Morgunblaðið - 11.12.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.12.2018, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018 Óveður Rokið og rigningin á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi skapaði listaverk á framrúðu bíls þar sem bremsuljós og umferðarljós í bland við regndropa léku sér með ljós og liti. Hari Fimmtudaginn 6. desember voru kveðnir upp tveir dómar í Hæstarétti, þar sem við- urkennd var skaðabótaábyrgð íslenska ríkis- ins vegna úthlutunar á makrílkvóta. Dóm- arnir voru vel rökstuddir með einföldum og skýrum hætti. Ráðherra hafði farið út fyrir lagaheimildir sínar þegar hann úthlutaði kvótanum á árinu 2010. Sú regla gildir í íslensku réttarkerfi að ráðherrar sækja valdheimildir sínar til settra laga. Þeir mega ekki gera annað við stjórnsýslu sína en það sem lögin heimila þeim. Niðurstaða réttarins byggðist á þess- ari grunnreglu. Þá er tekið í Morgunblaðinu viðtal við ráð- herrann sem þarna var talinn hafa farið ranglega með vald sitt með því að virða ekki takmörk valdheimilda sinna þegar hann út- hlutaði kvótanum. Hann segist vera ósam- mála dómunum. Einhver hefði þá haldið að hann vildi færa fram röksemdir til stuðnings þeirri afstöðu að hann hefði haft lagaheim- ildir til að gera það sem hann gerði. Hann vék hins vegar ekkert að þessu. Hann tefldi bara fram röksemdum um að honum hefði þótt skynsamlegt að úthluta kvótanum eins og hann gerði vegna atvika í mannlífinu á þeim tíma. Það er lykilatriði að sitjandi ráðherrar skilji hvaða takmarkanir gilda við meðferð ráðherravalds. Slíkur skilningur virðist ekki hafa komið við sögu við ákvarðanir um út- hlutun makrílkvóta á árinu 2010. Afleiðingin er sú að íslenska ríkinu og þar með skatt- greiðendum þessa lands var valdið stórfelldu fjárhagstjóni með þessum ákvörðunum. Þeir sem nú sitja í ráðherrastólum ættu að reyna að læra af þessu og forðast að beita valdi sínu án skýrra lagaheimilda. Jón Steinar Gunnlaugsson Stórfellt fjárhagstjón Höfundur er lögmaður. Það sem ein- kennir yfirleitt slaka stjórn- málamenn, stjórn- málaflokka og embættismenn eru skattahækkanir, aukning útgjalda og skuldasöfnun. Reykjavíkurborg hefur verið í sér- flokki í slakri með- ferð fjármuna skattgreiðenda en heildarskuldir sem hlutfall af reglulegum tekjum nema 187% sem er töluvert fyrir ofan laga- skyldu. Stöðugt berast fréttir af slakri fjármálastjórn og umfram- keyrslu við opinberar fram- kvæmdir en Vaðlaheiðagöng og bragginn í Nauthólsvík eru í sér- flokki. Bragginn í Nauthólsvík er kennslubókardæmi um slæma meðferð á almannafé. Til þess að ná árangri í hag- ræðingu, verðmætasköpun og aukinni framleiðni hjá ríkissjóði og fyrirtækjum í opinberum rekstri þarf að byrja strax með aðgerðum sem taka á vandamál- unum. Á sama tíma og tekjur ríkissjóðs hafa aukist mikið á undanförnum árum vegna hag- vaxtar hafa ríkisútgjöld aukist án nokkurs aðhalds en ófjár- magnaðar opinberar lífeyris- skuldbindingar nema um 620 ma.kr. og fara hækkandi án þess að stefnumörkun sé um greiðslur þeirra í framtíðinni með afgerandi hætti. Fyrirferð- armestu málaflokkar í ríkisút- gjöldum eru heil- brigðismál, samgöngumál og menntamál en um 65% af ríkisút- gjöldum fara til þessarra mála- flokka. Í ljósi mik- illa fjárfestinga í þessum málaflokk- um á næstu árum þarf að huga að verðmætasköpun og framleiðni. Rík- issjóður þarf að há- marka arðsemi af því fjármagni sem fer til reksturs og fjárfest- inga. Í ljósi þess