Morgunblaðið - 11.12.2018, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé
hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og
sérfræðingar í heimilistækjum keppast
við að hanna hágæða eldhús sem
standast tímans tönn, með virkni, gæði
og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið
er fjárfesting til framtíðar - tryggðu þér
raunveruleg gæði á hagstæðu verði.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Fyrir tæpum 20 árum ákváðum
við Snæfellingar sameiginlega að
standa vörð um umhverfið. Við
ákváðum að hvert lítið skref skipti
máli – mikilvægast væri að byrja að
stíga þau. Sveitarfélögin fimm á
svæðinu mynduðu með sér bandalag
og hófu að gera umbætur í starfsemi
sinni og miðla fræðslu til íbúa. Eftir
nokkurra ára undirbúning fengu
sveitarfélögin óháða vottun fyrir
frammistöðu í umhverfis- og sam-
félagsmálum og frá árinu 2008 höf-
um við fengið slíka vottun árlega.
Mikilvæg framfaraskref hafa náðst
en margt viljum við þó gera enn bet-
ur. Markmiðið er skýrt; að axla
ábyrgð á neysluvenjum okkar og
draga úr þeim áhrifum sem við höf-
um á umhverfið. Snæfellsnes er ein-
stakt svæði, ríkt að auðlindum og
einstökum náttúruperlum, sem við
viljum gæta.
Það var á Snæfellsnesi sem fyrst
var byrjað að flokka heimilissorp á
Íslandi, árið 2008, og í dag er heim-
ilissorp flokkað í öllum sveitarfélög-
unum fimm. Á svæðinu er m.a.
þriggja tunnu flokkun þar sem líf-
rænt og endurvinnanlegt efni er að-
skilið frá sorpi sem sent er í urðun.
Þar eru íbúarnir í lykilhlutverki. Við
flokkum meira og betur en til dæmis
höfuðborgarsvæðið og teljum að
stærri sveitarfélög geti litið á okkur
sem fyrirmynd. Við erum líka alltaf
til í að miðla af reynslu okkar.
Markviss flokkun sorps er undir-
staða endurvinnslu. Við höfum náð
Þetta gerum við m.a. í gegnum
Grænfánaverkefnið og virka átt-
hagafræðikennslu. Á hverju ári taka
heimamenn sig saman, félagasamtök,
sveitarfélög og fleiri, og hreinsa rusl
meðfram vegum og strandlengju
Snæfellsness. Á Snæfellsnesi er ýtt
undir ábyrga efnanotkun, íbúar
fræddir um orkusparnað, ekki síst í
húshitun, og stofnanir sveitarfélaga
kaupa fyrst og fremst umhverfis-
merktar hreinsivörur, hreinlætis-
vörur og pappír. Að versla í heima-
byggð er sömuleiðis markmið, m.a.
þar sem kolefnisspor vöru er lág-
markað með þeim hætti.
Þjóðir heims standa frammi fyrir
gríðarstórum áskorunum í umhverf-
ismálum og plastnotkun er einungis
brot af þeim. Við þurfum öll að
leggja okkar af mörkum eigi árang-
ur að nást. Snæfellingar eru ábyrgir
og framsýnir og við ætlum okkur að
gera miklu betur. Næstu skref okk-
ar í umhverfismálum snúa m.a. að
því að draga enn frekar úr neyslu og
sorpmagni, auk þess að efna til sam-
tals við mikilvæga hagsmunaaðila.
Á vefnum nesvottun.is má fræðast
um umhverfisstarf Snæfellinga, en
svæðið var það fyrsta í Evrópu til að
hljóta vottun og hefur í dag gull-
vottun EarthCheck.
Snæfellingar og umhverfismálin
Eftir Kristin Jónasson, Jakob
Björgvin Jakobsson, Björgu
Ágústsdóttur, Eggert Kjart-
ansson, Guðrúnu Reynisdóttur,
Guðrúnu Magneu Magnúsdóttur
og Ragnhildi Sigurðardóttur
Björg
Ágústsdóttir
Ragnhildur
Sigurðardóttir
Kristinn
Jónasson
Jakob Björgvin
Jakobsson
Guðrún
Reynisdóttir
Eggert
Kjartansson
Kristinn Jónasson er bæjarstjóri í Snæ-
fellsbæ; Jakob Björgvin Jakobsson er
bæjarstjóri í Stykkishólmsbæ; Björg
Ágústsdóttir er bæjarstjóri í Grundar-
fjarðarbæ; Eggert Kjartansson er odd-
viti Eyja- og Miklaholtshrepps; Guðrún
Reynisdóttir er oddviti Helgafells-
sveitar; Guðrún Magnea Magnúsdóttir
er verkefnisstjóri umhverfisvottunar
Snæfellsness; Ragnhildur Sigurðar-
dóttir er framkvæmdastjóri svæðis-
garðsins Snæfellsness.
sífellt betri tökum á meðhöndlun á
plastúrgangi og höfum aukið hlutfall
flokkaðs sorps frá því að flokkun
hófst og af öllu sorpi á Snæfellsnesi
fara tæp 50% beint í endurvinnslu.
Við höfum minnkað notkun á plasti,
m.a. með því að nota margnota burð-
arpoka í stað hefðbundinna plast-
poka. Í því höfum við náð ágætum
árangri en höldum áfram að gera
betur. Börnin eru bestu sendiherrar
umhverfisins vegna þess að í skól-
unum eru þau frædd um umhverfis-
mál, auðlindir og sérkenni svæðisins.
» Snæfellingar eru
ábyrgir og fram-
sýnir og við ætlum
okkur að gera miklu
betur. Næstu skref
okkar í umhverfis-
málum snúa m.a. að
því að draga enn
frekar úr neyslu og
sorpmagni. Guðrún Magnea Magnúsdóttir
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vett-
vangur lifandi umræðu í
landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar
eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í
notkun og tryggir öryggi
í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðs-
ins og höfunda. Morgun-
blaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt
undir Morgunblaðs-
lógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is.
Þegar smellt er á lógóið
birtist felligluggi þar sem
liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf
notandinn að nýskrá sig
inn í kerfið. Ítarlegar
leiðbeiningar fylgja
hverju þrepi í skráningar-
ferlinu. Eftir að viðkom-
andi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg
að slá inn kennitölu not-
anda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sól-
arhringinn.
Nánari upplýsingar
veitir starfsfólk Morgun-
blaðsins alla virka daga í
síma 569-1100 frá kl. 8-
18.