum félagsvist í NEÐRI sal þriðjudaginn 11. desember Byrjum að spila kl. 20. Allir velkomnir, Safnaðarfélag Áskirkju. Boðinn Botsía kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13. Bústaðakirkja Jólastund eldri borgara starfsins verður á miðviku- daginn kl. 13.30, hefst með stund í kirkjunni og hátíðarkaffi á eftir, heitt súkkulaði og kruðerí. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, Starfsfólk Bústaðakirkju. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Fella- og Hólakirkja Jólastund eldri borgara hefst kl. 12 með kyrrð- arstund í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Jólamatur eftir stundina. Nauðsynlegt er að skrá sig í matinn. Jólalögin sungin og jólasaga lesin. Verið velkomin. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bútasaumshópur kl. 9-12, glerlist kl. 9- 13, hópþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10.30-11, bókband kl. 13-17, frjáls spilamennska kl. 13-16, opin handverkstofa kl. 13-16, jólatónleikar Tónmenntaskóla Reykjavíkur kl. 14.30 í salnum, ókeypis aðgangur. Komið og eigið með okkur notalega stund á aðventunni. Ath. skrán- ing stendur yfir í jólaljósaferð sem verður fimmtudaginn 13. desem- ber kl. 15.40. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Qi gong Sjálandi kl. 9. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Bónusrúta fer frá Jóns- húsi kl. 14.45. Tréskurður / smíði kl. 9 / 13 í Kirkjuhvoli. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn- vægisæfingar, kl. 15 dans með Sigvalda. Grensaskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm- og silfur- smíði / kanasta kl. 13. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11, 500 kr. skiptið eða 1.305 kr. mánuðurinn, allir velkomnir. Hjúkrunarfræðingur kl. 10-11. Hádegis- matur kl. 11.30. Bónusbíll kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, síðasta helgistund vetrarins kl. 14, jólakaffi kl. 14.30, skólakór Hlíðaskóla kl. 14.45 Hæðargarður Hefjum daginn við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Thai chi kl. 9-10, myndlistarnámskeið hjá Margréti Z. kl. 9-12, leikfimi kl. 10-10.45, hádegismatur kl. 11.30. Spekingar og spaugarar kl. 10.30-11.30, Listasmiðjan er öllum opin frá kl. 12.30, Kríur myndlist- arhópur kl. 13, brids kl. 13-16, 14.30, kaffi kl. 14.30 . U3A kl. 16.30. Uppl. s. 411-2790. Allir velkomnir. Korpúlfar Listmálun/postulínsmálun kl. 9 í Borgum. Botsía kl. 10 og 16 í Borgum, helgistund kl. 10.30 í Borgum. Rúta fer kl. 10 frá Borgum í Hörpuna á Síðasti bærinn í dalnum, í boði Sinfó, kvikmyndasýning hefst kl. 11 í Hörpunni, góða skemmtun. Komið heim í Borgir ca kl. 13. Leikfimi kl. 11 Egilshöll, sundleikfimi kl. 13.30 í Grafarvogslaug, heimanámskennsla kl. 16.30 í Borgum. Aðventufundur kl. 13 á morg- un í Borgum, hátíðardagskrá. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja / listasmiðja kl. 9-12, leikfimi á 2. hæð kl. 9.45, lesið upp úr blöðum á 2. hæð kl. 10.15, bók- menntahópur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, kaffihúsaferð með starfsmanni kl. 14, botsía, spil o.fl. kl. 15.30. Uppl. í síma 4112760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 7.10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Pútt í Risinu kl.10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Hangikjöts- veisa eldri borgara í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 12.30, skráning. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Karlakaffi kl. 14 í safnaðarheimili, ,,Óvissu- ferð" nk. fimmtudag, heimsækjum Listasafn Íslands, litlu jólin í safn- inu. Leiðsögn, kaffi og bakkelsi. Skráning í síma 8939800. Stangarhylur 4 Skák kl. 13, allir velkomnir. Félagslíf  EDDA 6018121119 I Jf. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu LOK Á POTTA HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKA 1 SÍMI 777 2000 Bókhald NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn- ingsfærslur o.fl. Hafið samband í síma 831-8682. Ýmislegt Bátar      Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Bækurnar að vestan slá í gegn! Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð skal hyggja, Fiskur að handan, 100 Vestfirskar gamansögur 2, Vest- firðingar til sjós og lands 2, Bolvíska blótið, Þar minnast fjöll og firðir. Og ótal margar fleiri. Alveg gomma! Þú ættir að skella þér inn á vestfirska.is. Þar sérðu Vestfjarðabækurnar í hnot- skurn. Fást í bókaverslunum um land allt. Upp með Vestfirði! Vestfirska forlagið jons@snerpa.is 456 8181 Bækur fasteignir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018 Nú er elsku Ninna okkar búin að kveðja eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún tókst á við veikindin á aðdáunarverðan hátt og gerði allt sem hún gat til að viðhalda heilsu sinni og þreki. Einnig lagði hún mikla áherslu á samvistir við ættingja og vini og var ótrúlega dugleg að taka þátt í því sem lífið hafði upp á að bjóða. Við erum óendanlega þakklát fyrir þessar samverustundir og geymum dýrmætar minningar í hjörtum okkar um yndislega og skemmtilega frænku sem heill- aði okkur með gáfum sínum, glæsileika og hnyttnum tilsvör- um. Ninna sá nefnilega oft hlut- ina í stærra samhengi og skýrar en við hin. Minningar um öll fjölskyldu- boðin, „Flotta frænkuhópinn“, bústaðaferðir, samverustundir á Guðfinna Björk Kristjánsdóttir ✝ Guðfinna BjörkKristjánsdóttir fæddist 14. júlí 1968. Hún lést 27. nóvember 2018. Útför hennar fór fram 7. desember 2018. Spáni og margt fleira fara í gegnum hugann. Ninna var svo lánsöm að kynnast honum Sjonna sín- um og eiga með honum dásamleg ár sem einkenndust af ást, lífsgleði og tón- list. Saman bjuggu þau sér og auga- steinunum hennar Ninnu, þeim Kristjáni Andra og Stefáni, fallegt og notalegt heim- ili sem gott var að heimsækja. Orð fá ekki lýst hvað missir þeirra, foreldra, tengdafólks, systkina og annarra ástvina er mikill. Blessuð sé minning um kæra frænku. Sofðu nú rótt, svefninn geymi sætrjóða kinn við sinn líknandi barm. Senn kemur nótt, sætt þig dreymi sólfögur lönd, laus við söknuð og harm. Lokast þín brá, létt þú sefur, lauma ég kossi á vanga hljótt. Sit ég þér hjá, svefninn hefur sigrað þig vinur og brátt kemur nótt. (GÓÓ) Rósa, Ómar og fjölskylda. Ef flett er upp í orðabók hugtakinu sannur vinur þá ætti nafn Krist- björns Haukssonar að vera þar. Kiddi, eins og hann var kall- aður, var einn af mínum bestu vinum og það er með miklum söknuði sem ég kveð hann. Fyrstu kynni mín af Kidda voru þegar hann kom heim til mín í smíðaverkefni. Þegar ég tók á móti honum í útidyrunum tók hann í höndina á mér og í sömu andrá sá hann hundinn minn og áður en ég vissi var Kiddi kominn inn á gólf að knúsa hundinn. Þennan dag sátum við Kiddi og spjölluðum um lífið og tilveruna og upp frá því urðum við vinir. Við áttum sameiginlegt áhugamál og það var einlægur áhugi á hundum. Þegar við kynntumst átti Kiddi Frosta. Hann var hvítur Westie. Það sem hann elskaði hundinn mik- ið. Frosti var honum allt og það var mikið högg þegar Frosti varð veikur og kvaddi. Ég man daginn sem Kiddi kom til mín í vinnuna alveg niðurbrotinn eft- ir að hafa þurft að fara með Frosta á dýraspítalann. Hann ætlaði aldrei að fá sér annan hund. Seinna var hann beðinn að taka í fóstur hvítan Westie sem hét Mikki og fljótlega voru þeir orðnir miklir mátar og fóru allt saman, nema Mikki komst ekki í öll fötin hans Frosta þar sem Mikki var aðeins búttaðri. Kiddi var vinur vina sinna, algjört ljúfmenni, hjálpfús og taldi aldrei neitt eftir sér. Hann vildi öllum vel og allt fyrir alla gera. Hann var ræðinn og hafði líka þann hæfileika að geta hlustað. Við gátum talað saman um allt og áttum margar Kristbjörn Hauksson ✝ KristbjörnHauksson, Kiddi, fæddist 10. júlí 1963. Hann lést 1. desember 2018. Útför Kidda fór fram 10. desember 2018. skemmtilegar stundir saman. Kidda var margt til lista lagt og eitt af því var að hann eldaði ljúffengan mat. Mér er sérstak- lega minnisstætt þegar hann grill- aði „surf & turf“ en þá átti alltaf að vera hvítvín og lít- il ísköld kók í gleri með, svo var ELO á fóninum. Eins ljúfur og Kiddi var gat hann verið þrjóskur og ansi þver. Hann sagði gjarnan „ég skil ykkur konur ekki“ en það var meira sagt í gríni en alvöru. Ég sagði stundum við hann að vera ekki svona mikill þverhaus og að hann væri harður moli en mjúkur að innan, það fannst honum fyndið. Kiddi var ótrúlega flinkur og vandvirkur smiður. Hann var einnig mjög góður í að flísa- leggja og hafði gaman af því. Þegar hann tók að sér verkefni hannaði hann nánast allt sjálfur og vann oftast einn. Hann sýndi mér oft myndir af verk- unum. Hann átti gamla mynda- vél sem hann notaði gjarnan til að taka myndir af bílum og flugvélum. Það var eitt af áhugamálum hans Kidda, forn- bílar og þá sérstaklega Citroën, enda keyrði hann um á gömlum Citroën-sjúkrabíl sem hann kallaði vælubílinn. Ég hafði stundum orð á því að hann þyrfti að koma þessum mynd- um á vefinn fyrir aðra að njóta – hann átti óteljandi myndir af bílum og einkaþotum – en hann fussaði og þóttist vera tregur á tæknina. Eins og um árið þegar ég gaf honum snjallsíma. Það tók hann óralangan tíma að byrja að nota hann því Kiddi var ekta „old school“. Það er mikill missir að Kidda og ég á eftir að sakna hans óendanlega mikið en ég trúi því að hann sé kominn í eitthvert verðugra verkefni með honum Frosta sínum. Margrét R. Jónasar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.