þarf að vera með skipulag sem hámarkar arð- semi í rekstri og ná fram hag- ræðingu og verðmætasköpun á sem flestum sviðum. Setja þarf af stað öfluga fjármálasveit og hagræðingarsveit ásamt fram- úrskarandi teymum sem fara um allt ríkiskerfið og veita því nauð- synlegt aðhald. Framúrkeyrsla í fjárfestingum, eins og t.a.m Vaðlaheiðagöng, þurfa að heyra sögunni til. Lífeyrisskuldbind- ingar eru skuldir sem þarf að greiða þannig að mikilvægt er að byrja strax að greiða inn á þær í stað þess láta þær vaxa stjórn- laust eins og á undanförnum ár- um. Launahækkanir opinberra starfsmanna eru bein afleiða lífeyrisskuldbindinga sem munu geta sligað ríkissjóð ef ekki er tekið strax á vandamálinu en vextir ófjármagnaðra lífeyr- isskulda munu nema um 15 ma.kr á árinu 2019. Mikilvægt er hefja sölu ríkiseigna, s.s. eign- arhluta ríkissjóðs í Landsbanka Íslands og Íslandsbanka. Einnig er mikilvægt að hefja sölu á Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Íslandspósti sem eru í sam- keppnisrekstri á einkamarkaði. Fasteignir sem eru í eigu rík- issjóðs og hýsa ríkistofnanir þarf að setja í söluferli og ná meiri hagkvæmni í rekstri. Með eigna- sölu ríkissjóðs á fyrrgreindum eignum væri hægt að greiða inn á ófjármagnaðar lífeyris- skuldbindingar lífeyrissjóðs þannig að þær væru upp- greiddar. Öflug fjármála- og hagræðingarsveit óskast Undanfarin ár hefur rík- issjóður ekki nýtt til hagræð- ingar og aukinnar framleiðni í ríkisrekstri. Aldrei hefur verið mikilvægara að rekstur rík- issjóðs sé rekinn eins og fram- úrskarandi fyrirtæki í ljósi þess að skattgreiðendur þurfa að greiða óhagkvæman ríkisrekstur í framtíðinni. Mikilvægasta að- gerð í hagstjórn á Íslandi á næstu árum er að lækka útgjöld ríkissjóðs, auka framleiðni í rík- isrekstri og greiða niður skuldir. Auglýsa þarf eftir öflugum að- ilum í fjármála- og hagræðingar- sveit til að vinna að hagræðingu í opinberum rekstri þannig að úr- eltar stofnanir og fyrirtæki inn- an ríkisgeirans séu lögð niður eða einkaaðilar látnir sjá um reksturinn þar sem það á við. Í stafrænni veröld og með aukinni sjálfvirkni ætti að vera mögulegt að hagræða enn frekar í opinber- um rekstri. Auka þarf framleiðni og samkeppni í heilbrigðismálum og menntamálum með sama hætti og gerist annars staðar á Norðurlöndum og ná þannig fram hagræðingu og samkeppn- ishæfni. Það þyrfti að setja for- stjóra yfir útgjaldamestu mála- flokka ríkisins og reka þá með tilliti til árangurs og áætlana um framtíðarárangur með meiri tekjum og lægri kostnaði. Fjár- festingar í útgjaldamestu mála- flokkunum, heilbrigðismálum, samöngumálum og mennta- málum, gera þá kröfu að fjár- festingar séu arðsamar með verðmætaskapandi stefnumörk- un til lengri tíma og embætt- ismenn og opinberir starfsmenn fái viðeigandi örvun. Meðferð fjármuna skattgreiðenda þarf meiri aga, skipulag og verð- mætasköpun. Til þess þarf rík- issjóður að fá sem fyrst til liðs við sig öfluga fjármála- og hag- ræðingarsveit sem fer eins og „stormsveipur um ríkiskerfið með hagræðingu og verðmæta- sköpun að leiðarljósi og gæti þannig hagsmuna skattgreið- enda landsins til lengri tíma. Er ekki kominn tími á verðmætasköpun og hagræðingu í opinberum rekstri? Eftir Albert Þór Jónsson »Ríkissjóður þarf að hámarka arð- semi af því fjármagni sem fer til reksturs og fjárfestinga. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjár- málamarkaði. albertj@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.