Morgunblaðið - 11.12.2018, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018
✝ Ína SigurlaugGuðmundsdótt-
ir fæddist í Reykja-
vík 15. febrúar
1932. Hún lést í
Seljahlíð 29. nóv-
ember 2018.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Jóns-
dóttir, f. 23.7. 1897 í
Fljótum í Skaga-
firði, d. 27.6. 1977,
og Guðmundur
Hjörleifsson, f. 1.10. 1890 á
Vatnsleysuströnd, d. 12.9. 1982.
Systkini Ínu voru Kristinn Reyn-
ir, f. 17.8. 1923, d. 7.2. 1925,
Erna, f. 16.11. 1925, d. 12.5.
2014, maki Gísli Kristjánsson, f.
2.8. 1924, d. 16.3. 2015, og Leif-
ur Kristinn, f. 19.9. 1934, d. 25.9.
2018, maki Sigrún Þuríður Run-
ólfsdóttir, f. 6.12. 1939. Uppeld-
issystir Ínu var Klara Margrét,
f. 31.12. 1916, d. 29.8. 1977,
maki Ólafur Þ. Guðmundsson, f.
11.7. 1908, d. 15.9. 1996.
Eftirlifandi maki Ínu er Ey-
steinn Völundur Leifsson frá
Raufarhöfn, f. 31.7. 1933. Börn
(d. 2006), Fanney Þula og Máney
Þula. 4) Margrét, f. 25.9. 1965,
maki Árni Níelsson. 4a) Ólafur
Þór, maki Signý Hlín. Börn
þeirra eru Elís Hrafn, Malen
Lóa og Bjartey Kría. 4b) Árni
Pétur. 4c) Róbert Orri, sam-
býliskona Andrea Rún. 4d) Ína
Guðrún, sambýlismaður Elmar
Oliver.
Ína ólst upp á Bergþórugöt-
unni. Hún giftist Eysteini 31. júlí
1954. Þau byrjuðu búskap á
Bræðraborgarstíg 3. Síðan
fluttu þau í Efstasund 37 og
nokkrum árum síðar að Lang-
holtsvegi 91.
Ína starfaði á fyrri hluta
starfsferils síns aðallega sem
ritari á lögfræðiskrifstofu, einn-
ig vann hún við almenn ritara-
störf og bókhald í Vélsmiðju Ey-
steins Leifssonar og síðar í
vélsmiðjunni Þrym.
Flest starfsár sín vann hún
við almenn skrifstofustörf og á
skjalasafni menntamálaráðu-
neytisins þar til hún lét af störf-
um vegna aldurs. Ína og Ey-
steinn fluttu í Hjallasel 49 fyrir
nokkrum árum og þegar Ína
veiktist þá flutti hún í Seljahlíð,
þar sem hún naut umönnunar
þar til hún lést.
Útför Ínu fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, 11. desember
2018, klukkan 13.
þeirra eru 1) Leif-
ur, f. 7.12. 1954,
maki Steinhildur
Hildimundar-
dóttir. Börn þeirra
eru 1a) Guð-
mundur Örn, sam-
býliskona Vero-
nika. 1b) Heiðdís
Ósk, sambýlis-
maður Pétur Daní-
el. Börn Heiðdísar
úr fyrra sambandi
eru Steinhildur Rós og Þor-
steinn Máni. 1c) Elías Steinn. 2)
Guðrún, f. 8.1. 1957, maki Helgi
Kristófersson. 2a) Eysteinn,
sambýliskona Halla, dóttir
þeirra er Brynja Guðrún. 2b)
Kristján, sambýliskona Emilía
Björg. Börn þeirra eru Jökull
Eldberg og Ísar Eldberg. 2c) Ína
Björk. 3) Auður, f. 25.9. 1961,
maki Sigurður Pálmason. 3a)
Sigurður Örn. 3b) Leifur Daníel,
sambýliskona Erla Björg. 3c)
Þröstur. Dóttir Sigurðar frá
fyrra sambandi er Hrefna Björk
og börn hennar eru Pálmi
Freyr, Nóni Sær, Svandís Þula
„... móðir mín, og mildin þín
studdi mig fyrsta fetið.“
Þessi orð hafa leitað á huga
minn margoft eftir að mamma
kvaddi okkur, endanlega. Endan-
lega er stórt orð. Auðvitað kemur
hún til með að lifa í hjarta mínu
um ókomna tíð. En sjúkdómur
mömmu, alzheimer, gerði það að
verkum að sumt í hennar persónu
var okkur horfið. Við nutum þó
þeirrar gæfu að hún þekkti alla
nákomna fram á síðasta dag og
heilsaði oftast með þessum fal-
legu orðum „nei, ertu komin elsk-
an mín“?
