Morgunblaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að fresta atkvæða- greiðslu á þingi landsins um samn- inginn við Evrópusambandið um brexit, útgöngu landsins úr samband- inu. Hún kvaðst ætla að ræða við leið- toga ESB-ríkjanna um ákvæði í samningnum sem mikil andstaða hef- ur verið við á breska þinginu og sagði stjórnin myndi einnig búa sig frekar undir þann möguleika að Bretland gengi úr ESB án samnings. May viðurkenndi að þingið myndi hafna samningnum „með verulegum mun“ ef atkvæðagreiðslan færi fram í dag eins og gert hafði verið ráð fyrir. Þingmenn Verkamannaflokksins, Frjálslyndra demókrata, flokks sam- bandssinna á Norður-Írlandi (DUP), Skoska þjóðarflokksins og meira en hundrað af 315 þingmönnum Íhalds- flokksins eru andvígir samningnum. Ákvörðunin um að fresta atkvæða- greiðslunni er álitin áfall fyrir May. Forsætisráðuneytið og áhrifamiklir ráðherrar í stjórninni höfðu ítrekað neitað fréttum breskra fjölmiðla um að atkvæðagreiðslunni yrði frestað, þeirra á meðal Michael Gove um- hverfisráðherra í útvarpsviðtali í gærmorgun. Hermt er að andstæðingar samn- ingsins í Íhaldsflokknum leggi nú fast að May að freista þess að ná fram breytingum á honum á leiðtogafundi Evrópusambandsins á fimmtudaginn og föstudaginn kemur. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins sagði í gær að May væri að reyna að knýja fram til- slakanir af hálfu ESB varðandi ákvæði í samningnum um svonefnt öryggisnet (backstop á ensku) sem á að hindra að komið verði á landa- mæraeftirliti milli Írlands og Norð- ur-Írlands. Ákvæðið felur í sér að sumar af reglum ESB, m.a. um tolla og matvælaframleiðslu, eiga að gilda á Norður-Írlandi ef ekki næst sam- komulag um annað. May sagði í ræðu á þinginu í gær að hún teldi að meiri- hluti þingmanna myndi samþykkja samninginn ef hún fengi „frekari lof- orð“ frá leiðtogum ESB varðandi ákvæðið um öryggisnetið fyrir Norð- ur-Írland. Hún sagði hins vegar að krafa þingmanna um að ákvæðið yrði fellt niður væri óraunhæf. Hyggst óska eftir „lagalega bindandi loforði“ May hefur sagt ráðherrum sínum að hún ætli að óska eftir „lagalega bindandi loforði“ frá ESB um að ákvæðið um Norður-Írland gildi ekki án tímatakmarkana, að sögn fréttavefjar The Telegraph. Áður höfðu breski forsætisráð- herrann og embættismenn ESB ítrekað neitað því að hægt yrði að breyta samningnum. Embættismenn ESB hafa þó léð máls á að breyta pólitískri yfirlýsingu um viðskipta- tengsl Bretlands við ESB eftir út- gönguna. Mina Andreeva, talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sagði í gær að ekki yrðu hafnar samningaviðræður að nýju um brexit-samninginn. „Eins og Jean-Claude Juncker [forseti fram- kvæmastjórnarinnar] sagði er þetta besti og eini mögulegi samningurinn. Við hefjum ekki nýjar samningavið- ræður. Afstaða okkar hefur ekki breyst.“ Evrópudómstóllinn úrskurðaði í gær að Bretland hefði rétt til að afturkalla þá ákvörðun sína að ganga úr ESB án þess að hin aðildarlöndin þyrftu að samþykkja það. Andreeva sagði að úrskurðurinn breytti ekki þeirri afstöðu framkvæmdastjórnar- innar að Bretland gengi úr Evrópu- sambandinu 29. mars á næsta ári. Leiðtogar breskra stjórnarand- stöðuflokka gagnrýndu ákvörðun May um að fresta atkvæðagreiðsl- unni. