Morgunblaðið - 11.12.2018, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2013
- 2017
DRIFSKÖFT
LAGFÆRUM – SMÍÐUM
JAFNVÆGISSTILLUM
OG SELJUM NÝ
Hjöruliðir og íhlutir í flestar gerðir bifreiða
ICQC 2018-20
Ralph Breaks the Internet 1 2
The Grinch 4 5
Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald 3 4
Bohemian Rhapsody 5 6
Creed 2 2 2
A Star Is Born (2018) 6 10
The Sisters Brothers Ný Ný
Widows 7 3
Overlord 9 5
Suspiria Ný Ný
Bíólistinn 7.–9. desember 2018
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Önnur teiknimyndin um tölvu-
leikjapersónuna Ralph rústara var
sú sem mestum tekjum skilaði í
kvikmyndahúsum yfir helgina,
aðra helgina í röð. Kvikmyndin
skilaði um 4,3 milljónum króna í
miðasölu og voru seldir miðar tæp-
lega 4.000.
Önnur teiknimynd, um Trölla sem
stal jólunum, skilaði næstmestu í
miðasölu, um 2,6 milljónum króna,
og enn eitt ævintýrið, úr smiðju JK
Rowling, önnur myndin um furðu-
skepnurnar, var sú þriðja tekju-
hæsta með um tvær milljónir króna
í miðasölu.
Bíóaðsókn helgarinnar
Ralph aftur á toppnum
Rústari Ralph og vinir hans.
Sænsk-danska kvikmyndinGräns, eða Mæri eins oghún heitir á íslensku í BíóParadís, er dásamlega
skrítin, einhvers konar nútímabræð-
ingur af fantasíu, þjóðsögu, spennu-
sögu, ástarsögu og ádeilu á mann-
legt eðli, m.a. fordóma, útskúfun,
kúgun minnihlutahópa, tilhneiging-
una til að draga fólk í dilka og þann-
ig mætti áfram telja. Þeir sem vilja
setja hana í einhvern tiltekinn flokk
kvikmynda munu lenda í vandræð-
um því enginn einn flokkur hæfir
henni. Dæmi hver fyrir sig. Og hvort
sem fólk sökkvir sér í pælingar um
hver sé hin dulda merking sögunnar
eða ekki, getur það notið myndar-
innar, þó ekki sé nema fyrir það
hversu furðuleg hún er.
Sagan hefst með því að tveir toll-
verðir fylgjast grannt með ferju-
farþegum ganga frá borði. Annar er
ósköp venjulegur karlmaður en hinn
vörðurinn er öllu meira áberandi,
kona að nafni Tina sem vekur at-
hygli allra sem hana sjá fyrir mjög
svo óvenjulegt útlit. Smágerð er hún
ekki, svo vægt sé til orða tekið og
minnir að vissu leyti á teikningar
Brians Pilkington af tröllkerlingum.
Tina fylgist afar einbeitt með far-
þegum og fljótlega verður manni
ljóst að hún þefar bókstaflega uppi
þá sem eru með óhreint mjöl í poka-
horninu. Einn reynir að smygla
áfengi inn í landið en annar efni sem
er langtum verra og skaðlegra. Tina
er greinilega mikilli náðargáfu gædd
því enginn þrjótur sleppur framhjá
ofurnæmu nefi hennar og hörku. En
hörkulegur svipur Tinu verður öllu
mildari, nasirnar þenjast út og aug-
un glennast upp í undrun þegar dul-
arfullur maður kemur gangandi í
áttina að henni. Svo ófrýnilegur er
maðurinn að fólki bregður hreinlega
í brún og greinilegur svipur er með
þeim Tinu. Hún fitjar upp á trýnið
enda nýr og framandi þefur í loftinu.
Eða er hann kannski ekki framandi
heldur þvert á móti einkennilega
kunnuglegur?
Maðurinn dularfulli heitir Vore og
reynist hafa sérstakan áhuga á lirf-
um og skordýrum, líkt og Tina, en
dýr koma heilmikið við sögu í Mær-
um og oftar en ekki með óvæntum
og fallegum hætti. Hundar bregðast
illa við Tinu en önnur dýr laðast að
henni, einhverra hluta vegna, þeirra
á meðal refir og elgir. Tina skýtur
skjólshúsi yfir Vore og dag einn geta
þau ekki lengur hamið tilfinningar
sínar. Tina segir Vore að hún sé van-
sköpuð en hann segir að hún sé
þvert á móti fullkomin. Þau njóta
ásta af áfergju í guðsgrænni nátt-
úrunni og er það eitt furðulegasta
kynlífsatriði sem sést hefur í kvik-
mynd fyrr og síðar og eitt af mörg-
um atriðum Mæra sem koma manni
algjörlega í opna skjöldu. Inn í þetta
óvenjulega ástarævintýri fléttast
svo sakamál af ógeðslegustu sort,
heldur óþarfur útúrdúr sem þjónar
þó ákveðnum tilgangi þegar kemur
að persónusköpun. Enginn sleppur
frá nösunum á Tinu og myndin end-
ar á miklu uppgjöri hennar við eigið
eðli og þá sem næst henni standa.
Nú hef ég í þessum skrifum tiplað
í kringum nokkrar lykilspurningar
Mæra til að skemma ekki fyrir þeim
sem eiga eftir að sjá myndina en ef-
laust munu margir hafa fundið svör-
in áður en að þeim kemur. Abbasi,
hinn íranski leikstjóri myndarinnar,
heldur listavel um taumana og hand-
ritið er virkilega vel skrifað, atriði og
samtöl í hárréttri lengd til að halda
athygli áhorfandans frá upphafi til
enda. Abbasi er einnig annar hand-
ritshöfunda og hefur væntanlega
skafið burt allan óþarfa. Að vísu
hefði mátt draga úr vægi fyrrnefnds
sakamáls en það skapar ákveðna
spennu í anda hins skandinavíska
rökkurs sem stingur eilítið í stúf. En
spurningin um hver Vore og Tina
séu og hvað verði um þau heldur
manni föngnum frá upphafi til enda.
Eva Melander og Eero Milonoff
leika Tinu og Vore og leikur þeirra
er ótrúlega blæbrigðaríkur í ljósi
þess að þau eru með andlitin þakin
gerviefnum og farða, eru í raun að
leika með grímur á andlitunum. Það
tók förðunarmeistara um fjórar
klukkustundir á degi hverjum að
farða leikarana og í tilviki Melander
eru aðeins augun og varirnar hennar
eigin. Að leikara takist að tjá tilfinn-
ingar af þessu næmi með svo mikl-
um hömlum er í raun afrek. Og bæði
Melander og Milonoff þurftu líka að
þyngja sig heilmikið fyrir hlutverkin
og var það gert með lyftingum og
ótæpilegu áti. Ekki alltaf tekið út
með sældinni að vera leikari!
Að öllu þessu sögðu veit ég þó að
það verða ekki allir hrifnir af Mær-
um og munu afgreiða myndina sem
skrítna og ógeðfellda. Hún er það
vissulega líka en heillandi sem slík.
Tilfinningalegur óþefur
Ástarsaga Vore og Tina, leikin eftirminnilega af finnska leikaranum Eero Milonoff og sænsku leikkonunni Evu Melander.
Bíó Paradís
Mæri/Gräns bbbbn
Leikstjóri: Ali Abbasi. Handritshöfund-
ar: Ali Abbasi og Isabella Eklöf. Aðal-
leikarar: Eva Melander, Eero Milonoff,
Jörgen Thorsson og Sten Ljunggren.
Svíþjóð og Danmörk, 2018. 110 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR