Morgunblaðið - 11.12.2018, Side 36

Morgunblaðið - 11.12.2018, Side 36
fyrir heimilið Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 bustod@bustod.is | www.bustod.is Sendum um land allt Fallegar vörur Times stólar á snúning eða fótum Nettir og þægilegir, aðeins 75 cm á breidd Verð í taui 105.000 kr. Verð í leðri frá 120.000 kr. Simon leðursófar Lengd 172 cm Verð 235.000 kr. Lengd 202 cm Verð 275.000 kr. Lengd 232 cm Verð 299.000 kr. Kris leðursófar Lengd 185 cm Verð 375.000 kr. Lengd 205 cm Verð 399.000 kr. Lengd 225 cm Verð 429.000 kr. Roby leðursófar Lengd 172 cm Verð 270.000 kr. Lengd 194 cm Verð 295.000 kr. Lengd 214 cm Verð 310.000 kr. Jodie Foster mun leikstýra, leika aðal- hlutverkið og framleiða enska útgáfu af íslensku kvik- myndinni Kona fer í stríð, eftir Benedikt Erl- ingsson. Er það kvikmyndavefurinn Deadline sem greinir frá þessu. Foster mun fara með hlutverk Höllu í myndinni. „Persóna Höllu er stríðsmaður jarðarinnar, sterk kona sem fórnar öllu til að gera hið rétta,“ er haft eftir Foster, en kvik- myndin er sögð hafa heillað banda- rísku leikkonuna mjög. Endurgerðin mun bera heitið Woman at War. Jodie Foster endur- gerir Kona fer í stríð ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 345. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Jú, ég verð að viðurkenna að þetta kom mér talsvert á óvart en um leið er þetta mikið fagnaðarefni og ég er mjög stoltur. Þetta segir mér að ég er á réttri leið með það sem ég er að vinna í alla daga á æfingum og öðru slíku,“ segir Sveinn Jó- hannsson, 19 ára ÍR-ingur sem er í 28 manna hópi Íslands fyrir HM karla í handknattleik. »2 Kom talsvert á óvart en ég er mjög stoltur ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Leiðir skilur hjá Heimi Hallgríms- syni og Helga Kolviðssyni sem unnu saman með íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu og voru nálægt því að taka við stjórn þýska liðsins Stutt- gart fyrir nokkrum vikum. Heimir verður formlega kynntur til leiks sem þjálfari Al Arabi í Katar í dag og Helgi gæti orðið næsti landsliðs- þjálfari Liechtenstein en hann hef- ur átt í viðræðum við þarlenda knattspyrnu- forystu um starfið. »1 Leiðir skilur hjá Heimi og Helga Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jón Elínbergur Sigurðsson, gjarnan nefndur Jón Sigurðsson forseti eða bara forseti, er sjómaður að upplagi og hefur komið víða við en kann best við sig í grennd við eða á sjón- um. „Því miður er lítið um að vera hérna núna,“ segir hann og horfir yfir höfnina á Akranesi. „Það er af sem áður var, en sem betur fer eru enn margar trillur hérna og alltaf má kjafta við trillukarla,“ bætir hann við. Forsetinn er maður gleðinnar. Þegar fjölskyldan flutti í núverandi fjölbýli á Akranesi stofnuðu íbúarnir skötuklúbb og halda árlega mikla skötuveislu í kjallaranum. Á hátíð- inni Írskum dögum er blásið til veislu úti á bletti, þar sem fólk grill- ar saman og skemmtir sér. Íbúarnir fara einnig árlega saman í rútuferð hingað og þangað. „Allt þetta hristir fólk saman,“ segir Jón. Frá 2004 hefur Jón verið hafnar- vörður hjá Faxaflóahöfnum með starfsstöð á Akranesi. „Við mætum hérna en stundum okkar vinnu yfir- leitt frá Reykjavík,“ segir hann og vísar til samdráttar á Akranesi. „Nú róa tveir bátar héðan á línu, en togarar og uppsjávarskip sjást ekki og frystitogararnir eru að detta út. Við erum níu karlar á Skaganum, sem vinnum hjá Faxaflóahöfnum, og ég hætti um áramótin vegna ald- urs.“ Lausnin í sjónmáli Hann er 70 ára í dag og fagnar því í Danmörku, en vill helst ekki tala um komandi breytingu. „Ég hugsa sem allra minnst um þetta. Ég veit ekki hvort ég á að fara að gera eitthvað annað eða setjast í sófann og drepast hægt og sígandi á einu ári.“ Dregur samt strax í land. „Ég er svo sem ekki alveg þekktur fyrir að gefast upp. Ég hef keyrt stóra bíla og gæti farið í slíkt en konan er ekki á sama máli, segist skilja við mig ef ég tek upp á slíkri vitleysu því gamlir karlar eigi ekki að keyra rútu.“ Lausnin er samt ekki langt undan. „Ætli ég haldi bara ekki áfram að mæta í vinnuna. Ég er hvort eð er alltaf í vinnunni, þó ég sé í fríi, og hef sagt að ég neiti að skila lyklinum.“ Fjölskyldan er stór en þau Rún Elfa Oddsdóttir eiga þrjú börn á lífi, misstu eina dóttur þegar hún var níu ára, og 12 barnabörn. „Það er nóg að gera í skutlinu,“ segir hann og bendir á að stórfjölskyldan búi á Akranesi, Selfossi og í Reykjavík. „Svo erum við með bústað í Borgar- firði og eigum þar samverustundir á sumrin.“ Þau ferðast mikið en sem fyrr er það sjórinn sem er mest heillandi. „Ferðir á skemmtiferða- skipum standa upp úr,“ segir hann og bætir við að siglingar með fær- eysku skútunni Westward Ho TN á milli Færeyja og Íslands komi næst. „Færeyjar eru besta land í heimi fyrir utan Ísland,“ segir hann. Sjómennskan er ofarlega í huga Jóns Sigurðssonar forseta. Hann var lengi á togurum í Norðursjónum og á nótabátum, en siglir nú lóðs- bátum í vinnunni og á Jóni forseta í frístundum. „Við erum nokkrir vinir sem eigum bátinn í gegnum útgerð- arfélagið Karlsberg ehf. og rekstur- inn hefur gengið slysalaust eins og annað sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Það hefur alltaf flotið undir mér, ég hef verið á og við bryggjuna síðan ég var 15 ára og hætti því ekki úr þessu.“ Sjómaður Jón Sigurðsson forseti fer oft út á Jóni forseta, rennir fyrir fisk í Faxaflóa og færir björg í bú. Jón forseti og hafið  Hefur stigið ölduna í yfir hálfa öld og líður best á sjónum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.