Henni þótti afskaplega vænt
um afkomendur sína og sérlega
um yngstu börnin. Sást það mjög
vel þegar talið var orðið slitrótt
og hún farin að tala sitt eigið mál
hvernig hlýjan streymdi frá
henni þegar henni voru sýndar
myndir af afkomendum og hve
glöð hún var þegar hún fékk
heimsóknir.
Mamma var falleg kona að inn-
an sem utan. Hún elskaði feg-
urðina í öllum hlutum. Sanngirni
og réttlæti voru henni hjartans
mál. Hún var alltaf stolt af af-
komendum sínum en mat heiðar-
leika og gott innræti ofar efnis-
legum gæðum. Menntun var
henni samt ofarlega í huga og tal-
aði hún oft um að menntun væri
eitthvað sem ekki yrði frá manni
tekið. Mamma naut þess að búa
fjölskyldu sinni fallegt heimili og
hafði gott listrænt auga fyrir lit-
um og niðurröðun. Hún hafði un-
un af því að hugsa út fyrir ramm-
ann og kom oft með ýmsar
hugmyndaríkar tillögur á hinum
ýmsu málum. Hún las mikið um
heilbrigðan lífsstíl og gerði iðu-
lega hollustutilraunir á fjöl-
skyldumeðlimum, en þrátt fyrir
að mamma hafi verið listakokkur
þá voru ekki allir reiðubúnir að
borða nýrnabaunir á þeim árum
sem þjóðin lifði á ýsu og kótil-
ettum.
Mamma var listræn og hand-
lagin. Hún var góður teiknari,
prjónaði mikið en hennar sér-
staða lá í fatahönnun og sauma-
skap. Hún vakti oft frameftir við
að hanna og sauma föt á okkur
börnin,stundum upp úr gömlum
fötum. Hún var afar fær í því.
Hún fylgdist vel með tísku-
straumum, skoðaði mikið erlend
tískurit og þrátt fyrir mikinn
peningaskort á tímabili þá vorum
við alltaf vel til fara og ég var
mikið stolt af fötunum sem
mamma sérsaumaði handa mér.
Mamma mín var hógvær kona
með ótal, ótal kosti. Þegar hún
fékk alzheimer þá hætti hún að
geta unnið með höndunum. Hún
hreinlega mundi ekki hvernig
hún átti að sauma, elda, lesa eða
skrifa. Allt sem hafði verið svo
stór partur af hennar lífi. En alz-
heimerinn tók ekki mömmu mína
alla og fyrir það er ég þakklát.
Þakklát fyrir að hún þekkti mig
fram undir að hún féll í dá. Þakk-
lát fyrir að hún var alltaf ljúf og
hlý. Þakklát fyrir alla gleðina og
hláturinn sem hún útdeildi til
okkar.
Mamma mín, ég er þakklát
fyrir að nú ertu laus undan því
þunga fargi sem sjúkdómurinn
lagði á þig. Ég kveð þig eins og
við gerðum síðast liðin ár með
fingurkossi.
Við höldum í hönd pabba þar
til þið sameinist á ný.
Þín dóttir
Auður.
Í dag kveð ég með söknuði
tengdamóður mína sem ég er bú-
inn að þekkja í tæp 40 ár, síðan ég
kynntist eiginkonu minni Guð-
rúnu.
Að kynnast þeim heiðurshjón-
um Ínu og Eysteini var ánægju-
legt. Þau voru samrýnd hjón og
máttu eiginlega aldrei hvort af
öðru sjá. Ína var yndisleg
tengdamóðir og hún var alltaf svo
góð við allt og alla. Hún vann
skrifstofustörf á ýmsum stöðum
en lengst af í menntamálaráðu-
neytinu. Það var sama hvað hún
tók sér fyrir hendur, hvort sem
það var að sauma, mála myndir
eða matreiða, alltaf komu fram
miklir listahæfileikar hennar.