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, sagði ákvörðunina til marks um „hugleysi af hálfu forsætisráðherrans og ríkis- stjórnarinnar“. Einn þingmanna Verkamanna- flokksins, Chris Leslie, sagði að flokkurinn kynni að leggja fram van- trauststillögu gegn forsætisráð- herranum á þinginu í dag. Brexit- sinnar í Íhaldsflokknum og þingmenn DUP sögðust ætla að styðja May ef slík tillaga yrði lögð fram. Theresa May hefur varað við því að ef þingið hafnar samningnum geti það orðið til þess að efnt verði til þingkosninga og Verkamannaflokk- urinn komist til valda undir forystu Jeremy Corbyns. „Við höfum ekki efni á að taka þá áhættu að Jeremy Corbyn komist til valda,“ sagði for- sætisráðherrann í viðtali við Mail on Sunday. May frestar atkvæða- greiðslunni  Ræðir við leiðtoga ESB um brexit-- samninginn vegna andstöðu á þinginu Þing Bretlands greiðir atkvæði um brexit-samninginn við ESB Þing Bretlands leiðir samninginn í lög Stjórnin kynnir nýja aðgerða- áætlun innan þriggja vikna Þingið greiðir atkvæði Evrópuþingið greiðir atkvæði Ráðherrar ESB-ríkja samþykkja hann formlega Hugsanlegt er að þingið vilji þjóðaratkvæði um samninginn Brexit: hvað gerist næst? Heimildir: AFP, breska þingið, Institute for Government, Open Britain *Hefja þyrfti samningaviðræður við ESB að nýju Bretland gengur úr ESB án samnings Hætta við hann Þjóðar- atkvæði Þingkosn- ingar Bretland áfram í ESB Brexit-samn- ingur samþykktur ? ? Samþykktur BreyttHafnað 29. mars 2019: útgangameð samningi Breyta honum* Fresta brexit Hætta við brexit Halda sig við samninginn Hugsanleg niðurstaða Hugsanlegir kostir Breta aðlögunartímabil til des. 2020 (eða síðar) AFP Vilja útgöngu Brexit-sinnar krefjast þess að Bretland gangi úr ESB í samræmi við þjóðaratkvæðið árið 2016. AFP Vilja nýtt þjóðaratkvæði Stuðningsmenn aðildar að ESB krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins í Svíþjóð, skýrði í gær frá því að flokkurinn hygðist ekki styðja til- lögu um að Stefan Löfven, leiðtogi Sósíaldemókrata, yrði forsætisráð- herra landsins. „Við höfum unnið að því dag og nótt að þetta geti gerst en niður- staðan er að ekki kemur til stjórnar- samstarfs. Við höfum ákveðið að greiða atkvæði gegn því að Stefan Löfven verði forsætisráðherra,“ sagði Lööf á blaðamannafundi. Hún bætti við að Miðflokkurinn léði ekki máls á neinu stjórnarsamstarfi sem fæli í sér að Svíþjóðardemókratarnir eða Vinstriflokkurinn hefði áhrif á stefnu stjórnarinnar. Löfven hefði sýnt í viðræðum við Miðflokkinn og Frjálslynda flokkinn að hann væri ekki tilbúinn að „skera á böndin við Vinstriflokkinn og Jönas Sjöstedt“, leiðtoga flokksins. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki skýrt frá því hvort hann ætli að greiða atkvæði með Löfven á þinginu. Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, hafði lagt til að Stefan Löf- ven yrði forsætisráðherra Svíþjóðar eftir að þingið hafnaði tillögu um að leiðtogi hægriflokksins Moderat- erna fengi embættið. Norlén bað í gær leiðtoga Miðflokksins, Frjáls- lynda flokksins og Sósíaldemókrata um að nota næstu daga til að hug- leiða hvaða afleiðingar það gæti haft næðu þeir ekki samkomulagi um stjórnarmyndun. Hafni þingið tillögum þingforset- ans um forsætisráðherra fjórum sinnum þarf að efna til nýrra þing- kosninga. Miðflokkurinn hafnar Löfven  Hyggst ekki styðja hann sem forsætisráðherra AFP Viðræður um nýja stjórn Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins. Verð 4.995 Dömustærðir 36-42 Herrastærðir 40-46 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Inniskór undir jólatréð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.