Morgunblaðið - 11.12.2018, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Því hafði veriðspáð að út-göngusamn-
ingar May, for-
sætisráðherra
Breta, myndu
mæta mjög harðri andstöðu í
þinginu og nær örugglega falla
þar með dynk. Höfðu því sein-
ustu vikur borist tilmæli frá
einstökum þingmönnum til for-
sætisráðherrans um að hinni
örlagaríku atkvæðagreiðslu
yrði frestað til að forða stjórn-
málalegu öngþveiti í landinu.
Forsætisráðherrann hafði
jafnoft harðneitað slíkum til-
mælum og fullyrt að atkvæða-
greiðslan færi fram og hún
tryði því af sannfæringu að
meirihluti breska þingsins
myndi bera gæfu til þess að
samþykkja samninginn. Þetta
sagði hún allt þar til í gær þeg-
ar hún tilkynnti loks að at-
kvæðagreiðslunni yrði frestað
svo henni gæfist tóm til að ná
fram breytingum í Brussel um
þau atriði samningsins sem
virtust kalla á mestu andstöðu.
Þegar forsætisráðherrann
var að tilkynna þessa stefnu-
beytingu sína og að atkvæða-
greiðslunni yrði frestað um
óákveðinn tíma ákvað forseti
þingsins að gera athugasemd í
miðri ræðu ráðherrans. Sagð-
ist þingforseti telja eðlilegt að
vilji forsætisráðherrana til að
falla frá atkvæðagreiðslu sem
þingið hefði samþykkt að færi
fram yrði borinn undir atkvæði
þess sjálfs. Annað væri sérlega
óeðlilegt og raunar ósæmilegt.
Forsætisráðherrann gerði lítið
með þessa athugasemd þing-
forsetans, enda ákvörðunin á
forræði forsætisráðherrans.
Vissulega mætti hugsa sér að
þingið legði til og bæri undir
atkvæði hvort það ætti ekki að
ákveða hvort atkvæðagreiðsl-
unni yrði frestað. Það hefði
þingið ekki gert. Varð þá ekk-
ert meira úr þessu vindhöggi
þingforsetans.
En það var ekki aðeins að
May forsætisráðherra hefði
margoft fullyrt allt þar til í
gær að atkvæðagreiðslunni
yrði alls ekki frestað. Megin-
stef hennar um „samninginn“
var að þetta væri eini samning-
urinn sem hægt væri að gera
og hann væri einnig besti
samningurinn. Talsmenn
Brusselvaldsins lásu upp ná-
kvæmlega sömu talpunkta og
frú May við öll tækifæri. Cor-
byn, formaður Verkamanna-
flokksins, greip þennan hluta
leikþáttarins á lofti og sagði að
fullyrðingar um að þetta væri
eini samningurinn sem hægt
væri að gera og að hann væri
jafnframt besti samningurinn
fengju ekki staðist. Væri það
svo, eins og forsætisráð-
herrann fullyrti, að þetta væri
eini samningurinn sem hægt
væri að gera, þá
lægi í þeim orðum
að þar með væri
hann einnig versti
samningurinn sem
hægt væri að gera.
Átti Theresa May ekki góð
svör við þessu svo sem vonlegt
var.
Þegar atkvæðagreiðslunni
um þennan aleina og langbesta
samning hafði verið frestað
ótímabundið með vísun til þess
að forsætisráðherrann þyrfti
svigrúm til að gera annan og
betri samning við Brussel var
framhaldið borið undir Donald
Tusk, forseta leiðtogaráðs
ESB. Tusk sem hafði eins og
allir aðrir farið ótal sinnum
með talpunktana góðu ætlaði
ekki að verða fyrsti páfagauk-
urinn sem ruglaðist í ríminu.
Hann sagði því að ekki væri
um neitt nýtt að semja. Sú
staðfesta mun þó ekki hafa
lengri „neyslutíma“ en rækju-
samloka í sjoppu. En það verð-
ur skondið þegar May og Tusk
mæta eftir næsta fund með
samning sem verður, eins og sá
gamli, eini mögulegi samning-
urinn og jafnframt langbesti
samningurinn sem næst!
Afturkallaði samningurinn
er opinn í báða enda og ótrú-
lega fátt haldfast gagnvart
ESB. Fyrir þetta gatasigti gaf
Thersa May eftir 39 milljarða
punda skilnaðargjald til Bruss-
el! Það er von að þeim hafi
fækkað hratt sem treysta for-
sætisráðherranum til verka.
Trúverðugleiki búrókrata í
Brussel er fokinn burt fyrir
margt löngu, svo að þar er ekki
margt að missa.
En óþægilegt er fyrir Breta
hversu hefur saxast á trúverð-
ugleika forsætisráðherra
þeirra. May tönglaðist lengst
af á því að kostirnir í samn-
ingagerðinni væru aðeins
tveir. Annaðhvort mjög góður
samningur eða enginn samn-
ingur á útgöngudegi. Síðari
kosturinn er sennilega einmitt
sá kostur sem næði hvað best
anda þjóðaratkvæðisins forð-
um. May tönglaðist ekki jafn
oft á hinu, en áréttaði þó hvað
eftir annað, að samningslaus
útganga væri mun betri en út-
ganga í krafti samnings sem
væri ósanngjarn og slæmur.