Hún var myndarleg húsmóðir,
góður uppalandi og bar hag fjöl-
skyldunnar fyrir brjósti, góð eig-
inkona og móðir fjögurra barna,
frábær amma og langamma. Þeg-
ar komið var í heimsókn og hún
tók til mat þá fannst manni það
enda alltaf með veislu því þetta
lék í hendi hennar og þegar hún
sagði brandara þá hló hún svo
mikið að það sprakk allt úr hlátri.
Orðin sem koma upp í hugann
þegar Ínu er minnst eru fyrst og
fremst mikil hlýja, styrkur,
hvatning, dugnaður, gleði og já-
kvæðni. Hún gaf okkur mikið af
sjálfri sér og gaman hefur verið
að fá að upplifa áhuga hennar á
öllum langömmubörnunum þeg-
ar þau hafa bæst í hópinn eitt af
öðru. Það kom vel fram þegar
hún var orðin veik hvað hún hafði
gaman af því að fá ömmu- og
langömmubörnin í heimsókn því
þá ljómaði hún af gleði og smitaði
alla í kringum sig með hlátri.
Ég vil þakka samfylgdina í
gegnum árin og allt sem þú hefur
gert fyrir mig og mína.
Blessuð sé minning þín.
Helgi Kristófersson.
Það sem ég er stolt af því að
heita í höfuðið á þér, elsku amma
mín. Þú hafðir að geyma yndis-
legan persónuleika og bjóst yfir
þeim góða eiginleika að láta öll-
um sem í kringum þig voru líða
vel. Ef ég ætti að lýsa þér í einu
orði, þá væri það hversu gullfal-
leg þú varst – á allan hátt.
Mér þótti það algjört sport að
koma í heimsókn á Langholts-
veginn og máta alla fínu skóna og
skartgripina þína. Þú varst alltaf
svo mikil skvísa, með eye-liner og
fyrir fínni tilefni þá settirðu í þig
stóra eyrnalokka. Þegar ég
hugsa um þau fjölmörgu hlátur-
sköst sem við höfum átt saman þá
hlýnar mér aldeilis um hjarta-
rætur. Þú varst þó algjörlega
niðri á jörðinni og fannst stund-
um of mikið bull velta upp úr afa,
þá heyrðist í þér „Æjj, Ey-
steinn“. Mér fannst það alltaf
frekar fyndið. Þær minningar
sem ég hef átt með ykkur afa eru
mér afar dýrmætar.
Elsku amma, við förum síðar í
bíltúrinn á skvísubílnum mínum
eins og við kölluðum hann.
Þín,
Ína Björk.
Elsku besta amma, þótt þú
sért farin þá lifir minningin um
þig í vitund okkar. Minning um
kærlíksríka ömmu, sem bar hag
okkar fyrir brjósti og sýndi því
áhuga sem við fengumst við í
daglegu lífi.
Okkur, Guðmundi Erni og
Heiðdísi Ósk, er sérstaklega
minnisstætt eitt skiptið sem við
fórum í heimsókn til ykkar afa
þegar við vorum krakkar. Við
tókum strætó og fórum út úr
vagninum við Álfheima þeim
megin þar sem ekki var gang-
braut við Langholtsveg. Við
ákváðum að spara okkur sporin
og hlaupa þvert yfir Langholts-
veg fyrir framan húsið ykkar í
stað þess að fara yfir gangbraut-
irnar við bæði Álfheima og Lang-
holtsveg. Við héldum að við hefð-
um verið svo sniðug að spara
okkur sporin, en þið sáuð okkur
út um gluggann og voruð langt
frá því að vera ánægð með þetta
athæfi okkar. Svo mikil var um-
hyggja ykkar afa.
Við, Guðmundur Örn og Elías
Steinn, munum eftir að alltaf
þegar unnið var í garðinum eða
húsið ykkar málað bauðst þú okk-
ur alltaf upp á það sem átti við;
kalt vatn, heitt kakó, brauð eða
annað.
Við áttum saman góðar stund-
ir í Kotmúla þar sem við barna-
börnin hittumst flestar helgar frá
vori og fram á haust í mörg ár.
Þaðan eigum við góðar minn-
ingar úr æsku. Þú fylgdist með
leikjum okkar og fannst sérstak-
lega gaman þegar við barnabörn
ykkar settum upp sýningar fyrir
fullorðna fólkið, hvort sem það
voru leikin atriði eða sýndum
okkar kúnstir. Þér þótti einkum
gaman að atriðum þar sem við
sýndum getu okkar og hvattir
okkur áfram.
