Morgunblaðið - 11.12.2018, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018
Stefán Ragnar Höskuldsson flautu-
leikari hlýtur mikið lof í fjölmiðlum í
Chicagoborg fyrir einleik með sinfón-
íuhljómsveit borgarinnar í flautu-
konsert Mozarts í D-dúr. Stefán
Ragnar var um árabil flautuleikari
við hina þekktu hljómsveit Metropol-
itan-óperunnar í New York. Fyrir
þremur árum flutti hann til Chicago
og tók við stöðu leiðandi flautuleikara
hljómsveitarinnar en hún er talin í
hópi bestu sinfóníuhljómsveita lands-
ins. Hann kom nú hins vegar í fyrsta
skipti fram sem einleikari með henni.
Í umfjöllun Chicago Classical Rev-
iew segir að Stefán hafi staðið sig afar
vel síðan hann tók við sem fyrsti
flautuleikari hljómsveitarinnar. Oft
henti það hljómsveitarleikurum ekki
vel að vera í hlutverki einleikarans en
frammistaða Stefáns hafi hins vegar
verið framúrskarandi. Flutningur
hans er sagður hafa verið „þrunginn
andagift“ og „glæsilegur“. Frá byrj-
un hafi leikurinn verið þokkafullur og
flæðandi og hafi tónn einleikarans
hljómað fagurlega í salnum. Þá er ka-
densunni sem Stefán samdi hrósað
fyrir smekklega hugmyndaauðgi.
Gagnrýnandi Chicago Tribune
skrifar einnig lofsamlega um tón-
leikana og ekki síst frammistöðu ein-
leikarans. Tónleikagestir hafi fyrir
þekkt tilfinningaríka fegurðina í leik
Stefáns en sem einleikari hafi hann
blómstrað sem aldrei fyrr í Chicago.
Rýnirinn kveðst hafa velt fyrir sér
hvernig sterkur og fagurlega mót-
aður tónn Stefáns myndi henta hóf-
stilltari framsetningunni sem verk
Mozarts krefst en honum hafi auðn-
ast listavel að nýta sér það besta úr
hvoru tveggja og leikur hans sagður
hafa verið dásamlegur.
Einleik Stefáns Ragnars
hrósað í miðlum í Chicago
Ljósmynd/Todd Rosenberg
Lof Stefán Ragnar Höskuldsson
flytur konsert Mozarts í Chicago.
Vinir og samstarfsmenn Jónasar
Ingimundarsonar píanóleikara og
unnendur leiks hans komu saman í
Salnum í Kópavogi í gær og fögnuðu
útgáfu bókarinnar Þankar við slag-
hörpuna. Jónas á að baki langt og
farsælt starf í tónlistarlífinu sem pí-
anóleikari, kennari og kórstjóri og í
bókinni fjallar hann um tónlist og
gildi hennar frá ýmsum sjónar-
hornum. Þá leitast Jónas einnig við
að svara spurningum Bergþórs Páls-
sonar söngvara. Við athöfnina í Saln-
um í gær las Jónas úr bókinni.
Fögnuðu
með Jónasi
Morgunblaðið/Hari
Hóf Vinir Jónasar fögnuðu útgáfu nýju bókarinnar í Salnum í gær en Jónas
er heiðursborgari Kópavogs. Hér með Bjarna Thor Kristinssyni bassa.
Ífyrstu sögunni kynnumst viðkonu sem sækir ráðstefnu umöldrunarvísindi í Hollandi ener þar hálfutangátta og lætur
sig svo reka án markmiðs eða til-
gangs um borgina. Í annarri sögu
hefur orðið læknir á eftirlaunum sem
flust hefur með
konu sinni í sam-
félag Íslendinga á
Spáni og er lítt
hrifinn. Og í einni
talar nýfráskilinn
karl sem er hvatt-
ur til að fara í leyfi
erlendis, upplifir
þar fátt, enda lítill
ævintýramaður
en við skiljum við
hann einan á nektarströnd.
Það eru tólf sögur í þessu nýja
smásagnasafni Friðgeirs Einars-
sonar, Ég hef séð svona áður. Frið-
geir vakti fyrst athygli rýnis sem einn
mannanna í hinum geysiskemmtilega
leikhópi Kriðpleir, hópi sem hefur
sérhæft sig í því að snúa með sér-
stökum og fyndnum hætti upp á að-
stæður og uppákomur í mannlegu
samfélagi sem virka tiltölulega ein-
faldar eða auðskiljanlegar en verða
eitthvað allt annað og snúnara í verk-
um hópsins. Friðgeir hefur sýnt í
fyrri bókum sínum og aftur núna að
hann er mjög ritfær, textinn í þessum
sögum er vel slípaður og tær. Ef les-
endur búast við að sjá galgopaskap-
inn í sýningum Kriðpleirs birtast í
sagnaheimi bókarinnar, þá fer lítið
fyrir honum, heldur er áherslan þess í
stað á persónusköpun innan þess
knappa ramma sem smásagan er, og
svo á hvörf eða ris að einhvers konar
opinberun. Sögurnar eru líka fag-
mannlega mótaðar og í raun akadem-
ískar; bera mót af smásagnasmíðinni
eins og hún hefur birst lesendum frá
Tsjekhov hinum rússneska að Ray-
mond Carver hinum bandaríska, svo
nefndir séu tveir af stórmeisturum
miðilsins síðustu rúmu öldina, en báð-
ir hafa haft gríðarleg áhrif á formið
og finna má fyrir því hér.