Þekkt er að May var andvíg
útgöngu í þjóðaratkvæðinu.
Með framangreindum marg-
endurteknum yfirlýsingum
reyndi hún að skapa sér trú-
verðugleika hjá þeim meiri-
hluta sem samþykkti útgöngu.
Nú er staðan sú að mikill
meirihluti beggja fylkinga tel-
ur samning ráðherrans afleit-
an. Hefði eitthvað verið að
marka ráðherrann má augljóst
vera að útganga án svo niður-
lægjandi samnings er besti
kosturinn.
Sannfæringarleysi
May og klaufagang-
ur haldast í hendur}
Týndur trúverðugleiki
Á
síðustu dögum þingsins er verið að
reyna að bæta við veggjöldum úti
um allt land inn í samgönguáætl-
un. Veggjöld á allar þrjár stofn-
leiðirnar út úr höfuðborginni.
Veggjöld á öll jarðgöng. Veggjöld á ýmsar
framkvæmdir úti um allt land. Í staðinn verður
framkvæmdum flýtt og nýjum framkvæmdum
bætt við. Gróflega má reikna má að kostnaður-
inn sem veggjöldin eiga að standa undir sé um
2,5-5 mia.kr. á ári eftir því hversu miklum nýj-
um framkvæmdum er bætt við. Fyrir ári sagði
samgönguráðherra að engin áform væru um
veggjöld á helstu leiðum frá Reykjavík. Ráð-
herra hefur skipt um skoðun.
Veggjöld hafa oft verið rædd á undanförnum
áratugum en nú er uppstillingin sú að það á að
afgreiða þingsályktun um veggjöld í síðustu
vikunni áður en haustþing klárast. Ekkert svigrúm til um-
sagna. Ekkert svigrúm til samráðs. Flýtimeðferð og geð-
þóttaákvarðanir út í gegn.
Við skulum hafa eitt á hreinu, veggjöld eru skattur.
Skattur sem notendur veganna greiða. Á þann hátt getur
veggjald svo sem verið sanngjarn skattur, þeir borga sem
nota. Á hinn bóginn leggst sá skattur mun þyngra á lág-
tekjufólk af því að gjöldin eru óháð tekjum. Í dag eru sam-
göngur fjármagnaðar með bensíngjaldi. Það er svipað fyr-
irkomulag og veggjöld að vissu leyti, þeir borga sem nota.
En vegna orkuskipta í bílaflotanum mun það gjald ekki
geta fjármagnað samgönguframkvæmdir á komandi ár-
um. Hér er þó mikilvægt að gera greinarmun á almennu
veggjaldi sem kæmi í staðinn fyrir bensíngjöld
og sérstöku veggjaldi vegna einstakra fram-
kvæmda. Ef það yrði sett á almennt veggjald í
staðinn fyrir bensíngjald en ýmsar fram-
kvæmdir eins og Sundabraut yrðu fjármagn-
aðar með sérstöku veggjaldi, þá yrði augljós-
lega tvöfalt veggjald á Sundabraut þangað til
sérstaka veggjaldið myndi greiða niður fram-
kvæmdakostnaðinn við Sundabraut. Tillög-
urnar sem liggja fyrir samgöngunefnd snúa
hins vegar ekki að almenna veggjaldinu heldur
bara að sérstaka veggjaldinu, að fjármagna
einstaka framkvæmdir og endurgreiða lán
vegna þeirra með gjaldtöku.
Eins og áður sagði þá má gera ráð fyrir því
að til þess að ná upp þeirri skuld sem við erum
í vegna hrunáranna þurfi allt að 5 milljörðum
meira framkvæmdafé til samgangna á ári en
nú er gert ráð fyrir, þá ofan á „stórsókn“ ríkisstjórnar-
innar í samgöngumálum sem er auðvitað engin stórsókn ef
meðaltal framlags til samgöngumála m.t.t. landsfram-
leiðslu er skoðað. Sóknin nær ekki meðaltali þessarar ald-
ar í fjármögnun.
Samgönguráðherra segir svo að það þurfi að gera nýja
samgönguáætlun næsta vetur. Áætlun sem tæki þá tillit til
aukins framkvæmdafjár vegna sérstakra veggjalda. Samt
liggur lífið á að troða inn breytingatillögum um veggjöld í
núverandi tillögu að samgönguáætlun. Án umsagna. Án
samráðs. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Veggjöld í jólagjöf
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Það skýrist væntanlega ámorgun hvort Samtök sveit-arfélaga á Suðurlandi(SASS) halda áfram rekstri
almenningssamgangna um áramótin.