Þegar við komum inn eftir
langan leik úti stjanaðirðu við
okkur, barst í okkur kaffibrauð
og kakó eða mjólk eftir því sem
við vildum. Þú ætlaðist til að við
þvægjum upp leirtauið eftir okk-
ur og gengjum frá því á réttan
stað.
Þú lagðir líka áherslu á að við
leystum úr deilum eða erfiðum
aðstæðum sem við lentum í með
því að beita skynseminni og án
þess að beita ofbeldi eða sýna yf-
irgang.
Frekar vildirðu að við gerðum
eins og þú; rökræddum, sýndum
kærleika, gættum stillingar og
værum hógvær.
Guðmundur Örn,
Heiðdís Ósk og Eías
Steinn Leifsbörn.
Ína S.
Guðmundsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku hjartans mamma
mín, þú varst dásamleg
mamma, alltaf glöð og
hláturmild og mín besta
fyrirmynd.
Þú átt stóran sess í
hjarta mínu.
Blessuð sé minning þín.
Þín dóttir,
Guðrún.
Elsku amma Ína, við
kveðjum þig nú í hinsta
sinn með sorg í hjarta.
Við minnumst þín sem
fallegrar, góðrar, hjarta-
hlýrrar og þolinmóðrar
manneskju sem vildi allt
gott gera fyrir alla.
Takk fyrir öll árin og
minningarnar sem við mun-
um geyma í okkar hjarta.
Þín barnabörn,
Ólafur Þór, Árni
Pétur, Róbert Orri og
Ína Guðrún.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermannÁstkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN INGIMAR MAGNÚSSON,
Höfðagrund 15, Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranesi fimmtudaginn 6. desember.
Útför fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn
18. desember klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja
minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranesi.
Ásthildur Theodórsdóttir
Ágúst G. Ingimarsson Guðríður Sigurjónsdóttir
Brynjar Ingimarsson Unnur Eygló Bjarnadóttir
Guðún Ingimarsdóttir Einar P. Bjargmundsson
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
bróðir, mágur og afi,
ÁSGEIR PÁLL SIGTRYGGSSON,
Þórsbergi 2, Hafnarfirði,
varð bráðkvaddur föstudaginn
7. desember. Útförin verður auglýst síðar.
Heiða Theodórs Kristjánsdóttir
Bjarney Sigrún Ásgeirsdóttir Darri Mikaelsson
Berglind Sigríður Ásgeirsd. Helgi Dagur Þórhallsson
Valgerður Sif Ásgeirsdóttir
Bryndís Lilja Ásgeirsdóttir
Snædís María Ásgeirsdóttir
Brynjar Sigtryggsson Anna Margrét Guðmundsd.
Sigurveig K. Sigtryggsdóttir Pétur Steingrímsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HALLDÓR SVAVARSSON,
lést á líknardeild Landspítalans
1. desember. Útför hans hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Ástvinir þakka kærlega alla þá samúð sem þeim hefur verið
sýnd. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans
fyrir einstaka alúð og umhyggju.
Erla Kristinsdóttir
Kristín Á. Gunnarsdóttir Guðjón Víðisson
Kristinn Rúnar Halldórsson María Árnadóttir
Svavar Örn Halldórsson Linda Hrönn Reynisdóttir
Halldór Heiðar Halldórsson Agnes Barkardóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
PÉTUR VILBERGSSON,
Árnastíg 7, Grindavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn
8. desember. Hann verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju
föstudaginn 14. desember klukkan 14.
Bjarnfríður J. Jónsdóttir
Fanney Pétursdóttir Sigurður Jónsson
Elías Þór Pétursson Jóhanna María Gylfadóttir
Hulda Pétursdóttir Thomas Vance Pollock
Eygló Pétursdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTRÚN EYMUNDSDÓTTIR
framhaldsskólakennari,
lést á Grund laugardaginn 8. desember.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
mánudaginn 17. desember klukkan 15.
Halldór Blöndal
Pétur Blöndal Anna Sigríður Arnardóttir
Eymundur Matthíasson
Þórir Bjarki Matthíasson
Ragnhildur Blöndal
Stella Blöndal Ólafur Rastrick
og fjölskyldur