Bestu sögurnar að mati þessa les-
anda eru upphafssagan „Að horfa á
menn“, um konuna á ráðstefnunni um
öldrunarvísindi; „Hvernig það er að
drukkna“, þar sem einstæður faðir
hefur orðið og lesandinn kemst ekki
að því fyrr en í lokasetningunni hvað
hefur gerst; „Óskilamunir“, sem er
um framtakslitla konu sem starfar í
óskilamunadeild flugfélags og bregst
við áreiti frá einum viðskiptavina fé-
lagsins eins og lesandann fer að
gruna; og „Rétt bráðum hreyfir hún
höfuðið“ en sú saga fjallar um tvo
hljómsveitarfélaga sem hafa lengi
flakkað saman við spilamennsku en
samt kemur eitthvað í fari annars
hinum á óvart.
Svo eru líka sögur sem ná ekki að
lifna eða enda almennilega, eins og
„Byssa á vegg“. Að sögn Tjekhovs
hefði átt að nota þá byssu, fyrst getið
var um hana, en það rennur hálfpart-
inn út í sandinn.
Höfundur fer lipurlega með form-
ið. Hann kýs að beita fyrstupersónu-
frásögn í sögunum og gerir það oftast
vel, færir lesandann þannig inn í
söguheiminn með fólkinu. Við kynn-
umst aðstæðunum gegnum lýsingar
og hugmyndir persónanna og þegar
best tekst til sjáum við þær um leið
utanfrá og skiljum einsemd þeirra,
stefnulsysi í lífinu, ótta eða jafnvel ör-
væntingu. Þegar svo vel tekst til er
smásagnaformið heillandi og einstakt
og það má líka sjá hér.
„Maður má ekki ofhugsa þetta,
bara láta vaða,“ segir konan sem hef-
ur orðið í síðustu smásögunni, „Sól-
setur í Oía“. Hún er þar að segja frá
því markmiði sínu að dansa. „Það get-
ur vel verið að fólki komi til með að
finnast ég asnaleg eða hlægileg, það
er meira en líklegt. En það verður að
hafa það,“ segir hún – og hyggst láta
vaða.
Þetta eru lokasetningar bókar-
innar og við lestur þeirra vaknaði sú
spurning hvort heimfæra mætti þetta
á sögurnar í bókinni. Þær eru vel
skrifaðar, skemmtilegar og hreint
ágætlega mótaðar, en sumar kannski
líka ofhugsaðar og akademískar;
mögulega hefði höfundurinn mátt
láta bara vaða, taka meiri áhættu.
Skella sér í dansinn án þess að vita
alltaf hvernig færi – kannski hefðu
fínar sögur orðið þá enn betri, örlögin
í söguheimum ófyrirsjáanlegri.
Morgunblaðið/Eggert
Höfundurinn Friðgeir Einarsson
hefur traust tök á smásagnaforminu.
„Maður má ekki ofhugsa
þetta, bara láta vaða“
Smásögur
Ég hef séð svona áður bbbmn
Eftir Friðgeir Einarsson.
Benedikt bókaútgáfa, 2018.
Innb., 168 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Elly (Stóra sviðið)
Fim 13/12 kl. 20:00 181. s Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 187. s
Lau 15/12 kl. 20:00 182. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Lau 12/1 kl. 20:00 188. s
Sun 16/12 kl. 20:00 183. s Fös 4/1 kl. 20:00 186. s Sun 13/1 kl. 20:00 189. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 14/12 kl. 20:00 24. s Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Fös 4/1 kl. 20:00 26. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s
Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Fös 18/1 kl. 20:00 aukas.
Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Lau 19/1 kl. 20:00 20. s
Fim 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Fös 25/1 kl. 20:00 24. s
Fös 21/12 kl. 20:00 aukas. Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s
Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Sun 16/12 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðasta sýning!
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 15/12 kl. 13:00 7. s Lau 22/12 kl. 13:00 9. s
Sun 16/12 kl. 13:00 8. s Lau 22/12 kl. 15:00 aukas.
Aðeins sýnt á aðventunni.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Lau 29/12 kl. 20:00 Frums. Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s
Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s
Ég, tveggja stafa heimsveldi
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðasta sýning!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn
Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn
Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn
Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn
Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas.
Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn
Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn
Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn
Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 16/3 kl. 15:00
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s
Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s
Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s
Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s
Lau 15/12 kl. 14:30 333.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Insomnia (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 12/12 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200