„Við höfum leitað allra leiða til að
halda almenningssamgöngum áfram
með eins lítið skertri þjónustu og
hægt er,“ sagði Eva Björk Harðar-
dóttir, formaður SASS. Samtökin. líkt
og öll önnur landshlutasamtök sveit-
arfélaga, sögðu upp samningi við
Vegagerðina um framkvæmd og fjár-
mögnun almenningssamgangna á
landsbyggðinni. Eva sagði að viðræð-
urnar væru á viðkvæmu stigi en hún
bjóst við niðurstöðu á morgun.
Í fundargerð stjórnar SASS frá
16. nóvember kemur fram að það hafi
verið forsenda fyrir samþykki árs-
þings SASS 2018 á fjárhagsáætlun
samtakanna fyrir 2019 að samningar
næðust við ríkið „um að halda úti
óbreyttum rekstri almennings-
samgangna út árið 2019 og að ríkið
greiði 50 m.kr. til viðbótar í fjár-
mögnun verkefnisins.“ Þá krafðist
ársþingið þess að ríkið gerði upp 36
m.kr. halla vegna 2018. Fengist ekki
veruleg hækkun við gerð fjárlaga
2019 taldi ársþingið nauðsynlegt að
hætta rekstri almenningssamgangna
um næstu áramót.
Eva kvaðst gera sér vonir um að
fjárþörfinni yrði mætt svo hægt yrði
að halda almenningssamgöngum
áfram. „Við erum að skoða hvað við
getum gert á móti, það verður ekki
hægt að fara alla leið. En það verður
hægt að borga upp halla síðustu ára
og þá kveður við nýjan tón hjá okkur,“
sagði Eva. „Þetta er nærþjónusta og
það er alltaf gott að halda henni
heima.“
Fram kemur í fundargerðinni að
Vegagerðin hafi gert kröfu um veru-
lega breytingu á leiðakerfinu á Suður-
landi. Eva sagði að verið væri að
skoða hvernig hægt væri að halda
þjónustustiginu áfram eins háu og
mögulegt væri án þess að missa al-
menningssamgöngur frá sér. Meðal
annars væri verið að skoða hvort
hægt væri að fækka ferðum.
Eva sagði að almenningssam-
göngurnar væru mjög mikilvægar
fyrir skólafólk, öryrkja, eldri borgara
og þá sem sæktu vinnu á Suðurlandi
frá höfuðborgarsvæðinu og öfugt.
„Það eru viðkvæmustu hóparnir á við-
kvæmustu svæðunum sem þurfa mest
á almenningssamgöngum að halda.
Byggðafræðilega skiptir mjög miklu
máli að komast á milli staða. Suður-
land og höfuðborgarsvæðið eru orðin
eitt atvinnusvæði. Það að skerða al-
menningssamgöngur mun valda
miklu uppnámi,“ sagði Eva.
Líklega samið við flesta
G. Pétur Matthíasson, upplýs-
ingafulltrúi Vegagerðarinnar, hefur
trú á að samið verði við flest lands-
hlutasamtök sveitarfélaga um styrk til
almenningssamganga fyrir árið 2019.
Svo á að taka málið allt til nánari skoð-
unar á því ári.
Vegagerðin og samgönguráðu-
neytið hafa rætt undanfarið við full-
trúa allra landshlutasamtaka sveitar-
félaga um framkvæmd og fjármögnun
almenningssamgangna á landsbyggð-
inni. Eldri samningar þar um giltu til
ársloka en var sagt upp af hálfu sveit-
arfélaganna.
G. Pétur sagði að viðræðurnar
við Samband sveitarfélaga á Suður-
nesjum (SSS) hefðu haft sérstöðu
vegna dómsmáls sem SSS höfðaði
gegn ríkinu vegna afnáms sérleyfis
sem gilti um akstur til og frá Keflavík-
urflugvelli.
Strætóferðir út á
land í brennidepli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Strætó Leið 51 ekur frá Reykjavík til Hafnar með viðkomu á helstu þétt-
býlisstöðum. Verið er að semja um framtíð almenningssamgangna.
Samband sveitarfélaga á
Suðurnesjum (SSS) óskar
eftir því að skaðabótamál
sem sambandið höfðaði gegn
ríkinu vegna afturköllunar
Vegagerðarinnar á einkaleyfi
á akstri milli Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar og höf-
uðborgarsvæðisins fái flýti-
meðferð. Dómkvaddir mats-
menn áætla að hagnaður af
einkaleyfi sé um þrír millj-
arðar króna. Samnings-
tilraunir hafa verið árangurs-
lausar.
SSS sagði upp samningi
við Vegagerðina um almenn-
ingssamgöngur á Suður-
nesjum fyrir ári. SSS segir að
ráðuneytið vilji bara tryggja
rekstur næsta árs og leita
leiða til að greiða uppsafn-
aðan halla á næsta ári, en þó
aðeins gegn því að SSS aft-
urkalli dómsmálið.
Strætómálið
komið í hnút
SUÐURNES